Þetta er eitthvað sem ég hef púslað saman gegnum tíðina sem ég hef spilað warcraft III…

Settu fjóra af fimm byrjunar vinnuköllunum í gull og einn í að gera altar, settu 3 vinnukalla í vinnslu og þegar sá fyrsti er svona 75% kominn á leiðina taktu einn úr gullinu í að gera burrow.
Fyrst vinnukallinn sem kemur út fer í gull og sá næsti í lumber, sá þriðji fer í gull (þá ertu kominn með þrjá aðra vinnukalla í vinnslu) Þeir sem voru að gera burrowið og altarið fara í lumber og sá næsti út úr Great Hallinu fer líka í við. Þegar þú hefur gull til þess þá geriru War Mill nálægt trjánum. Svo geriru vinnukalla þangað til að það eru sjö í lumber.
Þegar þú átt nóg gull og lumber upgradaru great hallina og þegar þú átt svo aftur lumber þá geriru nýtt burrow og aftur þegar þú átt nóg lumber geriru barracks, svo finnst mér algjört möst að gera voodoo lounge en ég hef samt í ófá skipti gleymt því en samt komist af.
Þetta er allt micro-ið sem þú þarft að hugsa um, það fer bara hentisemi þinni hvenær þú byggir fleiri burrow.

Þegar altarið er búið þá geriru Far Seer (mér finnst hann bestur vegna úlfana sem er fljótir, sem gerir þá góða til að scouta og finna óvininn, en líka til að drepa auma kalla, vinnukalla, archera etc…)
Þú summonar úlfana og lætur þá fara í sitthvora áttina, til að finna óvininn, þegar þú finnur hann, ferðu með far seerinn og ferð að reyna að drepa vinnukallana en passa að úlfarnir verði ekki drepnir, vegna þess að óvina hetjan fær helling af reynslu stigum (exp. points) af því að drepa þá). Á meðan þú ert að þessu ertu að gera einhverja 3-4 grunta og burrow við hæfi.
Þegar great hallið er uppfært, ferðu í næsta tavern og færð þér Naga sea witch, færð cold arrows sem er rosa gott til að drepa litla ghouls og þannig þegar það er að flýja. Svo færðu þér catapult (2-3 jafnvel 4) og þá ertu búinn að búa til 5 grunta, það sem þú gerir, er að lokka óvininn út úr basinu sínu með því að gera árás á ystu byggingarnar með catapúltonum.
Þegar komið er á þennan kafla finnst mér lang árangursríkast að eyðileggja altarið hans með catapultonum og umkringja svon bestu hetjuna hans með gruntum og úlfum, drepa svo hetjurnar og þá oftast segir hann, óvinurinn, “gg you annoying little bastard…” og fer svo.

Ég nota alltaf fyrsta skill pointinn hjá far seerinum í Feral Spirit, næsta í chain lightning, næsta í Feral spirit og næsta í chain lightning, næsta í Feral Spirit og svo, er tough hvort maður vilji eyða í earthquake því að mér finnst það rusl :/
Á Naga Sea Witch nota ég fyrsta í Cold Arrows, næsta í eldingar árásina (man ekki alveg hvað hún heitir einmitt núna) svo cold arrows, svo eldingar svo cold arrows, svo er aftur val milli ultimate og annars, en í þetta skipti þá er ekki ultimate valið því að mér finnst það ekkert gott, þó betra en earthquake.

Ég vona að þetta komi einhverjum að gagni því að þetta
hefur lang oftast virkað hjá mér, satt að segja vann ég
sex fyrstu leikina sem ég notaði þetta. Fyrirgefiði ensku-
sletturnar, það er bara svo erfitt með svona nöfn eins og
“Great Hall” og þannig.


Með óskum um gleðilegt nýtt ár og
velgengni í Warcraft III (vonir um
að WoW betan komi bráðum líka :/)
Þá Þakka ég fyrir mig.
Imanipah