Ég hef dálítið verið að spila random upp á síðkastið og hef komið mér upp strategíur sem virka á móti hvaða liði sem er með hvaða liði sem er (ég bjó þær samt ekki til bara skoðaði replay). Þannig að ef þið spilið eitthvað ákveðið race og eruð svolítið íhaldsamir þá getið þið skoðað þetta! :)
Undead:
Fyrst færðu þér Death Knight, Crypt og Tomb of Relics sem er búð. (byggir Tomb of Relics um leið og þú byrjar að gera Death Knightinn það er góð tímasetning). Taktu þér einn Wand of Necromancy og farðu að solo creepa með Death Knightinum. Á meðan safnaru upp ghoulunum og þegar þeir eru orðnir 6 þá techaru. Gerðu Graveyard þegar techið er komið hálfa leið. Þú heldur áfram að safna ghoulum þangað til þeir eru 11-12 þá tekuru Death Knightinn og ferð með hann ásamt 10 ghouls (skilur afganginn eftir í lumber) og gerir árás. Reyndu að drepa vinnukalla og food supply hús. Hlauptu út úr basinu þegar óvinurinn kemur og reyndu að umkringja hetjuna hans. Dreptu hann hratt með coil. Haltu áfram að gera ghoul og settu Rally Point á Death Knight til að bæta upp fyrir þær sem deyja. Þegar það er komið upp í Tier 2 þá geriru Lich og heldur síðan áfram upp í Tier 3. Gerðu eitt Slaughterhouse þegar þú hefur efni á því. Mér finnst gott að hafa tvö Slaughterhouse seinna í leiknum þú sérð hvers vegna. Fáðu þér 2 Obsidian Statues þegar Slaughterhouse er tilbúið.
Þegar Tier 3 er til rannsóknaðu þá Destroyer Form og Ghoul Frenzy. Fáðu þér Crypt Lord móti Night Elf eða Undead en Pit Lord móti Human eða Orc (Rain of Fire svo gott móti Peasants/Peons/Millitia/Burrows/Farms). Pumpaðu út
Obsidian Statues og morphaðu þær í Destroyera. Mundu að láta einhvern annan Destroyer absorba Mana frá Statues sem eru að fara að morpha.
Night Elf:
Fyrsta hetja: Demon Hunter, og hann fer strax með Mana Burn að harrassa. Techaðu strax þegar þú ert búinn að gera 9 wispur í lumber. Gerðu Moon Wella meðan það er verið að techa og Hunter's Hall á miðri leið í techinu. Í Tier 2 færðu þér Naga Sea Witch sem aðra hetju. Gerðu tvær wispur og byggðu 2 Ancients of Lore. Techaðu upp í Tier 3. Gerðu Dryads ásamt því að rannsaka Druid of the Claw adept training og Abolish Magic. í Tier 3 ættiru að hafa 5-6 Dryads og tilbúinn að upgrada Druid of the Claw Master Training og gera fleiri DotC.
Human: Fyrsta hetja: Archmage, Barracks, 5 Footmen, Þá byggiru Blacksmith og byrjar á Riflemen. Þegar verið er að byggja fyrsta eða annan Riflemaninn þá techaru. Tier 2 færðu þér Mountain King sem aðra hetju og gerir eitt Workshop og eitt Arcane Sanctum. Fáðu þér u.þ.b 6 Sorceress svo byrjaru að gera Priests. Í Workshopinu færðu þér Mortar Teams. Mundu að eitt það sem Human hefur yfir önnur race er að þeir fara létt með það að Expanda strax í byrjun vegna þess að þeir hafa Militia sem geta creepað með en eru svo strax komnir á áfangastað til að geta byggt nýtt Town Hall, sem gerist hratt því þeir geta byggt það saman. Notaðu þetta til hins fyllsta.
Orc:
Fyrsta hetja: Far Seer, Barracks, Grunts, techa kringum 3-4 Grunts. Tier 2 færðu þér Tauren Chieftain sem aðra hetju og gerir 1 Beastiary. Þú ættir að hafa 5-6 Grunt þarna og gerir Berserker Strength. Þegar það er búið ferðu að búa til Catapult. Í Beastiaryinu byrjaru að rannsaka Ensnare fyrir Raiderana sem koma á eftir.
Smá tip: að techa þýðir að upgrada aðal húsið sitt (Tree of Life/Necropolis/Town Hall/Great Hall).
Takk fyrir að lesa, fyrirgefið enskuslettur og allt ruglið á stórum og litlum stöfum, það er svo erfitt að halda sér við þær reglur þegar maður er að skrifa svona grein.