Hér í þessari grein ætla ég að reyna að segja frá styrkleikjum hvers class í player vs. player, ég þekki ekki alla classana 100%, en hef spilað með þeim öllum í hóp, og ef að það er eitthvað sem einhver vill laga, endilega bæta því inní með áliti.
Druid: Þessi class er frekar all around, þess vegna ef þú ert að fara í pvp er hann ekki beint besta valið, eina sem að virkar almennilega í pvp með druid er caster formið(ekki dýra forms, því þau eru einfaldlega ekki eins góðir og aðrir classar, t.d. björninn ekki jafn góður og warrior), á móti melee classes getur druidinn verið svoldið sterkur, vegna hæfileikans að festa óvininn í stað með entangling roots, og hann getur skotið hann niður með nukes á meðan, en oft lendir grey druidinn í því að vera ekki búinn að klára andstæðinginn áður en mana er búið, þess vegna mæli ég ekki með druid fyrir pvp.
Hunter: Enn og aftur er svoldið skæri steinn blað í gangi, hunterinn er ekki effective nema að hann haldi sér í range, þess vegna er hann frekar góður á móti melee classes, því hann getur vel haldið sér í range, petið er oftast ignorað í pvp, og þess vegna getur hann ekki haldið sér í range með því að nota petið, og á móti mages er oftast bara polymorphað petið/hunterinn og klárað hann, oft segir fólk að hunterinn sé mage slayer, sem að hefur reyndar ekki reynst satt, því að maginn er ennþá betri að halda sér í góðu range en hunterinn, og getur þess vegna haldið sér í semi-range, þar sem að hunterinn getur ekki notað melee vopn né notað ranged vopnið sitt, sem gerir hann mjög weak á móti classes sem geta stjórnað range betur en hunterinn. Þannig að ég myndi segja að hunterinn vinnur mjög mikið eftir hvaða class hann er að keppa á móti.
Mage: Getur stjórnað bardaganum mest af öllum classes, ertu að keppa á móti melee class?… einfaldlega bara að kite-a hann til helvítis, mage hefur næga spells til þess að sjá til þess að hinn getur ekki snert þig, ef að hann kemur nálægt þér áttu nóg mikið af instant spells til þess að geta nukað hann niður áður en hann nær að drepa þig, bless bless melee classes, En…. Paladin getur orðið algert helvíti fyrir mage, þetta ótrúlega ability að lifa lengur en allt, lætur magina oftast enda á því að klára mana, það þarf að kunna mjög vel á mage-ina til að geta drepið paladin.
Á móti ranged classes(reyndar bara hunter) ertu í bestu stöðu ef þú ert frost mage, með lítið cooldown á frost nova hjá þér, og þú einfaldlega festir hann í stað, svo hann getur ekki hreyft sig, polymorphar hunterinn eða petið, verður í range þar sem að hunterinn getur ekki gert neitt dmg á þig, fer reyndar svoldið eftir hvor nær first hit hvort að mageinn getur haldið honum í range fyrir sig, en ef það mistekst, ertu dauður á móti hunternum.
á móti öðrum casters verður dæmið svoldið flóknara, því að þá skiptir range control miklu minna máli, og þá koma skyldirnir, instant spells, dampen magic, og remove curse inní, á móti warlock er málið einfaldlega að ignora petið og klára hann með instant spells, en samt muna að vera búinn að gera dampen magic, og ef hann er að reyna að koma einhverjum leiðinlegum curses á þig, þá removarðu bara curse-ið í burtu með remove curse spellinum, þú verður að reyna að klára warlockinn fljótt áður en að þú ert dauður útaf damage over time, ekki hika við að nota mana shield því að bardaginn á eftir að reynast stuttur ef þú vilt vinna.
Á móti priest er málið svoldið flóknara, þar sem að ég myndi segja að priest og mage eru flóknustu classarnir, ég myndi segja að fólk ætti að kynna sér hæfileikana hjá priest og mage vel, til að geta unnið bardagann á milli þessa tveggja. Mage getur stjórnað bardaganum vel í sinn vil, og er þess vegna mjög sterkur pvp class.
Paladin: Þú ert eins og köttur, þú ert með 9 líf, en þú getur ekki gert mikinn skaða, í raid pvp ertu oftast ignoraður, því þú getur ekki gert beint mikið gagn þar sem að þú ert tank og enginn attackar þig og þú gerirð lítinn skaða, mesta sem þú gerirð er að standa og gefa frá þér aura, og remova slæma buffs á vinum, en hins vegar í solo pvp er paladin mjög sterkur, í 1 on 1 vinnur hann nánast alltaf þar sem að á móti warrior lifir paladin miklu lengur, og warriorinn getur ekki healað sig og þannig drepur paladin-inn warriorinn með tímanum, á móti casters getur hann lifað svo lengi að casterinn klárar einfaldlega mana-ð, eini vandinn fyrir paladin myndi ég segja vera hybrid calss eins og shaman, þar sem að hann removar possotive buffs af paladin, hægir á honum(paladin getur eytt seal til að taka hraða hæginguna í burtu, en þá getur hann ekki notað sealið í neitt annað og verður weak), en skilled paladin getur drepið shaman með nokkrum erfiðum.
Priests: Shadow priestinn er oftast kallaður king of pvp, þar sem að það er algert helvíti að drepa hann, hann getur sett skjöld á sig á 15 sekúndna fresti, og getur hann enst frekar lengi, og með skyldinum og nokkuð flottu damage gerir hann að sterkasta pvp classanum, í solo gerir hann þessa aðferð, í raids/groups er hann supporter, oftast drepinn fyrst, en til að vernda sig hefur hann psychic scream sem lætur 3 óvini hlaupa í burtu í ákveðinn tíma, getur gert fullt af skjöldum og healað sig, sem lætur hann lifa mjög lengi þangað til hann er búinn með mana. Mjög sterkur pvp class, ef ekki sá besti.
Rogue: í lvl 1-40 er rogue sennilega skemmtilegasti classinn í pvp, hvað er ekki skemmtilegra en að ráðast á óvininn óviðbúinn úr stealth?… með mikinn skaða og hinn er ekki kominn með einu sinni alla abilities á þessum lvls, en hins vegar á lvl 40 fá margir classar nýja hluti, armor, eða einvherja flotta skilla. Þetat gerir hins vega rogue ekki, og í raids/groups velur rogue oftast weak targets, því hann er mjög snöggur með þá, en hann verður frekar weak á móti same lvls af öðrum classes þegar kemur að hærri lvls. Skemmtilegur í pvp, góður á móti lélegum players, en í high lvls er frekar erfitt að spila hann í pvp.
Shaman: Getur spilað í hvaða kringumstæðum sem er, gerir hann góðan á móti mage sem oftast reynir að stjórna kringumstæðum sér í vil, en hann virkar oftast vel alls staðar. Með ágætum healing abilities, nokkuð góðu nuke og slow, gerir shaman að mjög sterkum class í pvp.
Frekar mikil blanda af öllu hinu, ég get ekki fundið marga veikleika á þessum class, og styrkleikinn hans er hvað hann á fáa veikleika.
Warlock: Mjög flókinn class í pvp, maður heyrir einn segja að hann sé herfilegur, annar segir að hann sé imballanced, í solo pvp getur warlock reynst mjög sterkur, með dmg pet, og dot, oftast frekar weak á móti classes sem drepa mjög hratt, þar sem þeir ignora einfaldlega petið og drepa warlockinn sjálfan, frekar flókinn class að pvp-a, og þess vegna hægt að segja lítið hvernig bardaginn myndi fara hjá warlock.
Warrior: Ekki beint besti pvp classinn í dag, hann getur ekkert stjórnað hvernig bardaginn heldur sig, eiginlega eina sem hann gerir er að slá, hann getur ekkert tauntað players eins og þeir gera við creeps, og það gerir hann sennilega að einum versta pvp classinum.
Þetta er svona smá leiðbeiningar um hvaða class fólk ætti að velja ef það vill fara í pvp, endilega segið ykkar álit, ef að ykkur finnst ég hafa eitthvað rangt fyrir mér, eða eitthvað annað, vona að þetta hjálpar :)