Er þetta ekki dálítið skrýtið? Ég var nú að byrja upp á nýtt í Diablo II - LoD með Andasæringarmann(Necromancer) að nafni Sarevok(stolið úr Hliði Baldurs). Ég veit að þetta er langt enn það gerast skrýtnir hlutir þarna og síðan er smá húmor í þessu :)

Sarevok kom þarna til að hjálpa Þrjótunum og Systrafélagi Sjónlausa augans. Ok ég byrja á því að hlaupa út í óbygðirnar(wildernes) og til að slátra nokkrum ógeðum. Fyrsta ógeðið sem ég mæti var alveg Risastórt Dýr(Gargantuan Beast) og slátraði ég því án nokkurs erfiðis og þá sprettur upp úr því Einstakur Takka Leður(Unique Studded Leather). Fór ég í sælu vímu setti hann í kistillinn minn og hóf að fara aftur út í óbygðirnar og slátra fleiri ógeðum. Ég var nýkominn út úr búðum Þrjótanna(Rogue's)þegar það réðist á mig Fallinn púki(Fallen-Demon) slátraði ég honum án erfiðis og gerði mér beinagrind úr líki hans, að vísu beinagrindin var tvöfalt stærri enn líkið enn hey who cares.
Er ég að fara halda áfram lengra út í óbygðirnar þegar ég tek eftir því að þessi Fallni hafði misst hlut. Ég skoðaði það nánar
og var það ekki Sjaldgæfur Sproti(Rare Wand) fannst mér þetta dálítið skrýtið enn hljóp aftur í búðir Þrjótanna og setti hann í kistillinn minn.

Mér fannst þetta dálítið ótrúlegt að fá svona góða hluti á tveimur fyrstum ógeðum sem ég mæti. Þannig að ég hleyp langt út í óbygðirnar í leit að Fylgsni hins Illa(Den of Evil). Ég kemst þangað næstum vandræða laust nokkur ógeð hér og þar sem ég ætlaði ekki að leyfa að sleppa undan sprota mínum. Ég geng inn í Fylgsni hins Illa og slátraði ég mörgum ógeðum sem duldust þar í myrkrinu. Þegar það er eitt ógeð eftir sem kallaði sig Líkeldur(Corpsefire) ákvað ég að slátra því á hrottalegan hátt sem var ekkert öðruvísi enn ég slátraði öllum öðrum. Eftir að hann féll sá ég ljósið og hlut sem hann hafði misst. Nú var ég hissa var þetta Sjaldgæf Handexi(Rare Handaxe), fór mig að gruna að hér væri eitthvað gruggugt í gangi í sambandi við leikinn, enn snéri samt aftur og stakk exini í kistillinn minn og talaði Herforingja Þrjótanna(Kashya).

Hún sagði mér að Blóð Hrafn(Blood Raven) væri að saurga krikjugarð Þrjótanna fór ég glaður í bragði til að slátra henni á heimavelli mínum. Hún sagði mér líka að hún hefði verið einn fínast kapteinn Hrottana áður enn Púkinn Andariel kom. Hikaði ég ekki lengur heldur hljóp ég að kirkjugarðinum. Þurfti ég að slátra dágóðum slatta af Myrkum Veiðurum(Dark Hunter)þangað til ég komst að áfangastað enn í millitíðinni missit einn veiðarinn Sjaldgæfan Hauskúpuhjálm(Rare Skullcap). Enn og aftur var ég glaður enn hélt samt áfram för minni. Þegar ég kom að áfanga stað ákvað ég að leyfa Handbendum mínum að slátra henni(minions).

Að því verki loknu spruttu út úr henni 4 hjálmar, 3 af sjaldgæfir og einn Einstakur. Nú fannst mér þetta var aðeins meira enn heppni og fannst þetta enn þá meira gruggugara enn hélt samt áfram. Fór ég ofan í Hvelfingu(Crypt)sem var í kirkjugarðinum, eftir nokkuð mikla slátrun þar fann ég kistill. Opnaði ég hann auðvitað enn viti menn spretta upp úr honum 2 Sjaldgæfar handexir og fullt af gulli og djásnum. nú var kistillinn minn að fyllast af sjaldgæfum og Einstökum hlutum.
Ákvað ég að reyna dálítið og fór í Grafhvelfinguna hinum megin til að athuga hvort ég myndi fá Einstaka eða Sjaldgæfa hluti þar.
Og viti menn spretta upp úr kistlinum sem var þar eitt Einstakt lítið sverð(Unique Short Sword) og ein Sjaldgæfur Vattepa Brynja(Rare Quilted Armor).

Eftir þetta hélt ég aftur í búðir Þrjótanna og fékk einn Þrjót að verðlaunum. vistaði ég leikinn og fór út í blíða náttúru Íslands.

Ok í stuttu máli fjallar þessi texti um…Hvernig er hægt að fá svona virkilega mörg Rare og Unique Item án þess að vera Paladin og í I Acti? Er þetta leikurinn eða?

Kveðja
*boggi35*