Í gærkvöldi kom á innanlands download multiplayer demo fyrir Armies of Exigo, demoið er með öllum units og liðum en einungis 4 möpum. Leikurinn sjálfur kemur út í lok nóv. Sækjist hér http://www.esports.is/files/Blizzard/armies%20of%20exigo/aox_mpdemo_install.exe
Þetta er að mínu mati langbesti strategy leikur sem komið hefur út fyrir utan starcraft og warcraft3. Leikurinn er með svipað gameplay og starcraft og age of empires leikirnir, þ.e. framleiðsla og innkoma skiptir miklu máli og þú hefur almennt fleiri units en í warcraft3.
Leikurinn fær frekar mikið “lánað” frá blizzard, en þó bara góða hluti og það er ekki alltaf hægt að finna uppá hjólinu aftur :p~. En ýmislegt er nýtt og frumlegt í honum og má helst nefna underground level sem ég hef ekki séð áður í strategy leik, spilarar geta farið neðanjarðar og komið svo upp annarstaðar. Erfitt að útskýra, menn verða eiginlega að sjá þetta sjálfir.
AoX hefur 3 lið sem eru öll gerólík svipað og starcraft. Liðin eru:
Empire; svipað og human í wc3.
Beast; svipað og orc í wc3.
Fallen; undead/zerg blanda.
Þetta er fyrsti leikur Black Hole sem er ótrúlegt miðað við hvað hann er fínpússaður. Gallinn er að þeir eru lítið þekktir og fá ekki sjálfkrafa tonn af sölum(ólíkt blizzard og westwood). Virðist vera frekar lítið community að spila mpdemoið en með word of mouth og góðum reviews hefur leikurinn potential á að verða huge.
Hvet alla til að prófa leikinn almennilega, og ekki búast við of miklu eftir að hafa lesið greinina :P. Það tekur ágætlega langan tíma til að læra á leikinn og sjálfur sökka ég í honum. Mæli með að þið kíkjið á #aox.is á ircnet og finnið einhvern til að læra á leikinn með, getið haft full vision á meðan. Eða bara spila gegn easy computer.
Þakkir til www.esports.is fyrir hýsingu og gogo #aox.is ^^
Drake | taqtix