Ætlaði að tjá mig aðeins sambandi við class balancing.
Af flestum þeim clössum sem ég hef lesið að fólk sé að “væla” um standa þrír classar upp úr.
Paladin, Shaman og rogue.
Til að summariza strong points.
Shammy - Hybrid, Mage/Healer/Tank
Rogue - Damage Dealer/Stealth
Paladin - Tank/Survivability (heals and immunes/adsorbs)
Meginn málið með þessa 3 classes eru þessir.
Þeir eru allir frekar sterkir í pvp.
Aukabónusinn við þetta er að þeir sem ætla sér í pvp og fara í leikinn jafnvel einfaldlega vegna pvp eiga það til að kjósa þessa classa.
Útaf þessu þá verður maður að draga þá ályktun að þessir classar eiga það til að fá bestu pvp spilarana.
Skills + Class pvp strength.
Svo ég fari ýtarlegra í hvernig þessir classar eru spilaðir í pvp.
- Rogue -
Getur valið hvenær hann berst og hvenær ekki, með sprint ability, vanish og stealth þá fer hann ekki í fight nema hann sé nokkuð öruggur að vinna. Hann getur jafnvel stunnað þótt þú komir honum á óvart og komið sér síðan í burtu.
Að hlaupa frá rogue er einnig frekar ómögulegt vegna sprint og stun möguleika.
Veiku punktarnir eru þeir að hann er í frekar vondum málum ef hann startar ekki fightinum, eða þá ef hann er ekki 1 vs 1.
Í group fight verður hann að pikka út stragglers, ólíkt shaman og paladin, ef þrír spilarar snúa sér að rogue í einu þá er hann tekinn út mjög fljótt.
-Kill pointers-
Ef þú hittir á Rogue einn og tekst að ná honum niður í hálft líf þá er best að reyna að koma einhverskonar Dot (damage over time) spell eða ability á rouginn.
Ef ég hef skilið þetta rétt og eins og mér hefur tekist að fighta þá, þá geta þeir ekki vanishað með damage over time á sér.
Það eru sumir abilitys hjá mismunandi klössum sem eru góðir á móti rogue.
Ef þú hugsanlega getur sært hann og haldið honum frá þér þá mundi ég stefna á þann kost, hand to hand þá er hann mjög fljótur að rífa flest allt nema paladin eða warrior í sig.
(My way)
Sem shaman þá frostshocka ég hann og hleyp frá, fæ hann til að eyða sprintinu í að komast aftur í mig, ef hann gerir það ekki þá hleyp ég bara hringina kringum hann og shocka. (slow spell + damage)
Eftir að hann eyðir sprintinu hef ég valmöguleika í framtíðinni að hlaupa ef þess þarf.
Rogue hefur ekki mikið hp né heal abilities, þannig ég kem inn heals ef þarf, annars hleyp ég í gegnum hann og hringi, meðan frostshock er á honum til að ná inn fleirri shock spells án þess að hand combata hann of mikið.
- Paladin -
Getur haldið sér á lífi í gegnum ótrúlegustu hluti.
Hann er einnig bestur af þessum clössum í group pvp fighting.
Hann getur tekið virkilegt punishment þrátt fyrir að nokkrir ráðist á hann og hand to hand damage frá pally er heldur ekkert djók.
Ég persónulega tel að það sé auðveldast að spila þennan class af þessum þrem, þarf í raun ekki mikið pvp skills þótt hann sé mjög öflugur í pvp.
Mér tekst að taka út pally á sama lvli en veit ekki hvort aðrir classar geti það, hef heyrt lítið um það.
Þetta er einfaldlega fjall af Hp.
Veiku punktarnir hjá pally er að hann er ekki með mikið damage output miðað við flesta classa.
Hann þolir mikið en gerir ekki mikið sjálfur.
-Kill points-
Í group fighting þá borgar sig einfaldlega að halda honum út úr fightinu þangað til að hann er orðinn seinastur, root, slow, sheep eða með öðrum leiðum.
Í 1 vs 1 er hálf ómögulegt að taka út pally og tekur mjög langan tíma venjulega, nema spilarinn sé alveg hörmulegur.
Að damage over tima og halda honum bara frá þér þangað til að hann klárar manað væri líklega besta leiðin. (slow, roots)
Hann nær mjög líklega að heala allt sem þú gerir annars.
Annar kostur er að einfaldlega fighta hann bara ekki. Paladin getur engan veginn haldið fólki frá því að sleppa án hjálpa itema eða potion.
Ekkert movement enhance, ef þú hefur enga abilitya til að slowa hann eða hlaupa burt þá er bara að reyna að outsmarta hann framhjá trjám og slíku, ef þú hoppar áfram þá geturu snúið músinni snökkt til að kíkja bakvið þig án þess að slowa á hlaupinu.
-My Way-
Ég fronta alltaf paladina þegar ég sé þá 1 vs 1, og gengur mjög vel ef þeir eru ekki 2+ lvl.
(Spila shaman)
Shaman hefur ability sem heitir “Purge” og tekur út buffs.
Finnst alltaf furðulegt hvað þetta virðist slá paladins út af laginu og virðist alltaf koma þeim jafn mikið á óvart.
Þetta er instant low mana galdur og það er hálf kjánalegt þegar þeir eru að eyða tíma og mana í að koma þeim aftur upp.
Maður slowar þá bara, hleypur og skellir öðrum.
Ég held þeim frá mér svona eins og ég get með frostshock, og skelli upp damage over time.
Reyni að vinna hann niður hvor hefur meira mana (sem skiptir öllu máli í shaman vs paladin)
og þegar hann á lítið eftir getið ég slegið hann niður nokkuð fljótt með restinni hjá mér.
Án buffana er paladin ekki það mikið betri í hand to hand að shockinn hjá shammy gefi manni ekki fightið.
- Shaman -
Ég persónulega held að flestir hardcore pvpers stefni í þennan class.
Hann hefur enga veika punkta beint, þú getur gert nánast allt.
Einu veiku punktarnir eru þeir að þú getur ekki gert neitt eins vel og þeir classar sem snúast kringum Healing/Hand to hand/Long range/Area of effect/buffs og slíkt.
Þetta gefur shaman þann möguleika að geta notað þá abilitys sem eiga við, í hverjum fight.
Góður shaman spilari getur oftast “paper/rock”
“Rock/Scissors” annan class.
Málið er bara að læra vel á klassinn.
Það eru alls ekki margir sem nota alla abilitis hjá shaman og ef þeir vita ekki hvað á við, við hvert fight þá verða þeir aldrei mjög góðir.
Shaman hefur einnig annan stóran kost.
Fólk þekkir ekki classinn nógu vel hjá alliance.
Paladin er einfalt að læra á, en shaman þá hefur fólk ekkert duel experience frá lærri levelum til að læra á hvernig eigi að fighta hann, ásamt því að shaman er það breytilegur í spilun að það eru fáir shamans sem pvpa eins og með sömu abilities.
Þetta er stór factor og ég sé það oft í pvp hvað fólk veit ekkert hvað borgar sig að gera, þegar maður veit að maður hefði getað steindrepið sjálfan sig í hans sporum.
- Kill Points -
Í group pvp er shaman ekki mjög öflugur, hann hefur einn spell fyrir area effect, það er að segja chain lightning, en það er mjög erfitt að nota hann ef fólk er dreift.
Ef shaman klárar manað sitt þá er hann ekkert annað en lélegur tankur og fáir shamans virðast temja sér það að eiga smá reserves.
Ég persónulega í pvp stefni beint á wizardana eða priesta, sem ég get actually hand to handað að ráði og haldið þeim innan range með frost shock.
Best væri að sheepa shammy í byrjun eða roota og tankarnir fari í hann.
Ef þið gefið manni tækifæri þá getur maður damage outputað vel, lifað gegnum einn tank á sér í góðan tíma og tætt cloth casters í sig.
Málið er bara að í group, þá getur tankur tankað betur, mage getur area effectað betur, og rogue getur massdamagað betur.
Shaman getur ekki einbeitt sé að þessu öllu í einu, hann pretty much verður að velja sér eina leið í fightinu.
Þetta ásamt ekkert mana = lélegur tankur, er aðal veiki punkturinn við shaman.
- My way -
Þegar ég duela shaman, þá skelli ég venjulega niður mjög low lvl drasl totems í byrjun, shamans vita betur hvað totem eru og hve hættuleg þau geta verið.
Hann eyðir þarna höggum í eitthvað sem er instant cast með smá timer sem kostaði mig nánast ekkert mana.
Damage over time strax, og halda því síðan uppi eins og ég get, held svo í manað og hleyp í gegn um og hringinn í kring og slíkt, (like any fight)
til að reyna að fiska fleirri högg en hann nær.
Ef hann er að outdamaga mig þá skelli ég damage shocks inn, þangað til hann eða ég þarf að heala.
Byrja á healing potion einfaldlega vegna þess að ég vill að hann byrji á því að heala með spell ekki ég.
þegar hann byrjar að heala þá shock silenca ég, geri þar góðan skaða, næ inn einu höggi, hann byrjar aftur að heala, þá stompa ég næ inn öðru höggi, hann byrjar aftur að heala eða drekka potion, þá shock silenca ég aftur, og næ inn tveimur höggum áður en hann nær að skella healinu í gang.
(Ef hann er ennþá á lífi) Þetta er venjulega nóg til að annað hvort swinga fightinu mér í vil eða drepa hann.
(Smá dæmi saga: Ég var að hunta í Stone Talon þegar druid, 2 lvlum hærri (25-27 eða svo) réðist á mig í cat form þegar ég var með hálft health að fighta mob. Ég stompaði, hljóp út úr range hjá mob og náði heal í gang. Druidinn hand to handaði mig í cat form meðan ég gerði það sama ásamt shock á nokkra sekontna millibili.
To finish the story, hann dó mjög fljótt.
Þetta er bara klassískt dæmi um fólk sem fer svo á forum að væla um hvað class sé overpowered.
Hefði hann einfaldlega haldið sig frá, nukað og rootað mig svo þegar ég hefði reynt að hlaupa frá mobinu hefði ég verið steindauður á innan við 5 sek)
<Spáið aðeins í hvað þið eruð að gera, hvernig þið byrjið fight á móti hvaða clössum og slíkt, búa jafnvel til ability formúlur…
“Á móti rogue byrja ég á Dot, Stunna svo….. And so on”>
Jæja sorry fyrir enskusletturnar, vona að þetta gagnaðist einhverjum og stoppi aðeins þetta “Nerf” kjaftæði alltaf.
Það er sumt sem má laga eins og frostshock slow timer og slíkt en ef litið er á heildina þá er þetta ekkert það unbalancað, sumir classar munu alltaf vera aðeins betri í vissum aðstæðum, t.d. pvp, og vissum aðstæðum í pvp, t.d. 1 vs 1.
www.Zoochosis.com
#Zoa
(ef fólk vill idla/spjalla)
Túdlez!
Ebeneser