[WoW] Battlegrounds - hluti 2/2

(lauslega þýtt af www.worldofwarcraft.com)

Alterac Valley er zone fyrir high lvl spilara, þ.e. þeir sem hafa náð lvl 60 eða nærri því. Til að þóknast lægri lvl spilurum munu vera fleiri low lvl Battlegrounds, en í byrjun verða það eingöngu mjög high lvl spilarar sem geta barist í Alterac Valley.

Til að koma í veg fyrir að svæðið verði krökkt af hundruðum spilenda - þannig að tilfinning, að maður sé að gera virkilega e-ð gagn, hverfi - verður sett þak á fjölda spilenda hjá hvorum aðila. En sú tala mun vera breytileg, þar sem Blizzard menn ætla að fylgjast með þróuninni til að fá sem jöfnustu og sanngjörnustu orrustu milli Horde og Alliance.


Victory Conditions

Æðsta markmiðið er að fella herforingja andstæðingsins og eyða aðal-herstöðinni hans. Mörg mismunandi quest og verkfæri verða til boða til að auka herkænsku og taktík í leið sinni að sigri.

Annar aðilinn gæti farið þá leið að ráðast beint inn á óvinasvæðið og þar af leiðandi fyrst á fremstu herstöð óvinarins. Þessi aðferð mun verða erfið þar sem stöðin er varin af fjölda NPC's á levelum í kring um lvl55, auk elite commander herstöðvarinnar og elite vörðum hans. Ofan á allt þetta verða tveir varðturnar sem skjóta á alla óvini sem koma nálægt.


Turnar

Turnar eru hugsaðir eingöngu sem varnarlegs eðlis, varðir af nokkrum NPC guards. Setuliðið er útbúið einstaklega long ranged bogum eða byssum. Einnig munu turnar láta örvadrífu rigna yfir óvininn og sá aðili sem ræður yfir turninum hefur tölvuvert forskot í baráttunni.

Líkt og graveyards eða námur, er hægt að ná yfirráðum yfir turnum. Stóra flaggið á toppinum gefur til kynna hver stjórnar honum. En sömu aðferð og var notuð í grafreitum, er beitt til að ná turninum, þ.e. að rífa niður flaggið (hægri-smella á það). Við það birtast þínir eigin NPC hermenn sem ráðast á eftirlifendur óvinarins. Þegar spilarinn hefur náð algerum yfirráðum yfir turninum, mun hann fá supporting firepower frá turninum sjálfum.

Ef spilara tekst að fella elite camp commanderinn, alla NPC's og reka alla óvinni á bak og burt, er verkinu enn ekki lokið. Til að gulltryggja yfirráð yfir svæðinu þarf að taka nálæga graveyards og aðra turna. Þar með er allt svæðið umlukið friendly NPC's og spilarinn er skrefinu nær að ráðast inn í strongholdið.


Taking the Main Base

Ef spilara fannst erfitt að ná yfirráðum yfir forward base óvinarins, þá á hann ekki von á góðu að ná „the main base“. Þar er high lvl elite general, sem verður sterkari en camp commanderinn og fleiri elite verðir og NPC defenders. Að auki verða tveimur fleiri turnar til að verja svæðið. Ef þessi general fellur, mun umlykjandi svæði standa í ljósum logum. Eftir því sem fleiri byggingar verða eldsvoðanum að bráð, því nær verður spilarinn að ná yfirráðum yfir allri main base-inni og þar af leiðandi yfir öllu Battleground líka. Sá aðili sem sigrar mun fá sigurinn skráðan og því fylgja honor points sem allir þátttakendur í sigrinum fá.


Endurreisn (rebuilding)

Battlegrounds virka þannig að orrustan þar inni heldur áfram, þrátt fyrir að sigurvegari hafi verið krýndur. Næstu klst eftir sigurinn hefur sá sem tapar enga NPC og því auðvelt að explora svæðið og læra betur á það. Óvinurinn á þann kostinn greiðan að resurrecta í göngunum við rauða portalinn sem liggur inn á Battleground svæðið, en þar sem allt svæðið er undir yfirráðum sigurvegarans er það ekki fýsilegur kostur. Því þarf sá sem tapar að bíða eftir að main base endurreisi sjálfa sig.

Stuttu eftir sigurinn byrjar aðal herstöðin að endurbyggja sjálfa rólega en spilarar geta flýtt því ferli verulega með því að ná aftur nálægum námum og flytja nauðsynjar á milli hennar og stöðvarinnar. Sigurvegarinn getur ekki komið í veg fyrir að stöðinn endurbyggi sjálfa sig en getur hindrað að óvinurinn nái námunum. Þegar stöðin er fullbúin, birtast aftur fyrrnefndir NPC defenders og generalinn með sínum elite guards og baráttan hefst að nýju. En allar námur og turnar eru enn undir yfirráðum sigurvegarans og óvinurinn þarf að vinna hörðum höndum að ná þeim aftur.


Player vs Player (PvP) quest

Blizzard vill tryggja að á Battlegrounds sé besta taktíkin EKKI að rusha og storma á forward bases. Til þess hafa þeir útbúið PvP-quest til að auka herkænsku og barist verður á fleiri vettvöngum en á orrustuvellinum sjálfum.

Fyrsta questið (og hægt er að endurtaka það oft) er að drepa óvininn og safna merkjum (insignias) af þeim. Þegar þú kemur til baka í main base með merkin, eykst reputation meðal orcanna/dwarfanna sem eiga heima þar. Að launum færð spilarinn sérstakt „glingur“ (trinket) sem upgradeast í hvert sinn sem orðsporið hækkar um lvl (t.d. úr friendly yfir í honored). Einnig má auka reputation með öðrum questum. Þegar menn eru orðnir með mjög mikið reputation, geta þeir kallað á cavalry charges eða air strikes.

Annað quest er að ná yfirráðum á nálægri námu. Ólíkt turnum og grafreitum, nærðu henni ekki með því að ná flaggi, heldur þarftu að drepa leiðtoga grúppunnar sem verndar hana. Inni í námunni má finna vistir og questið gengur út að ná ákveðnum fjölda kassa og færa aftur heim. Þegar því er lokið, fá allir NPC hermennirnir upgradeuð vopn og armor og hækkun á lvl. Fleiri slík upgrade-quest eru til boða og hafa svipuð áhrif þegar þeim er lokið. T.d. að stela supply crates frá óvininum og nota það á þína eigin hermenn.

Enn eitt dæmið um quest er að stelast í herstöð óvinarins og frelsa þaðan þrjá „flugmenn“. Ef það heppnast, heyrir sá aðili í flautum sem gefur til kynna að nú hefur hann þrjú air strikes til umráða (Griffons hjá Alliance en Wyverns hjá Horde).

Loks er það aðal- og áhirfamesta questið, en það er að safna blóði af hundruðum föllnum óvinum (því þurfa tugir manns að hjálpast að). Horde spilarar koma því til shamansins í aðal herstöðinni og þá getur hann summonað Ice Lord Elemental sem ræðst á herstöðvar óvinanna (sjá hluta 1/2). Hjá Alliance þurfa spilarar að safna anda fallinna óvina og færa aðal druidnum það. Hann summonar Ancient of War sem ræðst á Horde baseina. Bæði Ice Lordinn og Ancientinn eru óhemju öflugir og því mjög mikilvægt að ná að summona þá.


Önnur quest

Fleiri neutral quest má finna í Alterac Valley sem gefa vel af sér til þeirra sem klára þau á undan. Dæmi um það er grúppa sem biður mann um að endurheimta All-Seeing Eye, sem einhver elite troll stálu og fluttu með sér í íshellinn sinn. Ef maður nær því af þeim og skilar því, leyfir hann manni að nota það og sendir nokkra af hermönnum sínum til að berjast manni við hlið. Það sem gerir þetta quest sérstakt, er að um leið og þú tekur upp All-seeing Eye, byrjar ára að glóa sem allir geta séð. Þannig getur óvinnurinn drepið þig og lootað og klárað questið.

Öðrum neutral NPC, goblin engineer, er haldið sem fanga í ice troll helli. Ef þú frelsar hann og fylgir honum í stöðina þína, fer hann í lið með þér og gefur þér annað quest. Það felst í að ná í efni og tól til að búa til sérstaka war machine, svokallaðan „Shredder“ sem berst með þér.

Þetta eru bara örfá dæmi um quest sem auka líkurnar á sigri fyrir þann aðila sem klárar þau.


Niðurstaða og framhald

Nú er orðið ljóst hvað þarf til að ná sigri í Alterac Valley og möguleg hjálpartæki til þess. Þegar þessi Battlegrounds eru nokkurn veginn fullbúin, mun Blizzard snúa sér að „PvP Honor system“, þ.e. að hækka í tign og verðlaun fyrir þá sem eru hátt settir hjá hvoru factioni…

… en meira um það síða