Þessi grein er líka á http://asnalegt.net/wow, og það var ég sem skrifaði hana. Nickneimið mitt ER Grallari, og Gandur er eldgamalt *bros*.
Þegar US open betan byrjaði, þá skráði ég mig og fékk aðgang. Notendanafnið mitt var Grallari, og kallinn minn hét Tolin. Hann var dwarfen Paladin.
Að sjálfsögðu þá byrjaði ég í Dun Morogh eins og fleiri af sama kyni og ég, og það mun vera rosalega stórt svæði hulið snjó og fleiru slíku. Ég byrjaði að drepa úlfa og svoleiðis þangað til að ég komst í bæ sem hét Kharanos. Það var fyrsti “bær” eða “þorp” sem að ég sá, og gerði ég mörg quests þar. Þegar ég var kominn á lvl 8, þá var ég questin og skrímslin þarna vera orðin aðeins of létt fyrir minn smekk, svo að ég ákvað að fara til Ironforge, og ÞVÍLÍK borg var það. Ég sá allar borgirnar, og skoðaði þær bak og fyrir þennan stutta tíma sem ég gat, og Ironforge er LANGFLOTTUST.
En allaveganna. Ég var að skoða Ironforge, þegar ég kem að stað sem heitir Tinkertown, og er svona gnome territory inní Ironforge, og þar inni var hægt að fá hraðan tilflutning til Stormwind, human borgarinnar. Ég skoðaði hana auðvitað, og hélt svo áfram inní Elvynn forest. Og þessi leikur hætti aldrei að koma mér á óvart, vegna þess hve ótrúlega flottur hann var. Maður fær aldrei leið á því að spila hann. Það er eins og það séu bara svona hlutir eins og að labba um sem að maður hhefur gaman af, eitthvað sem að myndi aldrei virka í sumum leikjum. Þarna var ég að gera quest, þangað til að ég komst á lvl svona 20, gerði nokkur elite quests, og slíkt. Ég ferðaðist um svo stórt svæði á þessum tíma sem að ég var að spila að það er bara fáránlegt, og ég naut þess, hverja einustu mínutu sem að ég var að spila. Mest man ég þó eftir stað sem heitir Loch Modan, og þar hékk ég í nokkra daga, vegna þess hve ótrúlega flott það svæði er, með mörgum ótrúlega svöum questum og fleiru slíku. Svo þegar leið undir lok US open beta testsins, þá fór ég ásamt nokkrum vinum inní Horde territory, til að prófa að PvPa smá, og við fengum það, ójá. Verst að það voru svona lvl 60 gaurar sem voru að verja staðinn sem að við vorum að reyna að drepa PC's á, þannig að þeir flútu alltaf um leið og við vorum alveg að fara að drepa þá. En þrátt fyrir það fékk ég að PvPa alveg hrikalega mikið. Og það var líka gaman, þegar ég var á lvl 12 eða eitthvað, þá sá ég einhvern Tauren á lvl 3 í Deeprun tram (talaði um það fyrir stuttu síðan, það er lest, og flytur mann hratt á milli Ironforge og Stormwind). Ég drap hann að sjálfsögðu, þar sem að ég var Paladin með aðeins gott í huga gagnvart “The alliance”.
Á þessum ferðalögum mínum komst ég á lvl 21, notaði one handed exi og skjöld. Ég held að ég hafi staðið mig með prýði, og hegðað mér eins og hinn besti dvergur.
Ég hef BARA góða hluti að segja um þennan leik, og jafnvel þegar ég var í beta testinu þá fannst mér leikurinn nánast alveg “bug-free”.
Ég mæli sterklega með honum og vonast til að fá að sjá sem flest ykkar í final beta testinu, sem á að byrja einhverntímann í desember.