Þar sem að ekki hefur verið send inn grein frekar lengi þá ætla ég mér að skrifa þessa grein í flýti til þess að lífga aðeins uppá þetta.
The Druid er Hybrid class í World of Warcraft. Hybrid þýðir einfaldlega að hann getur gert margt, en er ekki jafn fær um að gera þá og önnur clöss, en noti maður þá saman í mismunandi aðstæðum getur hann counterað flest allt.
Hlutverk:
Druid er Tank. Í Bear form sem að Druidinn lærir á level 10 getur hann gert meiri skaða á óvininn, og fær auk þess stórt boost á Armor.
Hann getur að auki Tauntað óvininn og fengið hann til að attacka sig. Þetta er mjög gagnlegt í Pvpi líka á móti Rogues og Warriors, þar sem að þeir gera mikinn líkamlegann skaða, og kemur þá þessi extra Armor að góðum notum.
En svo á level 40, þá fær Druidinn ennþá betra Bear form, svokallað Dire Bear form. Þá eykst extra Armorinn, og Druidinn getur gert enn meiri skaða en áður.
En þar sem að Druidinn er Hybrid class, mun skaðinn hans aldrei jafnast á við skaðann hjá Warrior, Rogue eða Mage.
En samt er Armorinn oft MIKLU meiri en hjá öðrum clössum. Ég gæti nefnt dæmi þar sem að Armorinn hjá Druid hafi farið yfir 10.000 í Bear form.
Druidinn getur verið Damage Dealer, þó hann sé ekki góður í því. Það gerir hann með Cat form. Þá breytir Druidinn sér í nokkurnveginn gimpaðann Rogue sem að hefur enginn stuns, bara damage moves og finishing moves.
Auk þess getur hann stealthað, sem að er þó stór plús við Druid. En skaðinn sem hann gerir mun þó aldrei jafnast á við Warrior, Mage eða Rogue.
Druid er Healer. Hann getur healað vin sinn og sjálfann sig, sem að gerir honum kleift að endast mun lengur. Þetta getur Priest líka, en er almennt betri healer en Druid.
En það er staðreynd, samkvæmt einfaldri stærðfræði að Restoration “specced” Druid er betri healer en Shadow “specced Priest. Auk þess er það staðreynd að langflestir Priests eru Shadow ”specced“ og langflestir Druids eru Restoration ”specced“, þannig að Druidinn er oft talinn vera mun betri healer, líka vegna þess að hann getur notað betri Armor og hefur fleiri ”fighting styles“(Forms) en bara Caster form.
Druid hefur að auki marga gagnlega galdra í Caster forms.
Galdrar:
Entangling roots, er Immobilizing effect, og heldur óvininum kyrrum í allt að 30 sec, og gerir smávægilegann ”dot“(damage over time). Þessi galdur hefur Diminishing returns, og miðlungs cast time.
Moonfire er instant cast damage galdur, og dot galdur.
Hann er mjög miskilinn galdur, þar sem að hann er auðveldlega ”spammable“(kasta honum oft í röð með því að drita bara á einn takka), en það er þó mjög léleg taktík hjá Druid þar sem að þessi galdur hefur mjög hátt Mana cost, auk þess að ”dot“inn á honum er meiri en upprunalegi skaðinn sem hann gerir.
Starfire er damage galdur hjá Druid sem að er með lágann mana cost, sæmilegann skaða, og er með mjög langt cast time. Þessi galdur er yfirleitt notaður þegar óvinurinn er Rootaður(Entangling Roots) eða þá að það er annar tank í honum, sem að gerir það að verkum að það er ekki verið að ráðast á þig.
Þar sem að Druidinn er ekki nógu mana efficiant þá er nauðsynlegt að nota þennan galdur við og við.
Wrath er annar damage galdur með minni damage en Starfire, minna cast, og kostar meira mana miðað við Damage sem hann gerir. Mjög gott að nota hann þó vegna þess að hann er með stutt cast og er bara með instant damage, ólíkt Moonfire og Starfire.
Thorns er ”buff“ sem að gerir damage á óvin sem að lemur þig. Hann er þó fáránlega lítill, og er ekkert alltof gott að nota hann.
Og síðast en ekki síst, Mark of the Wild.
Mark of the Wild er ”buff“ sem að eykur Armorinn þinn, gefur þér Resistances og líka öll Attributes hjá þér. Þetta er oft talið vera besta ”buff" í leiknum, og gerir það auk annara eftirsóttann í grúppur.
Þetta er allt mjög basic, en það er líka vegna þess að Druidinn er mjög flókið class, ef ekki flóknasta classið í leiknum.
Ef að þið viljið læra betur á hann þá mæli ég með því að spila hann, líka vegna þess að þetta er mjög skemmtilegt class.
Ég á level 54 Night Elf Druid á Twilight's Hammer, og ég gæti ekki verið sáttari.
Endilega skrifið uppbyggileg svör, og komið svo með skemmtilega umræðu um þennan frábæra class :)
Og endilega leiðrétta mig ef þið sjáið einhverja villu.