Diablo II hefur farið sigurför um heiminn undanfarið ár og ekki bólar á því að vinsældir hans séu að dvína. Hann er meðal annars í 4. sæti yfir mest seldu leikina í Mars samkvæmt GameWeek.
Diablo II var nú að vinna þrenn verðlaun hjá Academy of Interactive Arts and Science, en það er svipað á meðal tölvuleikja og Óskarsverðlaun eru á meðal kvikmynda.
Þau verðlaun sem Diablo II hreppti í þetta skiptið voru:
Besti Hlutverkaleikur í PC
Besti Leikur í PC
Besti leikur almennt
Þetta er bara nokkuð gott, ekki satt?
Meðal annara leikja sem hrepptu verðlaun voru Baldur’s Gate II fyrir Sögu og/eða Persónusköpun, Final Fantasy fyrir besta RPG leik í console svo einhvað sé nefnt og Everquest: Ruins of Kunark fyrir besta MMORPG.
Gaman verður að bíða og sjá hvort þessi frábæri RPG leikur fái fleiri verðlaun, enda á hann þau vel skilið.
willie