Hénna er næst síðasti partur minn í act 1 njótið vel og vonandi átta stjórnendurnir sig á því að áhugaspuni á ekki heima á kork!!! ;)

Act1 part 5

Þegar þau komu í virkið tók Charsi á móti þeim. “Náðuð þið hamrinum”? “Já en það var ekki auðvelt.” Sagði Pyro og rétti henni hausinn af hamrinum. “Það vantar bara nýtt skaft og þá er hann eins og nýr.” Geispaði Kinky upp úr sér.
Charsi setti nýtt tréskaft á hamarinn og bað þau að koma að tjaldinu. “Nú ætla ég að biðja ykkur að rétta mér þá brynju eða það vopn sem þið viljið helst að verði öflugra.” Sagði Charsi og benti á steðjann. Þau létu hana fá brynjur og sverð og Charsi barði þau aðeins til með hamrinum og í hvert skipti sem hún sló lýstist hamarinn upp.
Þegar hún var búin að laga öll vopnin og allar brynjurnar sagði hún þeim að fara varlega í næsta verkefni “Það verður það hættulegasta.”

Þau settu nú vopn og brynjur á sig og fundu fyrir hlýju sem streymdi um hverja æð líkama þeirra. Þreytan sem hafðu verið að yfirbuga þau var nú horfin en þau ætluðu samt að reyna að fá smá hvíld. Þau gengu til Cains en hann sagði þeim frá djöfladrottningunni Anderiel.
“Anderiel er án efa hættulegasti djöfullinn hérna á þessu svæði. Hún hefur bæli sitt langt niðri í katakombunum fjórum hæðum fyrir neðan yfirborðið”. Þessu bunaði Cain út úr sér án þess að anda. “Þið verðið að berjast til að komast að henni það verður ansi mikið af djöflum þegar komi verður inn í fangelsin eða katakomburnar.” Sagði Cain en leit nú í átt að virkishliðinu.
Rétt í þessu hafði skytta komið hlaupandi inn um virkishliðið. Hún var öll rifin og tætt og með tvær örvar í lærinu.

Íbúar virkisins þutu að henni til að hjálpa en allir vissu að einungis Akara gat hjálpað henni.
Akara gekk rólega til hennar og gaf henni flösku af heilsumixtúru. Allir gláptu á þegar sárin gréru og örvarnar spýttust út. “Hvað gerðist” Spurði Akara róleg. “það – það var hún…… ANDERIEL” Stundi skyttan upp úr sér með erfiðismunum. “Ég var stödd með þremur öðrum skyttum.” “Þær eru allar dánar núna. Anderiel þræddi þær upp á spjót sín og kom þeim fyrir í eldinum.” Núna heyrðist ekkert nema hvísl frá Skyttunni hún hafði misst röddina af áfallinu og að þurfa að lýsa því. “Svona svona þetta verður í lagi Aliza mín við reynum að þrauka hérna.” Sagði Akara og leiddi hana að tjaldi sínu.
“Aliza”. Sagði Tyson hugsi “var það ekki skyttan sem átti að ganga til liðs við okkur. “Jú en ég býst ekki við að hún komi með okkur þangað niður” Sagði Pyro sem hafði nú staðið upp. “Hún gaf okkur þó góða lýsingu á því hverju við er að búast þarna niðri.” Sagði Pyro svo lágt að aðeins Kinky heyrði til hans.
Hún gekk á eftir honum og króaði hann af upp við tjaldið hans. “Ekki voga þér að gefast upp núna!!!” Sagði hún með bæði kulda og áhyggjur í rómnum. “Eftir það að Hokki hafi fórnað lífi sínu inn í miðri för og öll þessi vandræði sem við höfum lent í. Er þá virkilega þess virði að snú við núna.” Pyro hugsaði sig um og Gekk svo rösklega til liðsins sem sat niðurlýtt við eldinn og grilluðu sér kjúklingalæri í eldinum sem var við það að kulna. Pyro tók með sér þrjá drumba og fleygði í eldinn. Með þessu náði hann athygli hinna.
Pyro steig nú upp á drumb rétti úr sér og bjóst til að halda barátturæðu sem átti að peppa upp liðið og ná fram baráttuandanum.

“Hlustið á mig, nú er svo komið að drottning djöflanna á þessu landi er að reyna að sameina heri sína til að taka í eitt skipti fyrir öll yfir virkið.” “En við ætlum ekki að leyfa henni það.” “Eftir dauða skyttnanna heldur hún að baráttuandinn í hópnum sé dauður.” “Sýnum henni að svo sé ekki, sýnum henni að ekki ein einasta skytta hafi dáið til einskis.” “Við skulum einnig sýna henni að Hokki Hafi heldur ekki dáið til einskis og gera árás á hana þar sem hún býst síst við okkur…. Í hennar eigin greni, Fyrir neðan fangelsið, neðst í katakombunum.” Þessu bunaði Pyro útúr sér að svo miklum krafti að þau hin höfðu misst kjúklingalærin sín ofan í eldinn sem einnig var lifnaður við.

“Já þetta er hárrétt hjá Pyro.” Kallaði Galíki yfir kliðinn. “Við skulum ekki láta Hokka hafa dáið til einskis.” Við leggjum af stað þegar sólin sest á morgun þá ættum við að koma að klaustrinu sem liggur að fangelsunum að morgni.
Það sló þögn á mannskapinn. “Ætlum við að leggja á stað um leið og myrkur skellur á.” Sagði Tyson skelkaður. “Þú veist að þá eru flestir af hærra settu djöflunum á ferð.” Einmitt og það bæði þýðir að við útrýmum hernum hennar áður enn hún nær að sameina hann. Þetta er einnig ágætis þjálfun þar sem það er eilíft myrkur í Katakombunum.” Pyro var fastur við ákvörðun sína þegar hann fór í rúmið skömmu seinna.

Hann var staddur í stórum sal og í kringum hann logaði eldur í þríhyrning. Hverju horni þríhyrningsins stóð logandi spjót með einhverju sem líktust líkum.
Hann færði sig aðeins nær og kom auga á Kinky hangandi á einu spjótinu hún var öll út í djúpum sárum. Pyro strauk vanga hennar og fann að hann var ískaldur… hún var dáin. Pyro hörfaði með hrylling í augunum. Hann bakkaði þangað til hann fann fyrir Tyson fyrir aftan sig. Tyson var með stórt gat á miðjum maganum sem bar sömu eitrunar einkenni og sár Hokka. Pyro vildi ekki líta í þriðja og síðasta hornið.
Hann taldi þó á endanum í sig kjark til þess og kom auga á hreyfingu. Galíka var á lífi. Hann hljóp að henni, en þá sá hann eitthvað stórt sem líktist könguló sem hafði staðið upp á öftustu fæturna fyrir aftan Galíku. Þessi vera kipptist allt í einu snöggt og Pyro sá höfuð Galíku Falla niður á axlir sínar máttlaust.
Hún þessi ógeðslega vera hafði drepið Galíku, drepið þau öll. Hatrið sauð inni í Pyro en í hjartanu var hann of sorgmæddur til að berjast. Hann hafði á of stuttum tíma mist alla sem honum voru kærir. Veran, sem kom í ljós að var Anderiel. Hún steig inn í eld þríhyrninginn og kom að Pyro þar sem hann var á hnjánum lamaður af sorg.
Hún spennti alla armana sem allir höfðu hárbeitta odda á endunum og lét svo höggið falla en um leið og höggið féll og var millimetra frá Pyro hrökk hann við í rúminu sínu. Allir stóðu yfir honum og Akara var að fara með þulu sem Pyro skildi ekkert í en hann fann að hann róaðist við hana.

“Hvað gerðist” spurði Galíka sem rétt í þessu hafði hjálpað Pyro að standa upp en það gerði bara illt verra því hann svimaði og féll aftur fyrir sig.
“Já það er spurning sem ég held að brenni á vörum okkar allra.” Stundi Kinky sem hafði gripið Pyro. Tayson studdi hann að eldinum og Akara gaf honum drykk sem Pyro svolgraði í sig en sá rosalega eftir því nokkru seinna, honum leið eins og hann væri að brenna innan frá. “Jæja ég hefði mælt með að þú drykkir þetta í nokkrum litlum sopum en þetta var svosem líka möguleiki.” Sagði Akara og þusaði eitthvað um bráðlæti og að hlusta ekki. “Þetta var minningaseiði svo þú munir eftir drauminum. Hann gæti komið að notum seinna, þú veist, maður slysast oft til að gleyma draumum fljót.” Pyro kinkaði kolli með köldu en samt svo tómu augnaráði yfir að hafa ekki verið varaður við.
“En ef ég vil ekki muna eftir þessum draumi.” Sagði Pyro með uppgerðarrósemd. “Nú þá finnum við út úr því seinna.” Sagði Akara með sínu vanalega glotti.

Hann sagði þeim frá drauminum og þegar hann hafði lokið sér af var eins og þau hefðu séð draug eða einkvað álíka hræðilegt, það var reyndar ekkert hræðilegt lengur, frekar daglegt brauð. “Svo hvað finnst ykkur” Spurði Pyro með þjósti.
“Ótrúlegt.” Stundi Tyson og gapti. “Já ótrúlegt” Sagði Kinky og það fór hrollur um hana. “Já en hvað þýðir þetta.” Spurði Galíka Aköru. “Þetta þýðir það eitt að hvernig tilfinningar Pyro hafa breyst eftir að hann tók að sér þetta verkefni, þetta sýnir einnig að þú ,Pyro, ert að missa móðinn. Þú heldur að dauðinn sé óumflýjanlegur. Sem er rétt en það er hægt að komast hjá honum í þessu verkefni.” Sagði Akara hin rólegasta.

“Missa móðinn, ég er ekkert að missa hann. Bara núna fyrr í kvöld ákvað ég skyndiáhlaup á Anderiel.” Sagði Pyro og beindi köldum augunum að Aköru. “Já en ertu sáttur við þá ákvörðun.” Stakk Akara upp á hin rólegasta. “Þetta var einmitt það sem ég hugsaði um áður enn ég sofnaði í kvöld.” “Ég spurði mig einnig að því hvað myndi gerast ef ég myndi hætta við áætlunina og bíða með hana um tíma.” Sagði Pyro sljór.
“Einmitt, þarna fékkstu svarið. Anderiel myndi ná að safna hernum saman og vinna bug á bæði þér og þeim sem þér þykir vænt um.” Sagði Akara í hugljómun. Nú fóru Tyson, Kinky og Galíka aftur í rúmið en Pyro langaði ekkert til að sofna aftur í bráð, svo hann varð eftir hjá Aköru.

Þegar hin voru farin spurði hann Aköru. “En af hverju sá ég hana þá drepa Galíku en ekki hin.” “Einungis vegna þeirra tilfinninga sem þú berð til hennar.” “Ekki þó að þú viljir að hún dæi.” “Þvert á móti það var við að sjá hana deyja sem þú misstir móðinn endanlega. Svo það sem ég held fram er að þú og hún séuð annað hvort bundin eða munið verða það, og þau bönd verði ekki hægt að skera nema með dauða annars ykkar.” Sagði Galíka og stóð upp, og án þess að yrða meira á Pyro gekk hún í burt og skyldi Pyro eftir einan við eldinn.

Pyro gat engan veginn áttað sig á þessu sem Akara hafði sagt. “Bönd?” hugsaði Pyro. “Hvernig bönd?” Spurði Pyro sjálfan sig og útfrá þessum hugleiðingum sofnaði hann við eldinn.

Það var komið nokkuð yfir hádegi þegar Pyro vaknaði við að Galíka settist við hlið hans og bauð honum nýbakað brauð “Ég bakaði það sjálf” Sagði Galíka og ljómaði af gleði. “Með smá hjálp frá Charsi.” Pyro hafði sínar efasemdir en tók samt við brauðinu. “Ummm.. þetta er mjög gott”. En það skrýtna var að Pyro var ekki að ljúga. Hann kláraði brauðið og fór að ánni til að þvo bæði brynjuna sína og sverðið.
Kinky var þar þegar hann kom og var að þurrka af brynjunni sinni. “Enginn smá Draumur ha?” sagði Kinky og það mátti greina að henni var ekki rótt. J-já svaraði Pyro með hugann við Gull krossinn á brynjunni sinni. Hann vildi helst ekki hugsa mikið um hann en þökk sé minnisseiði Aköru gat hann ekki gleymt honum.

Um fjögur leitið var farið að rökkva og þá kallaði Pyro liðið samann.
“Nú eftir aðeins smá stund leggjum við af stað.” Við þessi orð fór hrollur um liðið. Þau voru þó en þá á því að þetta væri besta lausnin.

Þau lögðu af stað hálftíma seinna og voru þá vel mettuð af brauði frá Galíku. Þau voru komin út að helli illskunnar þegar þau komu fyrst auga á púka. Lítil sveit af litlum djöflum valhoppaði geðbilaðar kengúrur út um allt. Kinky spennti fimm örvar og hitti með öllum og þar með var þessi litli hópur úr sögunni.
“Af hverju skildu þeir láta svona.” Spurði Kinky um leið og hún sveiflaði boganum aftur á öxlina lipurlega. “Þeir telja að sigur sé nálægur þeir hafa verið kallaðir saman til Anderiel.” Tyson virtist ekkert skelfdur þrátt fyrir að Anderiel væri að safna liði. Pyro tók upp stafinn sem foringi djöflanna hafði verið með í höndunum og braut hann í sundur.

Eftir tveggja tíma göngu þá komu þau að kirkjugarðinum þar sem Blóðhrafninn hafði svo eftirminnilega verið sigraður. Hugmyndinni um að dauði Hokka hafi verið innsiglaður á þessum stað skaust þó upp í huga þeirra og það gilti þögult samkomulag á milli þeirra að halda áfram.

Þau stoppuðu um einum tíma síðar og voru þá stödd í steingryfjunni. Þau fengu sér sæti hjá steinunum sex sem leiddu inn í Trisdram, og tóku fram brauð og vín. Hokki fyllti núna alla hugsun Pyro hann var aðeins nokkra metra frá staðnum sem Hokki hafði dáið en tekist að bjarga Pyro. Pyro hristi þetta af sér og lagði af stað aftur afgangurinn af liðinu fylgdi á eftir.

Aðeins var einn tími í sólarupprás þegar þau komu að turninum og lyktin af brennandi líkum kom af stað hrolli og þau hröðuðu sér burtu.
Nokkru seinna sá Pyro sólina rísa fyrir ofan stóra byggingu sem leit út eins og eins og ….. “Klaustrið” Stundi Pyro upp með ánægju um að þau höfðu komist svona langt.
“Þetta getur ekki staðist.” Geispaði Tyson og það mátti greina óróleika í röddinni. “Við lentum bara í einni árás.” Kinky og Galíka kinkuðu skelkaðar kolli en Pyro horfði í átt að klaustrinu með einu því kaldasta agnaráði sem til var. “Þeir eiga eftir að koma í flokkum að okkur innan stundar.” Þvældi Galíka útúr sér í losti. “Komi þeir bara” Sagði Pyro kaldur og lítill neisti í hjarta hans sem hann hafði ekki fundið fyrir lengi kveikti daufan eld við fætur hans. Þessi neisti var von. Pyro sá loksins að eftir allt var von um að þetta tækist þau komust án vandræða að klaustrinu. Af hverju ætti eitthvað að stoppa þau núna.

Pyro og Tyson skimuðu í átt að Klaustrinu á meðan Galíka og Kinky söfnuðu þeim litlu birgðum sem eftir voru saman í einn poka í stað þriggja.
“Þetta er hún”. Stundi Pyro upp. “Anderiel.” Tyson Galíka og Kinky hlupu til hans og í fjarska sáu þau að Anderiel var að ávarpa heilan her af djöflum, beinagrindum og uppvakningum og sneri sér svo við og gekk inn í klaustrið á hraða sem einungis háttsettur djöfull gat náð.
Það fór kalt blóð um æðar þeirra þegar þau sá þennan her af djöflum, uppvakningum og beinagrindum. “Þau hljóta að vera fleiri en tvö þúsund sagði Galíka. Andlitt hennar var fölt af ótta. Þegar vonin var að gefa sig hjá Pyro opnaðist hlið eins og hann hafði séð í Tristram og út úr því komu um hundrað skyttur undir leiðslu Alizu. “Akara sagði að það væri búið að safna saman hernum en það var of seint, því þig voruð þegar lögð af stað.” Sagði Alizia og brosti köldu brosi.

Ætlið þið að hjálpa okkur að sigra Anderiel. Nei en við ætlum að hjálpa ykkur að komast inn í klaustrið. Pyro stóð allt í einu í ljósum logum þegar hann fékk þessar fréttir og gekk til Aliziu og faðmaði hana að sér. Alizia áttaði sig ekki á þessu fyrr en Pyro sagði glaðlega. “Þið hefðuð ekki getað komið á betri tíma”. “Já en stríðið er ekki unnið ennþá”, Svaraði Alizia og brosti á móti.

Þau komu sér fyrir í víglínum og gerðu svo áhlaup og áður enn þessi fríði flokkur andstæðinga hafði náð að snúa sér við flugu um það bil fimmhundruð örvar í átt til þeirra. Þær höfðu allar spennt fimm örvar í einu.
Núna hófst örva drífa frá um fimtíu skyttum en hinar fimtíu drógu upp sveðjur og gerðu sig klárar fyrir áhlaup.
Pyro kallaði eitthvað og sveiflaði sverði sínu fram á við og hljóp af stað, allir, nema þessar fimtíu skyttur sem héldu áframa að skjóta fylgdu á eftir og þegar þessar tvær fylkingar manna og dauðra skullu saman stoppuðu örvarnar og aðrar fimmtíu sveðjur bættust í hópinn. Annars hefði verið of mikil áhætta að þau myndu fá örvar í sig.

Pyro sem hjó og lagði í allar áttir og brá skjöldunum gegn einstaka eldbolta eða ör frá beinagrindum. Hann var farinn að svima af því að snúast svona í hringi en þá bakkaði einhver upp að honum og hann fann frost strjúkast við bakið á sér og svo féll hver einasta beinagrind í níu metra radíus niður í ísmolum Pyro snéri sér við og sá að Galíka hafði bjargað honum frá að detta niður af svima þar sem hann þurfti nú aðeins að berjast í hálfhring.

Allsstaðar voru skyttur að berjast en Pyro kom ekki auga á Kinky eða Tyson.
En á sama tíma var Tyson bara að leika sér að leggja allskonar bölvanir fyrst til að andstæðingarnir yrðu ruglaðir og löbbuðu í hringi og svo til að þeir myndu gera árás á hvorn annan. Svo öskraði hann og óþægilega mikill hristingur kom yfir jörðina og frekar stór Gólemi reis upp úr jörðinni. Hann byrjaði að berja beinagrindurnar í klessu með frekar leiðinlegum brothljóðum. Kinky gekk þó ekki jafn vel hún var búin með örvarnar og önnur sveðjan var brotin. Tyson sendi Goleminn sinn til hennar og kom svo á eftir honum til hennar henti til hennar litlum örvapakka hún tók honum fegins hendi og snaraði honum á öxlina og spennti bogann að nýju.

Núna var Pyro orðinn leiður á þessu fjárans uppvakningum sem héldu áfram þótt hann hyggi af þeim hendur eða fætur, svo hann sendi helling af orkuboltum í allar áttur og um það bil tuttugu uppvakningar molnuðu niður. Galíka var búin að rispa stafinn sinn illa þegar hún kom auga á verulega glansandi djöflastjóra sem hafði í höndunum staf sem Galíku leist frekar vel á. Hún stökk fram og hjó af öllu afli í hann svo hann riðaði allur og datt svo niður dauður. Galíka hirti stafinn og fór aftur að Pyro sem rétt í þessu hafði hirt nokkra kasthnífa af ósvífnum djöfli sem hafði ætlað að setja hann á brauð.

Pyro henti kasthnífunum og hitti með hverjum einasta þeirra. Núna var djöflunum farið að fækka verulega og það sama gilti um uppvakninga og beinagrindurnar. En það fór kalt vatn um æðar Pyro þegar hann sá hvað margar af skyttunum höfðu fallið. Mesta lagi þrjátíu voru eftir. Þau luku við að kála þessum örfáu beinagrindum sem eftir voru og þá molnaði Góleminn hann Tyson niður. Pyro tók af sér hjálminn og dýfði hausnum ofan í næsta brunn ýfði svo á sér hárið og settist hjá hinum. Hann tók feginn við stóru kjúklingalæri hjá Aliziu og fékk sér stórann bita.

“Þetta gekk nú vel” heyrði Hann Aliziu segja og varð undrandi þar sem hún hafði misst meira enn helming liðsins síns. “En núna verðum við að fara aftur í virkið en við skiljum eftir eitthvað af birgðum sagði hún og henti af sér bakpoka og gekk svo inn um hlið ásamt hinum sem eftir lifðu.

Pyro, Galíka, Tyson og Kinky voru dolfallin yfir því að þau skyldu bara hafa farið svona án þess að segja nokkurn skapaðan hlut. Pyro var samt að gera sér að þessu stríði við Anderiel var ekki lokið það voru enn eftir um það bil sjö hæðir í lokabardaga þessa bölvaða staðar.


—————————————— ————————————
ég vonast til að koma með síðasta part í act 1 um leið og eg hef næst tíma til að skrifa hann :D