Þau fylgdust með Irkun hverfa út við sjóndeildarhringinn. Ökumaður og eigandi vagnsins var klæddur í brúnan hettukufl og var með hettuna á þannig að það sást bara í fremsta partinn á höndunum á honum á þeim afréð Amon að þetta væri ungur maður svona um það bil átján vetra gamall. Hann hafði búið á gistihúsi í Irkun og þegar það fréttist að hann væri að fara til fjallana í norðri þá voru þau send með, en þegar það honum hafði verið boðið gull þá hafði hann neytað að taka við því og sagði að hann skildi gera þetta í staðin fyrir góðvildina sem allir höfðu sýnt honum. Amon og Okira reyndu margoft að tala við hann en hann svaraði þeim aldrei og þau sáu hann aldrei borða né sofa.
Eftir að hafa ferðast í tíu daga þá komu þau loksins út úr skóginum og þeim brá mjög því þar var allt svo eyðilegt, þar skipti úr fallegum og hlýjum gróðri yfir í frosna og eyðilega eyðimörk eins og það væri einhver ósýnileg landamæri þarna á milli og gróðurinn hætti sér ekki yfir þau. Eftir að Amon og Okira höfðu farið í þykkari feldi héldu þau ferðinni áfram, en ökumaðurinn virtist hvorki kippa sér upp við landslags breytinguna né kuldann.
Stuttu seinna sáu þau reik liðast upp handan nokkurra hóla á hægri hönd Amon vildi ólmur fara að athuga hverjir þetta væru og sagði ökumanninum að stóðva vagninn hér en ökumaðurinn svaraði með djúpri röddu: “Það er óráðlegt stoppa fyrr en við sólsetur”. Þannig að fyrst hann vildi ekki stoppa þá stökk Amon einfald lega af vagninum með allt draslið sitt og Okiru á bakinu hann var nú ekki hálfu villimaður fyrir ekki neitt. Okira stökk líka af því að hún vildi fá dótið sitt aftur. Þegar hún kom til Amons þá öskraði hún á hann: “ertu orðinn brjálaður að stökkva af vagninum, við erum margar dagleiðir frá næsta mannabústað”. En hann sagði við hann í mesta rósemdar tón: “við getum bara farið og athugað hverjir eru með bálið og fengið hjálp frá þeim.
<Blank>