Sá hérna kork þar sem einhver spurði hvað mace væri og þar sem mér leiddist í vinnuni þá ákvað ég að þýða grein sem ég fann á Wikipedia, sum orðin þýði ég ekki, einfaldlega af ótta við að fólk þekki ekki íslenski nöfnin á hlutunum, ég set þessi orð þó inní gæsalappir.

Mace er í raun fullkomnari útgáfa af kylfum, Mace er stöng úr tréi, málmstyrkt eða úr gegnheilum máli, með haus búinn til úr steini, kopar, bronsi, járni eða stáli.
Hausinn er venjulega aðeins eða töluvert þykkari en ummmál stangarinnar. Oft er búið að setja brodda eða eitthvað svipað á hausinn til að auðvelda það að komast í gegnum brynklæðnað óvinarins. Lengd Mace kylfa er mjög mismunandi.
Mace kylfur fótgönguliða voru oft frekar stuttar, tvö eða þrjú fet á meðan þær sem hestamenn notuðu voru lengri til að þær væru betur fallnar til að nota af hestbaki.
Tveggja handa Maces “mauls” gátu svo verið ennþá stærri.
“Flails” hafa oft verið flokkuð ranglega í mace fjölskylduna.

SAGAN

Mace kom fyrst til sögunnar í kringum 12 þús f.k. og varð fljótlega mjög mikilvægt vopn, þær fyrstu voru úr tré og oft styrktar með t.d. tinnusteini (málmur), vinsældir hennar minnkuðu þó með tilkomu brynklæða úr leðri sem gátu dregið verulega úr skaðsemi höggana. Sumar höfðu höfuð úr steini.
Uppgötvun á kopar og bronsi gerði það fyrst mögulegt að búa til alvöru málm mace.
Mace voru aðallega í notuð á bronsöld í austurlöndum nær.

Almenn notkun á þeim hætti svo til alveg á járnöld þegar sverð, spjót og axir urðu vinsælustu vopnin. Rómverjar notuðu þær t.d. ekki þar sem þeir höfðu ekki þörf fyrir þung vopn til að brjóta niður brynjur andstæðinganna og notuðust þeir aðallega við “pylum” (einskonar spjót) eða “gladius” (stutt sverð notuð sem stungu vopn)

Notkun á stórum hálfgerðum kylfum sem þurfti að sveifla hefði ekki hentað Rómverjum sem fóru saman í þéttum hópum manna. Mace kylfan er hentugri fyrir minni atök og einstaklingsbardaga.

MIÐALDIR

Á miðöldum komu fram málm brynjur og hringabrynjur sem náðu að miklu leiti að gera lítið úr skaða beittra vopna eins og sverða og blokkaði örvar og önnur kast og skotvopn.
Gegnheilar málm mace og “war-hammers” gátu hinsvegar skaðað vel brynjaða riddara þar sem að krafturinn í högginu þurfti ekki að komast í gegnum brynjuna til að valda þeim sem við högginu tók skaða.
Þar sem það var einfalt og ódýrt að búa þær til urðu þær mjög vinsælar á þessum tíma, fáar af þessum einföldu eru þó ennþá til í dag, þær sem við sjáum á söfnum eru gerðar af meiri gæðum og oft fagurlega skreyttar.
Biskupar og prestar miðalda báru oft Mace í bardögum í stað sverða til að fara framhjá þeirri reglu kirkjunnar að þeir mættu ekki úthella blóði, því eins og áður kom fram þá gátu þær valdið miklum skaða og jafnvel drepið án þess að til nokkura beinna blóðsúthellinga þyrfti að koma

Í austur evrópu voru þær mjög vinsælar, sérstaklega í Póllandi og Rússlandi miðalda, austur evrópskar maces höfðu oft perulagað höfuð.

Í ameríku fyrir landafundina var hún notuð mjög víða og stríðsmenn Inka notuðu Maces með stein eða kopar höfuð sem stóðu á haldföngum úr tréi.
Astekar notuðu einskonar trékylfu með beitt málmblöð á hliðunum (maquahuitl), hægt er að líta á það sem einskonar milliveg milli sverðs og mace.

Mace kylfur komu sco aðeins við sögu í hinum hryllilega skotgrafarhernaði fyrri heimsstyrjaldar.

NÚTÍMINN

Mace sem raunverulegt vopn fór alveg úr notkun þegar notkun þungra málmbrynja hætti, smámsaman varð hún að einhvers konar veldissprota, sem einskonar tákn vald hermanna foringja, seinna var hún svo líka tákn um vald og auðlegð og er t.d. notuð í neðri deildum þinga sem gerð eru eftir Westminister stjórnkerfinu (kerfið sem er notað í Breska þinginu t.d.


Íslensk þýðing á orðinu Mace er t.d. stríðskylfa eða veldissproti.

Vona að fólk hafi haft eitthvað gagn og gaman að þessu