Ég hef tekið eftir því að áhuginn fyrir D2 leiknum hefur verið að minnka á Íslandi upp á síðkastið, Diablo áhugamálið að renna saman við almenna “Leikir frá Blizzard” áhugamálið, og svo framvegis.
Auk þess hafa flestar nýlegar greinar hér verið um WarCraft 3, sé ég.
En leikurinn er enn í full fjöri!
Ég var að koma af BT.is, og þar stóð að Diablo 2, upprunalegi leikurinn, væri í þriðja sæti á sölulistanum hjá þeim, og Aukapakkinn í því fjórða. Ekki slæmt fyrir fjögurra ára gamlan leik.
Og sjáið til dæmis opinberu spjallsíðurnar, þar eru tugir umræðuefna í gangi í einu, og síðan sefur aldrei. Hér er “Almenna Spjallið”:
http://www.battle.net/forums/board.aspx? ForumName=d2-general
Margt fólk gerir sér ekki grein fyrir því að þessar síður séu til. Ég hef verið þarna ansi mikið (Of mikið ef til vill) og ég hef ekki tekið eftir einum einasta íslending þarna. Ég myndi vilja bæta þar úr.
Auk þess eru þessar síður frábær uppspretta fróðleiks, þarna er fólk sem hefur spilað leikinn sér til óbóta, og er fúst til að deila vitneskju sinni með öðrum.
Í könnun (Útsláttarkeppni fyrir vinsælustu tölvuleikina) sem Gamespy gerði fyrir nokkru, þá kom D2 út sem einn af þeim allra bestu. Hann var reyndar að lokum sleginn út í úrslitunum af Half-Life, sem endaði síðan á því að vinna mótið. Já, Diablo Vann leiki eins og Starcraft, og hann MALAÐI Counter-Strike.
Tugir, ef ekki hundruð þúsunda manna eru að spila leikinn á þessari stundu.
Bara ekki halda að leikurinn sé dáinn, þrátt fyrir háan aldur.
Lengi lifi Diablo!