Markmiðið með þessum skrifum er að kynna undirstöður hópspilunar fyrir verðandi spilurum world of warcraft. Markhópurinn er aðallega þeir áhugamenn um leikinn sem að hafa ekki áður spilað aðra MMORPG. Þeir sem hafa reynslu af slíkum leikjum ættu að vita nú þegar mest allt sem kemur fram í þessum bálki.
Eins og fyrri daginn eru upplýsingar meira byggðar á skoðunum annara og minna eigin reynslu. Þetta er ekki hinn heilagi sannleikur, heldur bara grundvallarhugmynd.
Í fyrri umfjöllun minni um classana í leiknum, þá kynnti ég fyrir mönnum í stuttu máli hvaða hlutverk hver class spilar í grúppum. Núna reyni ég að fara nánar út í hvernig grúppurnar spila saman.
Tek fram að ég sendi þetta ekki inn sem grein og ef að ég skrifa fleiri bálka þá munu þeir sömuleiðis fara beint á korkana. Þetta er þrjóska í mér, en með þessu er ég að hlífa áhugamönnum um aðra leiki við röflinu í mér, og einnig er ég að reyna að stuðla að öflugri umræðu á wow-korkinum. Ef að þið eruð ekki sammála ákvörðun minni, þá megið þið mín vegna eigna ykkur tekstann og líma hann inn sem grein. En ég styð það ekki.
Hugmyndin á bakvið þetta allt saman
Þegar menn spila eftir þessari klassísku mmorpg aðferð þá er markmiðið að hafa eins mikla stjórn á aðstæðum og mögulegt er. Hugmyndin er sú að láta einn aðila taka allt dmg andstæðings, láta annan halda honum á lífi, og restin drepur andstæðinginn á meðan. Í þessu felst einnig að það er mikilvægt að velja sér fjölda óvina, að bardaginn sé allur á ykkar forsendum.
Markmiðið er að geta ráðið: stað, stund, fjölda þáttakenda, framvindu og niðurlagi orrustunnar.
Hlutverkin
Takið eftir, stundum spilar sami leikmaðurinn í grúppu fleiri en eitt hlutverk.
Skriðdrekar (Tanks)
Tanks eru hjarta hverrar grúppu. allar grúppur hafa tank, þó svo að það sé ekki alltaf endilega hentugur tank. Markmið þessa spilara er að láta berja sig sem mest, og félaga sína sem minnst. Þannig segir sig sjálft að það eru kostir fyrir tank að hafa gott hp og öflugar verjur. Ekki er verra ef að tankinn hefur einhverja hæfileika til þess að halda skrímslunum reiðum út í þá sjálfa. Virkilega góðir tanks eru því miður sjaldséðir, en ég vona að íslenska wow samfélagið geti skapað nokkra slíka.
Hentar vel sem tank: Warrior, Paladin, Druid í bear form, Pet hjá Hunter, Voidwalker hjá Warlock.
Af áðurtöldum er warrior yfirleitt talinn besti tankinn, vegna hæfileika sinna til að halda aggro og lifa það af.
sec-tank er fyrirbæri sem að oft getur verið mjög gott að hafa, en það er grúppumeðlimur sem getur tekið á sig dmg og aggro ef að aðaltankinn annaðhvort deyr eða getur ekki haldið öllu aggroinu. Shamans og Hunters bætast við fyrri lista því að þeir geta tekið við vissu dmg.
Skaðvaldar (Damage Dealers)
Skaðvaldar eru þeir sem að drepa vondu kallana. markmið þeirra er að sjá til þess að sem allra stystur tími frá byrjun bardaga þar til að öll skrímslin liggja dauð á jörðinni. Þetta virðist frekar einfalt, hærra dps = betri skaðvaldur. En svona væri þetta bara í fullkomnum heimi. Í warcraft heiminum er fyrirbæri sem heitir aggro. Skaðvaldur sem veldur of miklu tjóni á of skömmum tíma dregur að sér aggro. Þar sem að flestir skaðvaldar eru ekki vel brynjaðir þá er þetta slæmt mál.
Hentar vel sem skaðvaldur: Rogue, Mage, Warlock, Hunter, druid í cat form, sum pets hjá hunter. Hugsanlega offensive warrior eða shadow priest og mig minnir að eitthvað af pettum warlocks geri sæmilegt dmg.
Af ofantöldum þá eru Rogues og mages með besta dps-ið, en hinir classarnir henta líka vel vegna þess að þeir hafa aðra hæfileika.
Auðvitað gera allir group meðlimir skaða ef að ekkert annað er í stöðunni, en þeir sem eru í hlutverki skaðvalda eiga bara að hugsa um að drepa kvikindin án þess að draga til sín aggro.
Plástrar (Healers)
Sama hversu öflugur hópur spilara er á ferðinni, alltaf tekst einhverjum að meiða sig og þess vegna er mikilvægt fyrir hverja grúppu að hafa einn sem sérhæfir sig í að kyssa á bágtin. Healers eru mjög mikilvægir fyrir allar grúppur og það er talið nánast ómögulegt að fara í gegnum erfiðarði questin án þess að hafa einn félaga í því að heala. Healerar eiga reyndar við stórt vandamál að stríða þegar kemur að aggro, en skrímslum er mjög illa við að rauði krossin mæti á svæðið og hjúkri særðum. Þau lemja þessvegna rauðakrosssinn í stöppu. en margir healerar hafa skills eða annað sem dregur úr aggro við störf þeirra.
Hentar vel fyrir: Priest, Druid, Shaman, Paladin.
af ofantöldum eru priests yfirleitt taldir bestu healerarnir, en í raun standa druids þeim mjög nærri. Shamans og pallys eru ekki langt að baki þeim ef að þeir vilja á annaðborð sérhæfa sig í healing. oft er gott að vera með einn “heal-bot” og svo sec healer til að grípa inní þegar sá fyrsti klárar mana-ið sitt
Þetta eru helstu hlutverkin sem að mönnum stendur til boða í grúppum. Næst ætla ég að fjalla um helstu ógn þessa að því er virðist einfalda skipulags.
Anger Management
Aggro er í raun sáraeinfalt fyrirbæri. hvert einasta skrímsli er með lista yfir þá sem að það hatar. Ef að enginn hefur gert nokkuð á hlut kvikindisins, þá er enginn á haturslistanum og þess vegna stendur það bara og borar í nefið. um leið og einhver gerir eitthvað sem að skrímslinu er illa við þá fer sá einstaklingur á haturslistann og skrímslið reynir að drepa viðkomandi. Það geta verið margir á haturslistanum í einu, en skrímslið ræðst eingöngu á þann sem er efstur á haturslistanum hverju sinni. Staða haturslistans getur auðveldlega breyst í bardaga.
Það sem æsir upp skrímsli.
dmg
debuff
dmg á félaga þeirra
heal á óvini þeirra (s.s. félaga þína)
að koma nálægt þeim (gildir bara um sum, reyndar flest)
getur vel verið að ég sé að gleyma einhverju, endilega bætið við listann.
Múgstjórnun (Crowd Control (CC))
Þetta er mikilvægt fyrirbæri og í sinni víðustu skilgreiningu fjallar þetta um alla stjórn sem hægt er að hafa á aðgerðum andstæðinganna.
Yfirleitt tala menn þó um crowd control þegar að verið er að meina hæfileikana til að stjórna fjölda þeira sem taka þátt í bardaganum. Besta CC spellið er polymorph hjá mage, en það tekur einn óvin úr umferð með því að breyta honum í kind. með því að nota CC rétt þá er hægt að berjast við einn óvin í einu.
Pulling getur hugsanlega fallið undir crowd control, en í því felst að lokka óvinina að sér, sem fæsta í einu og helst bara einn, og hefja þannig bardagann á eigin forsendum.
Bardaginn sjálfur
Jæja þá er komið að því að ímynda sér einn bardaga og útskýra hvað á að gera ef að eitthvað kemur upp á.
1)
Þetta er mikilvægt. Það þarf að vera alveg öruggt að allir séu tilbúnir fyrir bardagann. Casterar og healerar þurfa að hafa nóg mana, allir ættu að vera með fulla hp. Þau buff sem að menn vilja nota eiga að vera rdy og allir eiga að vera vakandi.
2)
Leiðtogi grúppunnar, yfirleitt primary tankinn, en í sumum tilfellum þó hunter eða aðrir ranged dmg dealers, pullar skrímslið. Ástæða þess að pullerinn er leiðtoginn, er sú að hann á alltaf að fara fremstur, það er hans hlutverk að pulla ekki fyrr en allir eru tilbúnir fyrir bardagann.
Það er best að pulla með ranged vopnum. eitt skot er nóg til að æsa skrímslin. mikilvægt er að pulla sem allra fæst skrímsli á bardagasvæðið
3)
fyrsta hlutverk allra þeirra sem að ætla sér að nota CC spells til að auðvelda bardagann er að henda slíku spelli á það skrímsli sem að taka á úr umferð. Góð regla er að nota aldrei CC á skrímslið sem að leaderinn pullaði.
4) núna hefst bardaginn og hver og einn fer að sinna sínu hlutverki. Tankinn lætur eins og óður tarfur og reynir að halda öllu aggroi sem að hann mögulega getur, skaðvaldarnir hefja aftöku óvinanna á mesta hraða mögulegum án þess að draga til sín aggro. Best er að ráðast á það skrímsli sem að tankinn er að reyna að berja. Healerinn veltir aðeins fyrir sér gangi heimsmálanna þangað til að hann sér að hp-bar tanksins er á niðurleið. Eftir það þá neyðist hann til að skipta sér af og heala tankinn. Í fullkomnum heimi þá væri þetta nóg til að leysa allar quests í leiknum, en það er margt sem að getur komið upp á þegar staðan er erfið.
Vandamál 1: Skaðvaldur fær aggro
Þetta er mjög algengt vandamál því að það er gríðarlega og nánast ómögulegt erfitt að passa dps-ið sitt svo rosalega að maður hirði aldrei aggro af tankinum.
Það er hægt að bjarga þessu á ýmsa vegu. Healerinn getur bara einfaldlega healað fórnarlamb árásanna, tankinn getur reynt að ná aggro aftur eða einhver getur tekið á sig hlutverk secondary-tanks og reynt að bjarga greyið skaðvaldinum undan illum örlögum.
Vandamál 2: Healer fær aggro
Mjög algengt, öfugt við skaðvaldana þá hefur healer ekki möguleika á því að heala minna til að fá ekki aggro. Hann bara healar eins og nauðsynlegt er og ekki múkk með það. Skrímslum er mjög illa við healera og þess vegna er þetta mikið vandamál.
Healerinn getur reynt að minnka aggro-ið sitt með ákveðnum spells, eða tankinn getur reynt að komast fram fyrir healerinn á haturslista skrímslisins. Einnig er alltaf möguleikinn á því að sec-tank komi öllum til bjargar.
Vandamál 3: Healer verður oom (out of mana)
Þetta á það til að gerast og skapar viss vandræði. Ef að engin fær heal þá er grúppan fljót að deyja. Ef að healer hefur þurft að klára allt mana-ið sitt þá er þrennt sem gæti hafa valdið því. Healer hefur notað mana vitlaust (nukað eða healað vitlausa chars). Grúppan hefur spilað illa og neytt healer til að klára manaið. Viðfangsefnið er einfaldlega of erfitt fyrir grúppuna.
Það eru þrjár lausnir á vandamálinu. Sec-healer tekur við. drepa skrímslin (virkar að sjálfsögðu bara ef að mjög lítið er eftir af bardaganum) og að lokum FLÝJA!!!.
Vandamál 4: aukaskrímsli (adds)
Þetta gerist þegar skrímsli á röltinu sjá bardagann og ákveða að taka þátt í gamaninu. Þetta getur líka gerst ef að einhver notar fear og flýjandi skrímslið mætir aftur á svæðið með vini sína.
Þegar þetta gerist þarf hópurinn að bregðast við. best væri ef að einhver gæti tekið add skrímslin strax úr leik með einhvers konar CC. en annars verður tankinn bara að reyna að fá aggroið þeirra á sig. sec tanks koma að notum í þessari stöðu. Þetta er eitt það efiðasta sem grúppan lendir í og það þýðir ekkert að væla þó að þið drepist.
Vandamál 5: Tank deyr
Þetta á náttúrulega ekki að gerast á meðan healerinn á mana og er ekki með aggro á sér, nema að questin sé alltof erfið. En ef að svo illa vill til að þessi staða kemur upp þá verður að reyna að bregðast við henni.
Sec tank getur tekið við hlutverki tanksins. Einnig er möguleiki að einhver einfaldlega fórni sér og reyni að halda aggro og deyji. það er ekkert stórmál að deyja. EKKI REYNA AÐ LEIKA HETJU EF AÐ ÞIÐ ERUÐ MEÐ REZ SKILL.
Ef að einhver vill bæta einhverju við þetta þá endilega nefnið slæma stöðu, ég veit að ég er að gleyma helling
Athugasemdir
Puller er leader, ENGINN annar á að pulla monsters.
Healer gæti þurft að taka þá ákvörðun að láta skaðvald sem hefur nukað of mikið deyja. skaðvaldurinn hefur engan rétt á því að væla yfir þessu ef að grúppan lifir af. alltaf hægt að rezza.
Ef að tank er að nota allt sem hann getur til að halda aggro þá er gersamelga tilgangslaust að væla ef að maður fær aggro.
Healer er einn um að stjórna sínum ákvörðunum “Heal me !!!!” er gagnslaust hróp. Healerinn á að vita best hvenær er að kasta stóru heali, eða hvenær það er betra að halda viðkomandi í 100% health.
Látið hvern og einn um að spila sín hlutverk, ekki reyna að stjórna öðrum. það er ókurteisi.
Endilega bætið við öllu sem ykkur dettur í hug og hlakka til að sjá ykkur í wow
——
Pálmar Garðarsson
Wir fahr'n fahr'n fahr'n auf der Autobahn…