Hæ ég veit að þetta hefur komið upp áður en það er alltaf gaman að fá skemmtileg viðbrögð hjá strákunum ;o)
hvernig er það hvað eru margar stelpur sem hafa áhuga á tölvuleikjum ? Ég veit persónulega aðeins um 4 (að meðtaldri mér). Og við erum kallaðar nörd af vinkonum okkar og taldar pínu skrítnar því þetta er fyrir stráka

Það er satt að það eru fáar en kannski er það afþví að markaðurinn miðar við stráka. t.d. í Baldurgate II þá getur karlkynskarakter lent í “ástarsambandi” við nokkrar konur (4 eða 5 ef ég man rétt) en kvenkynskarakter hefur bara um einn eða tvo að velja (sorry ef þettað er spoiler!) svo eru skotleikir með default mod. geðveika massa karla (þó maður geti t.d. í quake sett kvk skynn) og ég gæti tekið fleiri dæmi. málið er bara að það búast svo fáir við því að stelpa vilji spila ölvuleiki að henni er ekki boðið það. Spáið t.d. í því hvernig erlendu tölvutímaritin eru auglýst; með geðveikum megabeib (or whatever) framaná, og svo eru þau í hillunni ,,karlatímarit" í bókabúðum.
Þið strákar verðið bara að vera duglegri að kynna tölvuleiki fyrir stelpum (vinkonum, systrum og kærustum) og þá eiga oftast best við leikir eins og heroes, age of empires, baldursgate og warcraft kannski best við.. amk. að mínu álita ;o)

æ ykkur finnst ég örugglega búin að bulla nóg svo ég held ég sé hætt …ég er líka ekkert búin að skrifa um það sem ég ætlaði ;o)

~Bullukollan~
Ice Queen