undanfarið, hef ég ákveðið að senda inn grein um sögustefnu
hins margfræga og ofangreinda leikjafyrirtækis blizzards. Sem
að einkennist af vondum endum og Anti Amerikanisma.
Já, lengi hefur sá siður tíðkast hjá blizzard, að gefa út
stórgóða leiki og gefa svo út framúrskarandi aukapakka með.
Sagan í leikjum þessum er oftast jafn stórkostleg og
framleidd eintök. Enda er það stórmennið og margmennið
Chris Metzen sem að semur flestar sögurnar.
En allavega. Eftir að ég keypti mér starcraft og starcraft BW í
sama pakkanum (sem var í gær) og vann hann (sem var í
dag) fór ég að sjá ákveðið minnstur í öllum þessum leikjum
hjá blizzard. Þar sem að antiamerikanisminn er svona mikill í
þeim. Dugar það ekki bara að hafa vondan endi, heldur einnig
að slátra góðum hetjum til hægri og vinstri. Persónulega þykir
mér þetta vera gallaður kostur. Þar sem það er mikil sorg að
sjá hinn mikla Wanderer reka inní sig sálarsteininum og
verða svo að Diablo. Sem og að sjá Fenix og Tassadar, vera
lamda í klessu af vígtenntum zerglingum.
SC og WC III. Þykir mörgum vera furðulíkir (þar sem að t.d.
geta UD bara byggt á blight, zerg á gumsi og margt fleira) og
er sagan einnig furðulík. Enda fara báðir á þessa leið:
Nokkrar hetjur í fyrsta campaign. Ein af hetjunum corruptast
og verður að flipp-tuðru-skransi eins skáldið orðaði það. Og
verður ein af stærstu viðbótunum í óvina hernum, svo
sameinast allir góðu kallarnir í báðum leikjum og drepa
aðalvonda kallin (þ.e. Overmind og Burning Legion gaurinn)
en svo í seinni leiknum kemur í ljós að það var í rauninni
flipp-tuðru-skrans hetjan sem að þeir hefðu átt að drepa og
endar svo allt saman þannig, að maður leggst á lyklaborðið
og fer að gráta.
Já… Þar sem ég er ekki að fara neitt með þessarri umræðu
langar mig bara að leggja fyrir yður þessa spurningu: Hvað
finnst þér um þessa sögustefnu Blizzards
Undiritað: Ari J.
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi