Aukaefni! Skipsbók Meshifs!
 
Jæja, Núna er ég, að vinna í fyrsta hluta Nindölu í Acti III sem
og þess vegna hef ég, (höfundur) ákveðið að gefa út skipsbók
Meshifs, til þess að stytta ykkur stundir.
 
Ferðin til Kurast, sjóferð 589.
 
Dagur 1.
 
Í dag lagði ég af stað í nýja ferð, aftur til Kurast, heimaborgar
minnar, Eftir það að hafa verið um kjurt í Lut Gholein í svoldinn
tíma. Farangur okkar er: 13 kassar af kryddi, 7 kassar af hinu
fínasta efni, 18 kassar af matarbyrðgum fyrir áhöfnina, ásamt
rommi, 3 kassar af tóbaki og 30 kassar af matvælum, svo
sem Aranoch brauð og annað frá Lut Gholein. Þessar birgðir
(fyrir utan matarbyrgðir okkar) eru ætlaðar heimaborg minni
Kurast, þar sem að þeir hafa átt erfitt þar, og ég ætla að sjá
hvort að fólkið mitt geti notað þetta. En farangur minn er ekki
allur upp taldur, Tior, vinalegur paladin á 24. vetri, sem að vildi
fá far með mér, sem og vinkona hans, Carver, sem er ekki
eins vinaleg (raunar frekar viðskotaill og kaldhæðin), líka á 24.
vetri. Mér skildist að þau hefðu verið fólkið sem frelsaði Lut
Gholein… Með þeim er gamall maður: Cain, sem að virðist
vera lífsreyndur, og mjög vinalegur. Farþegarnir tóku aðeins
með sér tvær kistur, ein fyrir Carver og önnur fyrir Tior. Cain tók
aðeins með sér mat og staf. Samt ríkti einhver leiðinlegur
andi yfir þeim, og þau voru ósköp dauf. Ég vona að þau verði
orðin hressari á morgun.
 
Meshif kapteinn.
 
Dagur 2.
 
Í dag var andinn öllu hressari um borð. Tior fór strax að hjálpa
áhöfninni og lappaði uppá útsýnisturninn án öryggisnets.
Carver hjálpaði ekki mikið til og muldraði bara eitthvað um
það að hann væri einum of ákafur að hjálpa þessu
hálf-lekatrjádrumbi of hann ætti að stinga sér í sjóinn, efað
hann væri svona hrifinn af honum. Hinsvegar borgaði hún mér
200 gullpeninga fyrir ekki neitt. Virtist eins og hún vildi ekki að
einhver gerði henni greiða án borgunar. Mjög furðuleg
persóna. Hinsvegar er himininn að verða alveg skýjaður, mér
er sagt að slíkt gerist ekki á tvíburahöfunum nema að það sé
eitthvað hræðilegt að gerast rétt hjá, vissara að vera á
varðbergi.
 
Meshif kapteinn.
 
Dagur 5.
 
Ég vaknaði snemma í morgunn við það að regndropi féll á
kinnina á mér. Þegar ég kom uppá dekk, sá ég að það var
óveður í vændum. Það var alveg skýjað, eins og gerist oft í
forstlöndum Barbarianana. Það ringdi smávegis úr skýjunum,
lítið, en stöðugt, hætti aldrei þá og er ekki hætt núna. Cain sat
inní káetu sinni í allan dag, virtist vera að skrifa. Carver gerði
lítið annað en að sofa og fá sér romm. Á meðan Tior hjálpaði
til á skipinu. Annars gerðist lítið í dag, við náðum 19 hnúta
hraða sem að er mjög gott, enda fengum við góðan byr.
 
Meshif kapteinn.
 
Dagur 6.
 
Ég þarf að gera eitthvað í þessu leka þaki. Mig dreymdi
draum, þar sem ég var að sigla og vinna sjóræningja, en
alltíeinu helltist heill foss ofaná mig. Ég vaknaði og þá kom í
ljós að þetta var ringingin sem að var dynja í gegnum þakið
hjá mér. Ég fór uppá dekk og þá kom í ljós að það var
helliringing. Áhöfnin barðist líka á móti miklum vindi og þurfti
bókstaflega að binda sig við skipið. Cain var enþá inní káetu
sinni. Loftið var líka hálf rafmagnað. Það virtist stormur í
vændum.
 
Meshif kapteinn.
 
Dagur 7.
 
Ég vaknaði við þrumur og eldingar. Það var kominn hrikalegur
stormur, og litlu munaði að ég væri ekki  hér til þess að skrifa
þetta, þar sem að ég datt fyrir borð, mér var náð uppúr. Cain
kom útúr káetu sinni til þess að tala við Tior, Carver ákvað að
hjálpa til (þið komist víst ekki af án mín sagði hún) ég held að
ég geti ekki skrifað í þig næstu daga, skipsbók, þar sem að
ég þarf að vera uppá dekki.
 
Meshif kapteinn.
 
Dagur 10.
 
Stormurinn fer versnandi.
 
Meshif kapteinn.
 
Dagur 15.
 
Loksins komumst við í skjól frá storminum, það var eins og
gat í skýjunum sveif yfir ákveðnum stað á sjónum, við ætlum
að bíða hér í nokkra daga.
 
Meshif kapteinn.
 
Dagur 19.
 
Við fórum útúr þessum griðarstað. Cain stytti okkur stundir
með sögum sínum á meðan á þessu stóð, Carver gaf mér
hnút sem að hún vildi að ég leisti (sem að hún hafði hnýtt
sjálf) og ég skildi ekkert í honum. Þetta virtist vera eitthvað
undarlegt spaug, þar semað ég er enn, fjórum dögum síðar
(en samt er ég með hæstu einkunn, í skipstjórahnútum af
öllum kapteinum hinna 6 hafa) að reyna að leysa hann.
 
Meshif kapteinn.
 
Dagur 23.
 
Hjálppp…. Það stendúr yfer sjórænígna áras…
 
Meshíff.
 
(höfunda komment: skrifað í flýti svo að þetta á að koma
svona út.)
 
Dagur 28.
 
Það var gerð árás á okkur af sjóræningjum. Eftir 5 daga
bardaga, gáfust þeir loksins upp, við misstum aðeins 2
menn, því miður. Þá voru þessir menn Kornil og Rastik. Megi
Skatsim vernda sálir þeirra.
 
Meshif kapteinn.
 
Dagur 29.
 
Það eru aðeins 4 dagar eftir af sjóferðinni. Samkvæmt
venjulegum útreikingum. Tior og Lathan gerðu við gat sem
fundist hafði á skipinu. Carver leysti hnútinn fyrir mig. Ég held
líka að ég hafi komið auga á Naliu, sæskrímslið ógurlega.
 
Meshi kapteinn
 
Dagur 32.
 
Í dag sáum við Kurast, við vitum núna hvert skal stefna, en
það er eitt sem að veldur mér áhyggjum. Ringningin er ekki
hætt, og myrkrið virðist svartast yfir Kurast, við komum líklega
að landi á morgun.
 
Meshif kapteinn.
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi