Ég veit ekki, kanski ætti þetta frekar heima sem korkur en þar sem ég hef ekkert að gera [final beta serverar niðri þá bara ætla ég að gera þetta :]
Orustan um Thunderbluff.
Í dag, 28 janúar, gerðist nokkuð á PvP server evrópu betunnar sem ég hef aldrei lent í áður í þessum yndislega leik okkar, um það bil 60 eða fleirri alliance kumpánar, allir vel yfir level 40 tóku sig til og réðust á heimaborgina mína sem heitir því fagra nafni: Thunderbluff. Ég komst að þessu einna fyrstur og var þar allan tíman og það fyrsta sem ég gerði þegar ég sá þá ótrúlegu sjón, 20 allied gaurar að taka lyftuna upp, var að öskra eins og ég gat á alla þá sem voru í þessu zone, á alla sem voru á friends listanum mínum og skella mér inn með characterum sem voru í öðrum zones og gera slíkt hið sama þar, “Thunderbluff is under HEAVY attack!! over 50 Allied high lvl players!”
Það Þurfti ekki að bíða lengi allir sem vetlingi gátu valdið, lvl 1-60 þustu til bjargar og áður en ég vissi af var thunderbluff farið að fyllast af horde gaurum sem allir voru tilbúnir að verja þessa borg okkar með lífi og limum, en það bara gekk ekki, Alliance gaurarnir voru einfaldlega of margir og það virtist vera við ofurefli að etja, en þá gerðist þó nokkuð mjög magnað. Alliance gaurarnir söfnuð á hinu svokallaða “High Rise” í thunderbluff, fyrir utan aðal foringjann okkar, Cairn Bloodhoof (minnir að það sé nafnið) og það var mögnuð sjón, ég styllti mér upp fyrir framan Cairn og öskraði eithvað í djóki, “YOU SHALL NOT PASS”, sem mér fannst fyndið en svo áttaði ég mig á að þeir skildu ekki baun..
Ég tók síðan eftir því að ég var einn, ekki einn einasti annar horde gaur á staðnum. Ég tók mig því til í gríni og reyndi að roota einn lvl ?? Night Elf hunter sem svaraði fyrir sig, vildi ekki betur til en svo að hann olli dauða alls liðs síns þar sem Cairn er góð vinur minn stökk hann til og þusti mér til bjargar og lamdi aumingja Night Elf kumpánann niður í örfáum höggum, svo varð allt vitlaust, ALLIR Allied gaurarnir réðust á Cairn sem spawnaði uþb 6 verði með sér og bardaginn var svo ótrúlega flottur að ég fékk tár í augun.
Á sama tíma birtust Horde gaurar sem höfðu nýlega verðið að lenda og komu aftan að Allied skaranum, Valtaði Cairn gjörsamlega yfir alla durgana eins og hann væri að höndla lvl 1 gaura og á endanum var ekkert eftir nema tvístraður hópur af grátandi gnomes og álfum. Horde tók svo borgina og rak restina af þursunum út og hélt auðveldlega aftur af frekari árásum.
Það Sem kom mér virkilega á óvart við þessa orustu voru nokkrir hlutir t.d það fyrsta var skortur á laggi, ég gat algerlega og auðveldlega fylgst með hvað var að gerast og ég var þarna allan tímann, allt frá því að það voru 70 allied gaurar og til það var svaka orusta milli allra, Cairn og Alliance og Horde gauranna án þess að taka eftir að leikurinn laggaði (of) mikið.
Annar hlutur, ég er lvl 28 þarna og ég hjálpaði virkilega til, Fljýandi high lvl allied gaurar voru rootaðir af Entangling Roots, ég fyllti lífið hjá lvl 60 Shaman með nokkrum healing göldrum og fleirri, lvl 30 gaur deyr kanski virkilega fljótt gegn lvl 60 brjálæðingi en hann GETUR hjálpað til, sem mér finnst geðveikt og verður much appreciated þegar battlegrounds koma inn í leikinn.
Í lokinn get ég bara sagt að ég vorkenni öllum þeim sem ekki eru á PvP serverum því ég hef ekki gert skemmtilegri hlut um ævina heldur en að taka þátt í þessu :) Ég elskaði þennan leik fyrir en vá, þetta er yndi. Get ekki beðið eftir Battlegroudns og góða nótt :]