Mig langaði að taka mig til og skrifa eina stutta(sem varð svo lengri) grein um honor kerfið sem mun vera í World of Warcraft, það eru örugglega þó nokkrir sem vita ekki hvað þetta er, þar sem að þetta kerfi var ekki í betunni(allavega svo ég viti). Hér mun ég segja frá kerfinu, og hvaða áhrif það hefur á spilara sem nýta sér það. Þeir sem eru orðnir þreyttir á því að vera gankaðir í miðjum fight við skrímsli, eða verða drepnir af gaurum sem eru á mikla hærra leveli, þá munu þeir vilja vita af þessu. Honor kerfið var sett upp af Blizzard til að svara öllu þessu, öllum gaurunum sem drepa á óheiðarlegan hátt.
Kerfið virkar þannig að hægt er að vinna sér inn svokallaða honor punkta, bæði jákvæða og neikvæða. Ef við segjum að ég væri t.d. að spila á level 30 og svo kæmi level 50 gaur og dræpi mig, myndi hann ‘vinna’ sér inn neikvæða punkta, og hefur það áhrif á XP þegar lengra er haldið með þessum hætti. En hins vegar, meðan maður er að drepa gaura sem eru á svipuðu leveli eða á hærri levelum, þá fær maður jákvæða punkta.
Ef einhver leikmaður væri að einbeita sér að drepa bara low-level gaura, þá fengi hann eins og ég sagði, bara neikvæða honor punkta. Og ef hann gerir of mikið af þessu, byrjar hann að missa XP(sem enginn vill), og svo getur hann líka misst reputation fyrir að drepa gaura sem eru í einhverju sérstöku factioni(en þá missir hann bara rep hjá því factioni). Nú hugsa örugglega einhverjir… hvaða máli skiptir reputation? Nú, ef maður minnkar í reputation hjá einhverju factioni/liði(þ.e. á einhverju svæði, t.d. Teldrassil) þá hættir maður að geta verslað við vendora, svo getur maður einnig orðið svo kallað KOS(kill on sight) hjá sínu eigin liði þegar maður er kominn enn neðar, semsagt þá reyna allir að drepa mann og þá er verið að tala um NPCa líka! En þá þarf maður reyndar að hafa verið búinn að drepa frekar mikið af playerum á óheiðarlegan hátt.
Nú, ef spilarinn drepur playera sem eru á svipuðu lvli eða á hærri lvlum, þá fær hann jákvæð stig, eins og ég tók áður fram. Ef þetta gerist á hann möguleika á því að uppgvöta leyni-merchanta sem eru á einhverjum sérstökum stöðum í heiminum, en þetta gerist aðeins þegar reputation stigin eru komin mjög hátt og samkvæmt WoW Strategy guidinum þá eru aðeins fáir sem komast að þessu. Annars er aldrei að vita, en áður en maður kemst að þessi leyni-merchanta dæmi, verður maður ‘honored’ sem þýðir 10% afsláttur hjá vendorum, sem er bara mjög fínt.
Svo er einnig minnst á í sama dálki(bls. 184) í strategy guidinum að hægt verður að næla sér í quest, sem að verðlauna playerum sérstaka titla, fyrir framan nafnið sitt. Ég hef ekki kynnt mér hvers konar titlar það eru, en eru þeir samt örugglega þess virði að berjast fyrir, mjög góð leið til að ná sér í virðingu að ég held, en þau quest munu nú samt örugglega vera soldið strembin.
Ég vona að þessi grein hafi hjálpað ykkur að skilja honor kerfið og allt í kringum það(þó ég hafi farið soldið út í reputations =), en ég keypti mér strategy guidinn fyrir stuttu og fannst ég verða að skrifa grein upp frá henni(samt ekki beint).
Þeir sem eiga bókina geta fundið þetta á bls. 21(reputations) og 184(honor kerfið) – Þeir sem eiga hana ekki, geta fengið hana í BT á 2,499 krónur, virðist soldið dýrt, en er þess virði. Bókin er 430 bls. og inniheldur öll item, öll quest, öll creeps, öll svæði, öll details. Allt sem þú skilur ekki við leikinn… allt… Ég get lofað þér því, að ef þú ert að fíla leikinn og veist að þú átt eftir að spila hann gífurlega mikið næstu mánuði, þá áttu ekki eftir að sjá eftir að kaupa þetta. Og nei! Ég fæ ekki borgað fyrir að auglýsa þetta!
Jæja, þá segi ég bara takk fyrir mig og helst engin skítköst á staðreyndarvillur eða mistök í textanum, ef þið komist að villum þá megið þið bara láta vita. Flest er tekið úr bókinni, en svo er líka eitthvað smotterí sem ég lét inn sem ég hef lesið á netinu hér og þar.
Svo í endann ákvað ég að taka reputation table-ið og setja það með greininni:
(Þessi texti er tekinn beint uppúr bókinni)
Reputations:
Condition – Effect
Exalted – The highest level of reputation a player can achieve with a faction
Revered – Special reputation level reserved for special heroes
Honored – 10% discount on bought items from vendors
Friendly – Standard reputation level for factions on a player’s team
Neautral - Standard reputation level for factions not on a player’s team that are not KOS
Unfriendly – Cannot, buy, sell or interact
Hostile – KOS
Hated – Target tries to kill you on sight, enemy factions are set to this rank
Hugtök sem eru notuð í textanum:
Gank = Að verða fyrir árás af öðrum leikmanni, meðan maður er að reyna að drepa NPC skrímsli(mobs) eða þegar maður er AFK eða er bara að sinna einhverju öðru. Þetta er líka notað þegar high-level gaurar drepa gaura sem eru á lægra leveli.
Mob = Mobs eru allir characterar í leiknum sem eru stjórnaðir af tölvunni(eða í raun servernum), þ.e. kallar sem enginn leikmaður stjórnar(þýðir eiginlega sama og NPC - á samt frekar við um óvini).
Faction = Hlið, lið – Alliance eða Horde, nær líka yfir samfélag á tilteknu svæði.
Vendor = Merchantar, NPCar sem eru dreifðir um heiminn og selja og kaupa af þér vörur.
KOS = Kill on sight, svona eins og er á milli Horde og Alliance. T.d. ef vörður sér þig, þá reynir hann hiklaust að drepa þig
NPC = Non-playing character, þetta er notað yfir persónur sem enginn stjórnar nema tölvan(t.d. verðir, vendorar og bæjarfólk).
Creeps = Sama og Mobs
Tengdir linkar: www.worldofwarcraft.com og http://en.wow-europe.com
Takk fyrir,
Steinþór.