Strax og Battlegrounds kom út hefur mér langað að skrifa grein um það.


Ég hef bara farið í CTF mode (Capture the flag), en er byrjaður að skilja hverjir eru bestir í hverju.


Druid: Druids eru góðir í ,,Offensive,, og ,,Defensive,,. Þeir stealtha inní stöðina hjá óvina liðinu í Cat Form, taka flaggið og reyna að hlaupa út. Þar tekur Travel Form við (þú missir ekki flaggið) og hleypur til þinnar stöðvar og ,,capture,, the flag. Annars, ef óvinur tekur flaggið byrjarður að elta hann og spamma Moonfire, geyma smá mana og roota hann þegar hann kemur úr. Þetta gefur smá tíma fyrir hina að koma og berja hann þar til hann missir flaggið. Ef ,,Flag Carrier,, er að nálgast þig er gott að heala hann og buffa.


Paladin: Ég hef ekki fylgst nógu vel með Paladins, en þeir henta best í Defensive. Þegar óvinurinn stelur flagginu þínu stunnarðu hann og berð hann þar til hann missir flaggið. Ef þeir fara yfir í Offensive hafa þeir ekki mikið að hæfileikum til að komast burt.


Shamans: Þeir eru frábærir í Offensive. Þú bíður eftir góðu tækifæri, stekkur/hleypur inn, tekur flaggið, hendir niður Slowing Totem og hleypur burt. Eftir að þú sleppur úr stöðinni ferðu yfir í Ghost Wolf og hleypur burt. Það er oft gott að setja Slowing Totem og Spell Absorbing Totem. Mages nota oft Frostbolt til að hægja á þér.
Í Defense er gott að setja Slowing Totem og svo nota Frost Shock til að hægja á óvina Flag Carrier. Liðsmenn þínir ættu að geta barið hann.


Mages: Mages henta alls ekki til Offensive. Þeir eru með lágt Armor og Health. Þeir gætu lifað af með því að nota Area Effect Freeze (frozen in place) og reynt svo að hlaupa. Þeir geta ekki notað Blink og endast ekki lengi. Þeir eru hinsvegar meistarar í Defense. Þeir nota Frozen in Place galdurinn og blasta Flag Carrier með Frostbolt.


Hunter: Hunters eru hentugir í Offensive svo lengi sem þeir eru ekki lamdir. Ef þeir ná Flagginu og ná að nota Aspect of the Cheetah og hlaupa út er þeir í góðum málum. Annars henta þeir ekki svo vel í Offense. Þeir eru hinsvegar Naturals í Defensive. Þeir setja gildru á ,,Flag Stand,, og bíða svo eftir að einhver lendir í henni. Eftir að það gerist skjóta þeir Concussive Shot og senda pettið inn. Hann sem er með flaggið er í vondum málum ef það gerist.


Warlocks: Ég hef bara aldrei skilið fyrir hvað Warlocks eru bestir. Þeir eru mjög miklir Pet Dependants en það virkar ekki í PvP. Þeir gætu verið í Defensive með því að nota Slow Curse og annað fleira.


Warrior: Warriors eru góðir til að ná flaggi. Þeir Chargea einhvern í Óvina liðinu, builda upp Rage og nota svo Intimidating Shout svo Óvinirnir hlaupa í burtu og hann sleppur. Notar hamstring ef einhver kemst uppað honum. Til þess að warrior kæmist einhvert eftir að ná flagginu þarf hann healer til þess að halda honum lifandi. Þeir henta vel í Defensive útaf Hamstring. Ef þeir ná að nota það er Flag Carrier í vondum málum. Þeir hafa einnig Charge sem stunnar þá í 1 sekúndu.


Priests: Þeir geta komist inní stöðina, náð flagginu og sloppið svo með því að nota Pshycic Scream. Þeir hafa Stamina buff og Shield sem hentar vel fyrir alla. Í defensive er hann bestur. Hann getur notað Slow Channeling galdurinn (man ekki nafnið) sem kemur flag carrier í slæma stöðu.


Rogue: Rogues eru þeir sem geta náð flagginu og sloppið. Þeir hafa Sprint sem auðveldar þeim flóttann. Ef þeir hafa Swiftness Potion og Nifty Stopwatch komast þeir yfir á No-Time. Þeir stealtha inní stöðina, sappa einhvern, taka flaggið, safnar upp Combo, stunnar hann sem er að elta hann og hleypur svo. Þeir eru einnig frábærir í Defense útaf Cheap Shot og Kidney Shot hæfileikunum. Þeir nota þá þegar Flag Carrier reyna að komast burt og þá er Flag Carrier í slæmum málum. Þeir hafa einnig Crippling Poison sem hægir á óvinum sem er frábært að hafa.




Ég ætla að minna ykkur á að allt fer eftir því hvernig Playerinn spilar kallinn sinn. Þetta er það sem ég hef safnað saman frá Hæfileikum og Talents frá Classes.

Ef þú summonar Mount missirði flaggið. Ghost Wolf og Travel Form heldur flagginu. Þess vegna eru Shamans og Druids svona hentugir í Battlegrounds.

Vona að þetta hafi hjálpað einhvað.