Ok. Ég ætla bara fyrst að segja að þetta strategy er ekki mjög gott í sjálfum sér, en það er ekki bara óskaplega gaman og ánægjulegt að vinna með þessu, heldur þegar maður tapar veit maður að maður tapaði með stæl :).
Ég ætla ekki að lýsa hvert maður fer með wispurnar og það allt, ég ætla bara stikla á stóru og segja frá því þannig að þú komist á lag með þetta.
Ég geri fyrstu hetjuna mína: Demon Hunter. Ef ég er í Turtle Rock þá fer ég oftast að creepa með hann á grænu punktunum en annars þá tek ég mana burnið og rúlla af stað að harassa. Þegar allar wispurnar eru komnar út (ég hef oftast wispur sem fylla 20 food), þá byrja ég að techa (upgrada Tree of Life). Þegar techið er búið þá er Demon Hunterinn í besta falli kominn á level 2 og þá fer ég beint í taverninn og færð þér Naga Sea Witch. Ef þetta er non-tavern borð þá finnst mér best að fá mér Priestess of the Moon, því að trueshot aura verður mjög nytsamlegt seinna í leiknum. Strax þegar techið er tilbúið byrjaru aftur að techa upp í Tree of Eternity. Svo líka þegar techið er tilbúið geriru eitt stykki Ancient of Wind. (Athuga að njósna um óvininn reglulega til að vita hvað hann er að bralla svo að þú vitir hvaða counter-brall þú ættir að nota, T.d ef að óvinur gerir dryads þá bara verðuru að gera eitt Ancient of War til að merja hann með archerum). Athugaðu líka að á öllum þessum tíma hef ég verið að gera moon wells sem eru góðir því að ég er í langan tíma bara með tvær hetjur og þarft að halda þeim á lífi ef óvinur gerir árás. Svo þarf ég ekkert að hugsa um food seinna meir. Þegar techið er alveg tilbúið þá er ég búinn að gera ca. 6-7 druid of the talon og er að gera þá þangað til að þeir verða u.þ.b 10. Þá byrja ég að gera tvö Chimaera Roost og þegar þau eru tilbúin þá geri ég 3-4 eða 5-6 chimaera, þá fyrst er ég tilbúinn að gera almennilega árás því að á meðan hef ég aldrei gert neina almennilega árás.
Út af því að maður gerir ekki árás, heldur óvinur stundum að maður sé byrjandi sem heldur sig alltaf í basinu sínu og kunni ekki neitt og þá fer hann að vanmeta mig, það er mjög gott. En svo loksins rústa ég honum með chimaera fyrir ground kalla og druid of the talon í kráku formi fyrir air kalla. Svo ef óvinur hefur enga air kalla læt ég druidana bara vera á jörðinni og casta faerie fire sem er náttúrulega ótrúlega þægilegur og hjálpsamur galdur. Ég researcha alltaf Corrosive Breath hjá chimmunum svo að ef óvinurinn er þrjóskur og vill ekki fara þá verð ég fljótur að ljúka honum af.
Ég vona að einhver geti notað þetta en ég tek það fram aftur að þetta er ekki mjög gott ef þú ætlar að vinna einhvern lvl 25+. Þetta er fyrst og fremst skemmtilegt strategy.
Kannski getiði verið góð og sagt mér hvað ykkur finnst um þetta strategy, og ef þið væruð rosalega góð mynduð þið segja mér hvað ykkur finnst um ritháttinn minn og stafsetningu (ég er að fara í bókmenntapróf).
Takk fyrir mig.
Imanipah