Áður en þið lesið meira, ætla ég að benda á að ég hef skáldað upp nokkra galdra, sem eru ekki í Diablo 2. Þetta eru svona galdrar sem Necromancer væri með ef að það væri ekki svo þeir koma að engu gagni í leiknumm, þannig séð.
EN NÚ HEFST: SAGA JHAMEZ BONTE!
Það voru þó nokkrar dagleiðir frá hofi Rathma til búða Systra Sjónlausa Augans. Ég var í félagsskap nokkurra annara ferðamanna, en engir þeirra voru á leiðinni til sama staðar og ég. Á leiðinni þangað sást úr fjarska til Tristram. Við þennan bæ hafði einhver ókunnur ævintýramaður sigrað Diablo sjálfan einn síns liðs. Ég velti fyrir mér hvort að ég ætti nokkurn tímann eftir að afreka eitthvað sem jafnaðist á við það. Maðurinn sem átti vagninn vildi koma við í Tristram, heimili sínu. Hans beið óskemmtileg sjón. Bærinn var tómur, ekki nokkur lifandi sála. Ökustjórinn gapaði yfir þessari sjón.
Skyndilega heyrðust öskur sem voru svo sannarlega ekki af þessum heimi. Upp úr brunninum spýttust tugir djöfla, með viðeigandi skarkala. Þeir tóku af einhverri ástæðu ekki eftir okkur, voru uppteknir við eitthvað annað.
Hvað það var - vissi ég ekki. Við skildum öll að við höfðum ekkert að segja í þessa djöfla, svo að við fórum í vagninn og þeystum af stað.
Systur Sjónlausa Augans voru augljóslega ekki vel settar þegar ég kom að. Allir þarna inni voru daufir á svið, nema einn þybbinn karl með ógeðslegt glott á svip, og mjög ung kona, sennilega bara nítján vetra, sem kreisti fram bros. Einn maðurinn, sem var klæddur í föt sem tíðkuðust í Aranoch, gekk að mér strax og ég kom inn í búðirnar.
“Góðan daginn, blessuð blíðan.” sagði maðurinn.
Ekki fannst mér það vera ýkja mikil blíða, dimmt og rigning…
“Nafn mitt er Warriv,” hélt maðurinn áfram. “Eins og þú gast kannski getið þér til, er ég frá Lut Gholein. Ég kom hér í leit að vörum til að skipta við Systurnar, en ég festist hérna, og hef fundið mig tilneyddann til að gefa flestar vörur mínar til Systranna.”
“Hvað meinarðu með að þú sért fastur hér?” spurði ég.
“Já, það er nú það. Það er löng saga. Fyrir stuttu síðan, nokkrum dögum eftir að ég kom, átti ferðalangur leið hjá. Hann klæddist hettukápu, svo að enignn sá andlit hans. Maðurinn rétt stoppaði til að hvíla sig, og hélt svo för sinn áfram.
En eitthvað illt afl fylgdi honum hvert sem hann fór, og skömmu seinna fóru djöflar að spretta upp á hverju strái, meðal annars í klaustri Systra Sjónlausa Augans. Einn af þessum árum er Þerna Eymdar, Djöfladrottningin Andariel. Klaustrið ver leiðina austur, og djöflarnir leyfa engum að sleppa lifandi frá klaustrinu. Þar sem ég kemst ekki austur - heim, er ég fastur hér.” sagði Warriv.
Warriv benti mér einnig á Aköru, sem er andlegur leiðtogi Systranna.
Akara var einhver sú aldaprasta manneskja sem ég hef séð.Hún var í framan eins og henni fyndist að allt sem hún gerði væri tilgangslaust. Hún var klædd í fjólublán kyrtil, og gekk með hettuna á höfði sér.
“Vertu sæll og blessaður.” sagði Akara. Ég sé að þú ert nýkominn til búða okkar. Mér þykir fyrir því að ég skuli ekki geta veitt betra skjól. Þú veist sennilega nafn mitt. Hvað get ég boðið þér?“
Ég bað hana um upplýsingar um þessar spilltu Systur. Akara andvarpaði.
”Hinar spilltu voru nokkrar af bestu hermönnum mínum. Andariel spillti þeim, heilaþvó þær, og gerði þær einfaldlega bilaðar.“
”Hvaða þjónustu geturðu veitt mér? spurði ég.
“Ég get lítið sem ekkert gefið þér. ég þarf allt þetta handa okkur Systrunum.” sagði Akara leið á svip.
Ég gat nú ekki trúað því að hún þyrfti þetta allt… Akara kom með svar við spurningu minni.
“Það er nefnilega þannig að ekki langt frá þessum stað er hellir, sem er heimili djöfullegra kvikinda. Ég óttast að fyrirbærin ráðist bráðum á búðirnar. Við höfum misst margar góðar skyttur þarna inni í þessum helli, er við köllum Bæli Illskunar.”
“Ég sé í hvað stefnir” hugsaði ég með sjálfum mér.
“Ég gæti kannski losað ykkur við einn,tvo, þrjá djöfla, ef það þýðir að ég geti verið hérna lengur” sagði ég við Aköru.
“Þú þarft þess ekki frekar en þú vilt, en fyrst þú sækir svo í það að fá að vera hér, ætla ég ekki að banna þér þetta. Gangi þér vel.” sagði Akara, og ég held að hún hafi jafnvel reynt að kreista fram bros.
Á leiðinni út úr búðunum. Hitti ég unga, rauðhærða konu, ég kastaði kveðju á hana, en hún ansaði mér ekki.
Það var nokkurra klukkustunda gangur að Bælinu. Á leiðinni komu að mér nokkrar afturgöngur, en þökk sé traustu sverði gat ég auðveldlega klofið þessa uppvakninga í tvennt.
Ég kom loks að hellinum. Inni þar var niðamyrkur. En ég var varla kominn inn þegar ég heyrði nokkur dýrsleg öskur, sem að mér fannst koma frá nokkrum áttum.
Varla leið augnablik, og þá var ég umkringdur af Gargantúskum Dýrum, heimskari og aumari gerð af Yeti. Þeir voru sex talsins. Ég sá mér leik á borði og stökk á einn þeirra, sem virtist vera aðalgaurinn, og reyndi að einbeita stökkkraftinum í högg. Vond hugmynd.
Hann greip mig eins og bolta, og kastaði mér í vegginn. Það hafði þær afleiðingar að það okm skriða og steinar grófu sum skrímslin. “Þvílík heppni,” hugsaði ég með sjálfum mér.
En mér gafst ekki mikill tími til að hugsa, því að ég hafði varla staðið upp, fyrr en sá stóri hljóp að mér og tók mig upp. En nú vissi ég hvernig hann hugsaði. Ég beindi öllum krafti mínum í það að losna ér greipum hans. Skrímslið missti tak á mér, ég stökk upp og lenti á höfði skrímslisins. Ég teygði sverðið að hálsi kvikindisins, og reyndi að skera það á háls. En sverðið beit ekki á dýrinu. Dýrið reiddi hnefann til höggs, og ætlaði að kremja mig þar sem ég stóð á hausi þess, en hitti ekki. Í staðinn missti það jafnvægi, við það að höggva afturábak. Á fyrir mig. Ég kramdist undir búki dýrsins. Ég reyndi að þröngva mér undan dýrinu, með litlum árangri, en það tókst þó. Ég kastaði bölvun á kvikindið, sem veikti dýrið þar sem það lá, og þegar það ætlaði að standa upp, stökk ég á dýrið og skar það á háls.
Í þetta sinn beit hnífurinn á skinni dýrsins, þökk sé bölvuninni (Amplify damage). Foriniginn var dauður, en margir Gargantúanna voru smám saman að grafa sig út úr steinunum sem lentu yfir þeim. Nú var það spurning um að hugsa fljótt. Ég sá mér leik á borði og vakti upp beinagrind foringjans. Þessi beinagrind, fyrsta beinagrindin sem ég vakti upp, átti í engum vandræðum með að lemja lífið úr þessum fáu sem lifað höfðu af steinskriðuna af.
Eftir stutta göngu komum ég og beinagrindin mín trúfasta að einhverjum stærsta hópi djöfla sem ég hafði nokkurn tíma séð. Þetta voru Fallnir, litlir djöflar sem vinna í hópum, og nokkrir töfralæknar þeirra. Aldrei hafði ég séð jafn auma andstæðinga, þar sem að þeir voru svo auðveldir að hitta og þoldu illa högg. Ég hjó þá flesta niður í einu höggi. Ég hafði með léttum leik þurkað út það sem ég taldi vera yfir helming þeirra, en þeir lifnuðu bara við!
Ég kom þá auga á vandamálið. Shamenn Fallna voru allir sprelllifandi! Eins og allir vissu, nema ég, eiga Shamenn Fallna það til að eyða öllum sínum frítíma í það að lífga félaga sína þá við. Ég sigaði beinagrindinni minni á þá, og hún þurrkaði lífið úr þessum aumu djöflum. Restin var of auðveld tilað hægt sé að koma því í orð önnur en hohohohohahahahheheheheh.
Lengra og lengra fórum við beinagrindin mín trausta inn í hellin, þangað til að við komum að því sem virtist vera mesta myrkaverkið þarna inni: uppvakningurinn frægi, Nálogi.
Hold hans var myglaðara og verr lyktandi en nokkura annara uppvakninga, og þú gast fundið illskuþefinn af honum, í orðsins fyllstu merkingu. Í lífi var hann raðmorðingi, sem myrti allt sem hann kom ógeðslegum lúkum sínum yfir með, og hann notaði hryllilegar og sársaukafullar aðferðir. Hann tók fólk í svefni, bar eld að því og afskræmdi það af brunasárum. Síðan stakk hann göt á hold fórnarlambanna og bar aftur eld að sárunum, hengdi fórnarlömbin upp á stöng og beið þangað til að: a) Heili fórnarlambsins þoldi ekki lengur sársaukann og hætti að virka
eða: b)Fórnarlambið dó af sárum sínum.
Hann náðist sem betur fer fljótt, og var einmitt lokaður undir skriðu í ónefndum helli í Khanduras. Svo voru sögur sagðar um upprisu hans, en ég hélt að þær væru bara lygar.
Ég bjó mig undir heljarinnar bardaga.
Nærvera Náloga virtist styrkja uppvakningana og öfugt, svo að ég átti í miklum erfiðleikum með að ná höggi, hvað þá særa. Uppvakningarnir fóru í fimmta gír (sem sagt, fimm kílómetra hraða) og óðu - eða eitthvað, í áttina að mér. Ég ákvað að siga beinagrindinni á Náloga, og sjá sjálfur um uppvakningana. Ég hafði ekki barist lengi þegar ég heyrði hljóð eins og bein að slást saman, og engin ummerki voru lengur um beinagrindina mína. Nú kom Nálogi á fullri ferð (sex kílómetra hraða) í áttina að mér. ég átti fullt í fangi með hina uppvakningana, og mátti ekki við að lenda í öðrum. Ég ákvað að grípa til annarar tækni, þar eð sverð mitt hafði lítil sem engin áhrif á uppvakningana. Ég hljóp nokkra metra frá þeim, og kastaði skildinum af öllu afli í einn uppvakninginn. Það klauf þann uppvakning í tvennt. En nú var ég skjaldarlaus, svo að ég var mjög varnarlaus. Nú reyndi á hæfileika mín til að notast við sverð til varnar. Vond hugmynd. Uppvakningarnir náðu höggi á mig. Og öðru. Og enn öðru. Ég neyddist til að hörfa og taka stóran gúlsopa af lækningadrykk. Höggin mín voru ekki að virka heldur. Ég fann þörf fyrir að nota galdra, og kallaði á fornu máli Rathmapresta: “Irit thu oleden Berchk!” Og fúmm! Amplify damage! Þessi bölvun gerði bardagann töluvert auðveldari, þar sem að venjulegu uppvakningarnir voru bókstaflega húðflettir af mér, nú þegar þeir voru undir áhrifum Amplify Damage.
Uppvakningarnir þurrkuðust fljótt út. Nú var bara Nálogi eftir.
Ég fékk tíma til að toga skjöldinn minn úr líki eins uppvakningsins, svo að ég var ekki eins bjargarlaus. Ég hafði einfalda taktík. Hoppa og skoppa í kringum hann og drepa hann hægt og rólega með því að slá hann alltaf í sama punktinn og mynda stórt sár til að draga úr honum máttinn.
Það virkaði svo sem alveg, ég náði svo sem alveg að gefa honum nokkrar skrámur, en hann það var farið að ganga verulega á lækningadrykki mína. Og þá gerðist það. Ég missti einbeitinguna við það að drekka lækningabrúsa, og fékk snöggt högg frá Náloga.
Og þá komu kraftar hans í ljós. Högg hans fengu “element” elds, íss, og eldinga. Þessi litla snerting við mig frysti á mér hægri höndina (Jhamez er örvhentur) og eyðilagði algjörlega getu mína til að verja mig með skildi mínum. Nú gat ég bara notað vinstri höndina. Og þá náði Nálogi góðu höggi í vinstri öxlina á mér. Zzzzap! ég fékk sársaukafullt rafstuð í handlegginn. Og annað högg á sama stað kom á mig, í þetta sinn með uppáhalds elementi óvinarins, eldi. Hann brenndi sárin. Aldrei hef ég upplifað þvílíkan sársauka. Nú gat ég varla notað vinstri hendina. Og síðan ætlaði hann að éta mig lifandi, og beit mig. Hann beit mig! HANN BEIT MIG!!!!
Ég get þolað blæðingu úr opnum sárum, ég get reynt að leiða hjá mér brunasár ofan á venjulegt sár, EN ENGINN BÍTUR MIG! ENGINN!
Ég flippaði. Ég þreif sverðið og margefldist við reiðina. Ég tvíhandaði sverðið, stökk á hann og hjó hann lóðrétt niður.
Ekki getur neinnþolað það að vera klofinn lóðrétt niður, ekki einus sinni æðri djöflarnir. Hvað þá uppvakningur! Í tættum leifum af Náloga sá ég glampa á eitthvað. Ég ýtti þessum rotnu uppvakningalíkum frá glampanum, og sá hvar þar lá sverð. Ég þorði ekki að segja hvað það gerði, svo að ég ákvað að geyma það og einkenna það í búðunum.
Örmagna af þreytu gekk ég eftir hellinum og slátraði nokkrum föllnum með síðasta styrk mínum. Ég bara gat ekki meira. En þegar ég ætlaði að gefast upp sá ég blindandi ljós. Það var eins og ég hefði séð dýrð Hins Mikla Hrings Tilverunnar í öllu sínu veldi. Ég vissi ekki hvað það þýddi, en staulaðist út úr hellinum.
Leiðin aftur í búðirnar virtist lengri núna. Kannski var það bara ég. Þegar ég kom aftur spurði Akara mig hvort að mér hefði tekist ætlunarverkið. Ég sagðist hafa þurrkað út mestallan fjöldann.
“Kannski voru einhverjir í felum, en ég held að það séu bara minni djöflar, ekkert sem þið þurfið að hafa áhyggjur af.” sagði ég.
Aköru létti vað það að heyra þetta.
“Þú hefur hreinsað Bæli Illskunar. Þú hefur svo sannarlega áunniið þér traust mitt, og allra í búðunum. Þú gætir jafnvel endurvakið trú mína og von. Þú skalt sko ekki fara frá mér laus við verðlaun. Ég ætlaði að spara þetta fyrir seinna, en þetta ER víst seinna. Þú mátt eiga þetta.” sagði hún og dró út úr tjaldinu bók sem hét:
“Notkun afla lífs og dauða” það sem ég las í henni átti eftir að koma að miklu gagni í framtíðinni.
Þegar ég kom að varðeldinum, hrósuðu mér allir, og jafnvel rauðhærða konan sem hafði verið svo hvöss við mig kynnti sig sem Kashyu. Warriv ákvað að leyfa mér að sofa í kerrunni sinni. Þegar ég kom að kerrunni eftir langa setu við varðeldinn, hitti ég þybbna manninn frá fyrr i sögunni.
“Góðann og bleeeessaðann daginn! Ég heiti…” hann stöðvaði munnræpu sína.
“Særingamaður! Ég hélt að ég myndi aldrei þurfa að líta þína tegund aftur.” sagði hann.
“Gættu tungu þinnar. Það vill svo til að ég er einn ”minnar tegundar“ og tek þessum orðum ekki vel.” hreytti ég framan í hann.
Maðurinn varð vandræðalegur og sagði ekkert þangað til að ég var kominn inn í kerruna ásamt honum.
“Allavegann, þá heiti ég GHeed, og er einhver besti kaupmaður á þessum slóðum.” gortaði hann.
“Alveg örugglega.” sagði ég hastaralega, og fór að sofa.