Mig langar að deila með ykkur eilítilli taktík sem ég nota í Eldritch/Shenk MF runnum mínum.

Þetta byrjaði á því að ég hugsaði: “Hmm… ætli ég fái betri hluti ef fleiri eru í leiknum?”, leitaði mér upplýsinga, og fann út að ég fengi ekki beint betri hluti með fleiri í leiknum, en ég fengi fleiri hluti. Og þar sem hver hlutur hefur einhverjar líkur á að vera t.d. unique þá hlýtur að gilda “fleiri hlutir - meiri líkur á góðum hlutum” sem er í rauninni “betri hlutir” þannig séð.

En nóg um það.

Ég semsagt áttaði mig á því að ég vildi fá sem flest fólk inn í þessi run mín, en þá vantaði mig einhverja sniðuga leið til að fá helling af fólki aftur og aftur inn í leiki, þar sem hvert run er ekki nema 1-2 mínútur.

Eftir smá umhugsunartíma datt ég niður á lausnina:

Ég einfaldlega skíri leikinn "Free [insert item name here]“, hleyp að waypoint, bíð í svona 5-10 sek eftir að leikurinn fyllist og held síðan af stað til að klára runnið meðan allir hinir fávitarnir keppast við að skrifa ”Who got? Where? Who? I want free!“

Ég hef tekið eftir því að þetta virðist virka betur, allavega finn ég fleiri hluti núna en áður.

Þetta hefur virkað hjá mér í einum 10 leikjum í röð, og alltaf fyllist leikurinn innan við 15 sek eftir að ég geri hann.

PS: Nú hugsa sumir væntanlega ”en ef allir fara að gera þetta, hættir fólk þá ekki að joina leiki sem heita "Free [...]“?”

Við það fólk segi ég: Vonandi! Því þá höfum við Battle.net með færri fávitum, og höfum gert heimin að betri stað.
Þangað til getum við a.m.k. notfært okkur þessa fávita til að græða smá sjálf.

Zedlic