Nú las ég áhugaverða grein á WorldofWarcraft.com forums sem mig langar að tala um hérna, en þar var einhver að tjá sig um ókosti þess að bags sem gerðir eru af tailors séu ekki Bind on Equip.
Fyrst þegar ég sá þetta hugsaði ég “Ha? Bags BoE? Er maðurinn fáviti?” en eftir að hafa lesið greinina sá ég að þetta meikar gríðarlega mikið sense.

Byrjum á að skoða hvernig hagkerfin virka í MMORPG leikjum: Ólíkt hagkerfum í real-life þá verða peningar til úr engu í MMORPG leikjum, og hafa stjórnendur leikjanna litla stjórn á því hversu mikill peningur kemst í umferð vegna þess að spilararnir sjálfir búa til peninginn með því að eyða mismiklum tíma í leikinn.
Þetta hafa margir leikir “lagað” með því að láta leikmenn eyða pening í hina ýmsu hluti (kallaðir money sinks, s.s. að láta leikmenn borga meira og meira fyrir repairs, mount og reagents svo dæmi séu tekin) svo að innstreymi penings sé ekki miklu meira en útstreymi þess. Ef það hinsvegar gerist að innstreymið verður miklu meira en útstreymið myndast verðbólga sem gerir það að verkum að peningar verða minna og minna verðmætir, og verð hækkar upp úr öllu valdi.
Flestir leikir hafa reynt að sporna við verðbólgu, en yfirleitt verður hún samt alltaf, bara í mismunandi miklum mæli.

Ok, þetta á við um peninga í MMORPG's, en á þetta ekki líka við um hluti? Eftir því sem líður á leikinn finnast fleiri og fleiri hlutir, og ef leikmenn geta selt öðrum leikmönnum hluti sem þeir eru hættir að nota þýðir það að hlutir hverfa aldrei úr leiknum heldur safnast bara upp, og verða verðlausar og verðlausari.
Blizzard áttuðu sig á þessu og komu með frábæra lausn: Bind on Pickup og Bind on Equip. Þetta þýðir annarsvegar að þú átt ekki Bind on Pickup hlut nema þú hafir sjálfur unnið fyrir honum, og líka að uncommon, rare og epic hlutir sem þú ert hættur að nota hverfa úr leiknum, en fara ekki í hringi og safnast upp þangað til ekkert nema allra allra bestu hlutirnir eru einhvers virði (sem er raunin í nánast öllum MMORPG's sem hafa verið til í nokkur ár).

Þetta move sem Blizzard kom með var frábært, en afhverju ekki að láta þetta gilda um bags?
Skoðum aðeins hvernig þetta virkar núna: Tailor býr til bag, og selur einhverjum hann. Sá notar hann í einhvern tíma þangað til hann kaupir sér annan bag, en afþví bags eru ekki BoE þá getur hann einfaldlega skellt gamla baginum upp á AH, og jafnvel undirboðið alla tailors sem eru að selja bags því hann vill bara losna við hann.

Eftir bara 2 mánuði af US version hefur verð á bags hrunið niður úr öllu valdi vegna þess að bags fara aldrei úr umferð. Þeir halda bara áfram að velkjast í kerfinu, og fara milli manna meðan fleiri og fleiri bags eru búnir til. Þar sem tailor græðir (græddi?) mest á því að búa til bags sé ég alveg að tailoring verði algjörlega useless tradeskill eftir svona 1-2 mánuði í viðbót, nema Blizzard sýni crafted armor og weapons ástina sem þessir hlutir þarfnast, því eins og er þá standast þeir droppunum ekki snúning.

Jæja, ég er hættur að röfla…

Zedlic