Eitthvað hefur verið áður fjallað um custom maps í Warcraft 3 (RoC) og ákvað ég að fjalla hér um nýtt AOS/DOTA style map.
Allflestir galdrar í þessu korti eru nýjir og hefur augljóslega verið lögð mikil vinna í þetta.
Í kortinu eru tvö lið, hið klassíska Mortal Alliance (Human/NE) á móti Doom Forces (Undead).
Þegar þú byrjar þá er fyrsta skrefið að velja sér hetju, svo hefur þú 600 gold til að eyða í items ef þú óskar þess.
Það eru þrjú lanes og ferðu svo með hetjuna þína í eitt þessara lana. Æskilegt er að það séu ekki fleiri hetjur en tvær í hverju.
Það sem skilur þetta kort frá flestum öðrum AOS style kortum sem ég hef séð er að í því eru fjórir creep bæir þar sem creeps spawna. Í fyrstu er neutral turn í bænum en það lið sem drepur turninn fyrst fær hann á sitt band og spawna þá creep með liðinu hans.
Einnig eru í kortinu tvö “ofur” creeps fyrir sitthvort liðið. Þau eru fjarri fjörinu en ef þú getur fengið 2 félaga þína í liðinu þínu til að hjálpa þér að drepa það og fá fyrir 200 gold og eitt “ofur” item sem creepið droppar. Einnig má þess geta að þessi “ofur” creep hjálpa liðsfélögum sínum ef þeir koma særðir inn til þess.
Ef þú ert orðinn leiður á DOTA, Wintermaul og þessu klassíska custom dóti þá er þetta ágætis tímaeyðsla.
Ég bið ykkur um að afsaka enskusletturnar :)