Áður en þið byrjið að lesa vil ég biðja ykkur um að afsaka það hvað þessi hluti er seinn á ferðinni. Ég hef ekki getað komið því í verk að kklára Part 2 af Act 1.

Nú byrjar: Saga Jhamez Bonte partur 2 af Act 1!

Næstu daga eyddi ég frítíma mínum í það að rannsaka Spilltu Systurnar. Ég hafði reyndar aldrei séð neina með eigin augum, en Akara hafði gefið mér þónokkrar upplýsingar. T.d voru aðeins veikustu skyttur Systranna sem gátu staðist spillinguna, allar sterku skytturnar voru spilltar.
Dag eftir dag eftir dag gerðist alls ekki neitt. Til að stytta mér stundir fór ég í göngutúra um landið utan við búðirnar. Einn daginn rakst ég á eina af skyttunum frá búðunum, að nafni Flavie.
“Varaðu þig! Nokkrum kílómetrum bak við mig eru Köldu Slétturnar! Þar eru margar Spilltu Systranna!” hrópaði hún.
“Rólegann æsing, væna, ég fer varlega” sagði ég.
Eftir nokkurra mínútna göngu sá ég steinhellu sem ég kannaðist við.
“Veghlið?” hugsaði ég með sjálfum mér.
Ég prófaði að snerta helluna. FÚFF! Bláir logar spruttu úr hornum hellunnar.
Ég gekk yfir helluna og kallaði hátt og snjallt: “Búðir Systranna!”
Mér fannst eins og að ég hefði andað að mér of mikilli gufu, og lyppaðist niður. Ég vissi ekki af mér fyrr en ég lenti harkalega á hellunni í búðunum.
Warriv sagði við mig að það tæki sinn tíma að venjast Veghliðum.
Seinna um kvöldið kom ein af skyttum Kashyu um Veghliðið. Hún var með logandi ör í bakinu.
“Blóðhrafn! Hún er að vekja fólk í kirkjugarðinum upp frá dauðum!” öskraði skyttan. Svo hneig hún niður, dáin.
Kashya stóð í nokkrar mínútur orðlaus yfir líkinu, en kom svo loks til sjálfs síns, og öskraði á mig.
“ÞÚ! Ef að þú vilt með sanni kallað þig vin okkar skaltu fara í kirkjugarð systranna og enda tilveru Blóðhrafns! Garðurinn er rétt handan við Köldu Slétturnar! Farðu nú!”
Þetta kom mér svo að óvörum að ég gaf mér ekki einu sinni tíma til að endurnýja vistir mínar, heldur tók á sprett að Veghliðinu og muldraði: “Köldu Slétturnar”.

Þetta var nokkurn veginn fyrsta raunverulega ferð mín í Köldu Slétturnar. Ég sá að ekólogíska sýstemið þar var eins og ég hafði ýmindað mér. Gargantúar að slátra Föllnum í svanginn, nokkrar Systur að skjóta Gargantúana í bakið, sem að fengu þá á sig hrottafengnar árásir Fallna. Ah, hinn undraverði Hringur Tilvistarinnar. En eitthvað var að rjúfa þennan hring, nefnilega sjö brjálaðar Spilltar Systur á fullri ferð í áttina að mér!
Í skyndi fór ég yfir stöðuna. Þær voru allar með spjót, sem þýddi að ég gat ekki komist í færi án þess að hlaupa á spjótin. Ekki gott mál. ég hugsaði í skyndi áætlun. Ég ætlaði að hlaupa í kringum þær. Spjótin gera þau svifaseinni, og gera þeim snúning erfitt fyrir. Svo ætlaði ég að stinga þær í bakið.
Sú áætlun gekk prýðilega, jafnvel betur en ég hélt. Ein afmánin sveiflaði spjótinu svo fast við snúninginn að hún drap tvær aðrar af sínu hópi. Mér tókst að stinga eina þeirra í bakið, en áður en hún hneig niður sparkaði hún aftur fyrir sig, beint í veikasta blett karlmanna. Á! Einhvern veginn tókst mér samt að stinga aðara í bakið, þrátt fyrir yfirþyrmandi sársauka á milli stórutánna. Þá voru fjórar eftir. Þær virðust hafa áttað sig á áætlun minni, svo að ég reyndi annað. Ég hljóp að einni Spilltu Systurni, en hún hljóp á móti og ég fékk óskemmtilegt sár í vinstri síðuna. Það var of mikið. Ég hneig niður af sársauka og kastaði galdri með því sem að ég hélt að væri síðasti lífsdropi minn: Tönnum Trag'Oul. Af feiknarafli skaust það í þær allar og feykti tveimur upp í tré (þar sem að önnur fékk hvassa grein í gegnum búkinn en hin braut á sér bakið við það að lenda á trénu), fór í gegnum hinar tvær. Aldrei að vanmeta mátt Trag'Oul.
Ég teygði mig í brúsa af drykk sem að Akara gaf mér fyrir nokkrum dögum og tók mér smá sopa. Ég fann hvernig sárið í síðu minni læknaðist smám saman á meðan ég hvíldi mig næstu klukkustundina, bað til Trag'Oul og þakkaði honum fyrir hjálp sína.
Eftir klukkustund ákvað ég að halda áfram göngu minni og þótt að sárið í síðu minni væri að stórum hluta til læknað átti ég enn örlítið erfitt með andardrátt. En ég lét það ekki á mig hafa, og hélt göngu minni áfram.

Ekki gerðist neitt frásagnarvert næstu átta klukkustundirnar, ég lenti á áflogum við nokkrar Spilltar Systur, en engin með spjót, það hálpaði mikið.
Að lokum kom ég að hliði kirkjugarðsins. Við hliðið var hrafn að kroppa augun úr líki Systur. Ógeðfelld sjón.
En inn um hliðið gekk ég, og þar beið mín vera sem líktist Spilltu Systrunum en var allt öðruvísi. Húðin var ekki föl heldur hvít, þetta var augljóslega vampíra. Hún minnti mig á móður mína, bölvuð sé minning hennar.
Hún kallaði á mig: “Gakktu í minn dauðra her!”
Ég öskraði á móti: “Hvaða her?” en hún bara hló.
Ég bjó mig undir það að hlaupa í hana en tók þá eftir einu.Hendur. Tugir handa, sem komu upp úr gröfunum, og toguðu upp líkama. Rotna líkama. Uppvakninga. Ég töfraði fram í skyndi Golem, anda eins af náttúrluöflunum. Anda Jarðar. uppvakningarnir voru einfaldir hugsunar og ræðust að sjálfsögðu á Goleminn af því að hann var stærsta skotmarkið.
Þá gat ég einbeitt mér að Blóðhrafni. Ég hljóp í átt að henni og tók þá eftir því að hún var með boga en engan örvamæli. Ég furðaði mig á þessu, en mér gafst enginn tími til að hugsa því að áður en ég vissi skaust ör úr hreinum eldi í átt að mér. Ég náði naumlega að víkja frá örinni og sá þá að Blóðhrafn gat framkallað örvar að vild, án örvamælis. Ég setti skjöldin fyrir höfuð svo að ég fengi ekki eld í andlitið. Ég gat að vísu ekki séð neitt, en ég fann á mér hvað Blóðhrafn var. Ég hljóp, en hrasaði um legstein. FÚSS! ég fékk ör í bakið sem brenndi gat á afturhlið brynju minnar. Ég tók þá skjöldinn frá höfði, því ég sá að ég gat ekki barist blindur. Þetta reyndi á hæfni mína til að hörfa frá örvum, en þegar ég hélt að ég væri kominn að henni fór hún að hlaupa um á djöfullegum hraða. ég elti og elti en alltaf komst hún undan. Ég komst að lokum, eftir langan eltingaleik í gott færi fyrir uppáhalds árás mína: Stökkhögg. Ég stökk í áttina að henni og ætlaði að höggva, en þá fékk ég ör í framan sem að brenndi gat á framhluta brynjunnar, sem var nú ónothæf. Þetta kom mér svo á óvart að ég datt kylliflatur á magann.
Blóðhrafn gekk hægt og rólega að mér og sspennti bogann. Hún sagði mér að hreyfa mig ekki, ellegar týna lífi. Svo tók hún af mér vopnin og brynjuna og batt mig við tré. Eitt band fyrir hvern fót og hverja hönd. Blóðhrafn gekk að mér og sagði:
“Þú gætir orðið fínn liðsforingi fyrir her minn.” sagði hún og benti á þessa Hungruðu dauðu, sem voru nú lönu búnir að brjóta Goleminn minn.
“Það er að segja, eftir að þú ert orðinn vampíra, eins og ég. Hafðu engar áhyggjur, þetta verður ekkert sárt.” sagði hún gekk upp að mér og beit í hnakkann á mér.
Hún beit mig. Hún beit mig! ENGINN BÍTUR MIG!!!!!!

Í berserksæði þrefaldaðist styrkur minn og ég reif böndin sem að héldu mér, og stökk á Blóðhrafn og hélt ógeðinu niðri. Ég barði af alefli í brjóstkassa vampírunnar og sökkti hnefanum í brjóstkassa hennar. Ég greið um þennan hrylling, sem eitt sinn var hjarta hennar, reif það úr brjóstkassanum og reif svo í tvennt.
Við það komu mörgþúsund eldingar sem lentu í her Blóðhrafns og þurrkaði uppvakningana út, og sál Blóðhrafns flaug út úr líkamanum, augljóslega fegin að vera laus úr prísundinni.
Ég tók upp sverð mitt og skjöld, það eina sem ég átti eftir fyrir utan litla bók um Bæjarhlið sem ég notaði til að opna eitt slíkt. Þegar ég gekk inn um Bæjarhliðið fjarfluttist ég í búðir Systra Sjónlausa Augans.
Kashya tók strax eftir mér og spurði mig spjörunum úr um hvað gerðist, hvort mér hefði tekist verkefnið, o.s.frv.
Ég heimtaði útskýringa.
“Hver var Blóðhrafn? Hvernig þekktir þú hana?” sagði ég.
Kashya varð á svipinn eins og hún vildi helst gleyma svarinu við spurningu minni.
“Ég og Blóðhrafn ólumst saman upp þegar við vorum litlar. Þegar við vorum unglingar gengum við í raðir Sjónlausa Augans. Blóðhrafn var alltaf betri stríðsmaður, og hún var sett sem höfuð flokksins okkar, sem varð fljótt besti flokkur Systranna. Flokkurinn var sendur í bardaga við Diablo við Tristram, og enginn lifði af nema ég. Blóðhrafn hlaut versta dauðdagann, ég vil helst ekki segja frá honum. og svo var henni spillt af Andariel í dauða sínum. Þótt að við vorum bestu vinkonur eitt sinn, vona ég að andi hennar verði bannfærður að eilífu.” sagði hún döpur á svip.
Svo kom hún auga á bitið sem var á hnakkanum.
“Við Sjónlausa Augað!” kallaði hún. “Er þetta bit?!” spurði hún.
Ég neitaði því ekki. Kashya sagði mér að fara strax til Aköru og láta hana líta á bitið.
Þegar Akara hafði skoðað bitið dálitla stund setti hún upp svip sem ég þekkti sem vondar-fréttir-svipurinn.
“Já, þetta er svo msannarlega sýkt.” sagði hún með depurð í röddinni.
“Þú hefur fengið bölvun vampírisma í þig.” hélt hún áfram. “Ég veit ekki um leið til að losa þig við hana, en ég veit um einn sem að gæti það. Hann heitir Deckard Cain.”
“Og hvar finn ég hann?” æpti ég á hana, pirraður á því að geta aldrei fengið almennilega hjálp frá Systrunum.
“Engin ástæða til þess að æsa sig, væni.” svaraði hún mér.
“Engin ástæða til að æsa sig? ENGIN ÁSTÆÐA TIL AÐ ÆSA SIG?! ÉG HEF VERIÐ BITINN AF VAMPÍRU! ÉG BREYTIST Í VAMPÍRU SJÁLFUR EF AÐ ÉG ER EKKI DREPINN, OG JAFNVEL ÞÁ MUN ÉG SAMT VERÐA VAMPÍRA! OG ÞÚ SEGIR AÐ ÞAÐ SÉ ENGIN ÁSTÆÐA TIL AÐ ÆSA SIG?!?!?!?”öskraði ég af öllu afi á hana.
Aköru var augljóslega brugðið, og mælti: “Ég biðst afsökunar. En allaveganna, þá er Deckard Cain í Tristram. Ég bið til Augans að hann lifi enn.” sagði hún eins og ekkert hafi í skorist.
“Tristram er margar dagleiðir í burtu! Cain yrði dauður þegar ég loks kæmi!” sagði ég.
“Þess vegna skalt þú gera eins og ég segi ef þú vilt halda lífi.” sagði Akara. “Ég veit um aðra leið. Fyrst verður þú að fara í Köldu slétturnar, handan þeirra er staður er kallast Grýtta svæðið. Þar finnurðu helli sem að leiðir til skógar sem kallast Dökkviður. Þar er tré, þú hlýtur að koma auga á það. Innan á berki þess eru rúnir. Komdu með rúnirnar og ég skal segja þér hvað þú átt að gera næst.” sagði hún.

Ég lagði strax í rúmið þrátt fyrir veislu sm var haldin mér til heiðurs. ég yrti ekki á nokkurn mann, ekki einu sinni Gheed sem ég var vanur að rökræða við á kvöldin.
Ég hafði stærri hnöppum að hneppa.