Jæja, þið vilduð það og ég hef ákveðið að svara. Áhugaspunakubbur verður settur upp í náinni framtíð. En hann er ekki settur upp án skilyrða. Í ljósi þess að þeir sem hafa aðgang að honum geta sent inn grein í hann þegar þeir vilja hef ég tekið þá ákvörðun að þrengja þetta örlítið.
Ég vil að áhugasamir sendi mér póst með byrjun á áhugaspunanum sínum.
* Einungis tveir spunahöfundar verða fyrir valinu.
* Sagan verður að vera ný af nálini og hún verður að fara eftir frumsömdum söguþræði. Það var alltof mikið um það að fólk hafi verið að senda inn sögur byggðar á söguþræðinum í Diablo II og þótt margar hverjar hafi komið skemmtilega út þá vil ég að spunahöfundar séu frjóir í hugsun og taki á loft á sínu eigin hugmyndaflugi í staðinn fyrir að vera með eitthvað sem byggt er á eldri sögum.
* Vanda skal málfar og stafsetningu. Sögur með lélegri stafsetningu og málfari eiga sér enga von.
* Ef spunahöfundur er uppvís að ritstuldi eða stigarökun verður hann undantekningarlaust rekinn af Huga.is.
* Hver partur skal vera að minnsta kosti 800 orð. Ef þið eruð hæfir höfundar ætti nú ekki að vera erfitt að fylla upp í þessa kröfu. :)
Fyrsta parti skal skilað til mín eigi síður en 19. mars næstkomandi. Verðlaunahöfundar verða svo tilkynntir 21. mars. Sagan skal send á mailið vilhelm(at)vilhelm!is
Með kveðju,
Vilhelm