Ég verð nú bara að fá að hneikslast svolítið…
Afsakið mig en maður verður pirraður…
Ég ætlaði nú í sakleysi mínu að kaupa mér WoW í skeifunni í dag en var mér þá sagt að hann væri uppseldur. Jújú, maður mátti svosem búast við þessu, en hvurlsags hálvitar eru þeir nú í markaðssetningu að panta bara 900 eintök þegar pre-order talan er þegar komin upp í 700?!? Hvað, vissu þeir ekki að þetta yrði svo vinsælt eða? Rétt eftir að mér var vísað frá með mjög svo æfðri ræðu um að pre-orderistarnir hefðu forgang þá kom einn svoleiðis með kvittun og honum var réttur pakki með bros á vör… Ég skil nú samt alveg að þeir sem voru með pre-order hafi forgang og eigi meiri rétt á þessu, en samt pirrar mig að allir hinir hafi verið skildir útundan vegna þess einfaldlega að ekki haf verið pöntuð NÆRRUM því nóg af eintökum til að seðja losta/þorsta allra Wow-inga landsins. Ég verð nú bara lýsa yfir vonbrigðum mínum á BT og öllum hinum lúðunum(eins og t.d. Elko) sem gerðu þessi mistök að kaupa svona fá eintök.
Annars samgleðst ég öllum pre-orderistunum sem eru komnir með leikinn. Skemmtið ykkur vel. Afsakið nöldrið mér en þetta bara varð að koma út.
Takk, Ég…