Jæja, þar sem open betan er búin ætla ég að seigja frá reynslu minni af World of Warcraft.
Ég ákvað að spila sem Hunter útaf því ég hata sona hack’n’slash gaura en elska ranged vopn og því mér finnst gæludýr svo krúttleg og ég valdi dwarf því að þá fæ ég byssuna margfrægu og svo er bara einhver sona “feeling” í kringum dverga.
Ég var orðinn mjög spenntur þegar ég sá brúnskeggjaða dverginn fyrir framan mig og byrjaði (eins og 60% af þeim sem byrja með dwarf eða gnome sem fyrsta character) á að drepa óvart kanínu. Eftir það mikla stórslys fór ég og fékk fyrsta questið sem var um að drepa X marga úlfa og koma með kjöt úr þeim. Það var ekki létt verk því ég fattaði ekki hvernig átti að nota byssuna (sem er aðalvopn huntersins) og leit út eins og ef amma mín hefði komist í tölvuna.
Eftir ógeðslega mörg byrjendamistök og 4 lvl (var þá lvl 5) fór ég í gegnum göng út úr “noobbasvæðinu” og stefndi til þorpsins Kharanov. Þar tékkaði ég inn á krána og fór að gera hin ýmsu quest. Um 60% af þeim voru “dreptu x mörg creeps sem spawna í þessa átt” en hin 40% voru rosa skemmtileg og stundum ætlaði að líða yfir mig af spenningi. Þá hitti ég fyrsta íslenska spilarann sem ég man ekki nafnið á en hann var dwarf hunter líka, lvl 11 og átti gæludýr sem var brúnn björn og hét “Björn.”
Þegar ég var á lvl 8 lenti ég í slæmri stöðu, ég var búinn að klára öll quest á zone-inu og maður fær rosa lítið xp fyrir að drepa bara creeps sem eru 1-2 lvl undir manni. Þá ákvað ég að fara í ævintýraleit til Loch Modan en þar voru öll creepin 3-5 levelum hærri en ég. Einhvernvegin tókst mér að ná uppí lvl 10 með hjálp frá 5 gaurum sem voru í sömu vandræðum og ég.
Á lvl 10 gerðist svo það sem ég beið eftir, að eignast gæludýr. Ég tók neðanjarðarlestina til Stormwind (ég veit að neðanjarðarlest á ekki heima í sona miðaldaheimi en hún gerir það nú samt, hágæða gnomish design) og hljóp til westfall því mér hafði verið sagt að þar væru bestu gæludýrin. Ég náði mér í geðveikt sætan lvl 11 úlf og tók síðan griffon (geðveikt kúl) til Ironforge. Ég kom til loch modan nokkru síðar og komst að því að með Snata mér við hlið (úlfurinn hét snati) var ég amk 10 sinnum sterkari (ég er ekki að djóka) á móti creepum og vann gaura sem voru 3-5 lvl hærri en ég og allir sögðu “That damn wolf” eftir duelið.
Nokkru seinna var ég að gera quest austanmegin við The Loch og lentí partý með 2 dönum og 1 svía. Við gerðum nokkrar geggt erfiðar quest og vorum svo að fíla hópinn að við ákváðum að stofna guild, þá var það ég, lvl14 þá, human warrior lvl 16 sem átti að verða guildmaster, human warlock lvl 15 og dwarf pally lvl 14 sem ákváðum að stofna það.
Þetta guild charter dót var alltaf í fokki þannig að það hvarf þegar við ferðuðumst milli svæða eyddist það úr bakpokanum. Þess vegna tókst okkur aldrei að stofna guildið þegar síðasti betudagurinn kom. Við ákváðum að raida orcana þennan síðasta dag (ég var þá lvl 16) og settum stefnuna á Menethil Harbour til að ná skipi til Kalimdor. Við hlupum (vorum ekkert að stoppa til að láta öll lvl 25 creepin drepa okkur) gegnum eld og brennistein og sáum loks “the welcome sight of Menethil Harbour.”
Menethil Harbour finnst mér best að lýsa í einu orði: exotic. Staðurinn var umkringdur miklum veggjum og veggirnir voru umkringdir landsvæðinu sem var dökkt yfir, svört ský á himninum og creeps úrum allt. Þetta passaði best við fenjaútgáfu af mordor úr lotr. Fyrir utan það var þetta líkt og venjulegt mannaþorp, fyrir utan að myrkrið var svo mikið að það sást illa framaní fólk (og þetta var um hábjartann dag!). Maður leit á lvl 80 verðina við hliðin sem hugrakka verjendur hins góða sem verja þennan kertaloga í myrkrinu og er griðarstaður fyrir alla sem fara um því í landinu fyrir utan eru lvl 50-60 drekar “lurking about” og alles.
Við stoppuðum þarna og keyptum brynjur og vopn fyrir allann peninginn okkar, ég reyndar sá ekki neitt betra en ég átti enda átti ég besta sverðið sem ég hef séð í leiknum, það var named, hét “Throgg Slayer” og dílaði 60-110 dmg (í profílnum áðí stendur 12,8/sec, samt var sló ég með þessum árangri(þetta sverð slær á 3og1/2 sec fresti)) í hverju höggi (2svar sinnum meira en venjulegur character á þessu leveli ætti að venjast).
Við fórum um borð í skipið og sigldum til Kalimdor. Við gengum á land í fallega gerðri bryggju, greinilega hönnuð af night elfs og joinuðum 30 manna raid hóp og fórum af stað í “some real PvP.”
Raidhópurinn var illa skipulagður og við lentum fljótt í hóp af orcum og staka “towering tauren” á meðal þeirra. Orcarnir slátruðu okkur, ekki vegna þess að þeir voru með hærri lvls, heldur því þeir notuðu betri skipulagningu, þeir notuðu ofvaxna tauren warriors til að tanka fremst meðan aðal árásin kom frá hinum þremur hliðunum en 80% af hópnum vissi ekki neitt í chaosinu og hljóp beint í taurenana.
Ég sá fljótt að þessi raid væri doomed og hljóp inní skóginn og faldi mig. Ég þakkaði guði að ég væri hunter og gæti því notað ability-ið “track humanoids” sem virkar þannig að ég sá alla óvini á minimappinu og gat forðast alla bardaga. Ég gafst ekki upp heldur læddist ég til næsta svæðis sem var þakið brúnni eyðimerkursteppu, hét “The Barrens” og ég horfði á orcana labba eftir veginum á bardagasvæðið að hjálparlausu raiduni sem ég hafði hætt í.
Fljótlega for ég að finna fleiri flóttamenn einsog mig á svæðinu og stofnaði níann raid hóp. Þetta voru 5 hunterar, 3 rogues því það eru einu klassarnir sem gátu flúið (hunters spottuðu óvininn úr mikilli fjarlægð og komu ekki nálægt en rogues fóru í stealth mode og laumuðust framhjá óvininum). Reyndar var stakur gnome mage sem hafði tekið uppá því að fylgja einum hunternum komið líka og við sameinuðumst allir rétt austan við mannlausan watch tower sem var rétt austan við veginn.
Taktíkin var einföld. Í hvert sinn sem við sáum stakan orca eða hóp sem við myndum ráða við labba eftir veginum þá ambushuðum við hann, ef ekki þá biðum við eftir auðveldari bráð. Okkar 9 manna hópur drap meira en 100 orca, troll og tauren á 1 og ½ klst. Þangað til serverinn datt niður og betan endaði.
Jæja, nú er ég búinn að skrifa nóg og ég skora á alla þá sem tóku þátt í betuni að senda inn greinar um þeirra reynslu af leiknum.
Ég vil líka biðja fólk um að gefa EKKI álit ef það nennti ekki að lesa greinina vegna lengdar.
Takk Fyri