Duriels blóðbaðið
(Loksins! Loksins! Hinn margum eftirvænti 5. hluti er kominn!
Það var allmikil seinkun á honum vegna þess að höfundur fór
í fermingarferðalag, og þurfti að læra fyrir gífurlegan slatta af
prófum.)
Þetta var risastór staður, fullt af vegum sem að héldu
óendanlega langt áfram, þeir voru svo mjóir, að minnsta
stugg myndi ýta manni fram af… Þessi staður sveif um í
kolniðamykri og stjörnum (basically út í geimnum en á
þessum tíma hefur nú enginn farið út í geiminn og mun það
sennilega aldrei..) Rosaleg sjón. Við löbbuðum öll frekar
óörugg niður stigann.Hrædd við það að detta. Við komum
niður að frekar undarlegu Waypointi, með merkjunum 7.
Frá Waypointinu voru 4 vegir. Einn Austur, einn Suður, einn
norður og annar vestur. Þannig að við ákváðum að skipta
okkur aftur uppí hópa. Malak og Velka sem að fóru Austur,
Ushuma og Khandú sem að fóru suður og ég og Tior sem að
fóru vestur. Ef að enginn væri rétt myndum við öll mætast og
fara norður.
Eftir að hafa gengið nokkra stund komum við að hópi
geitamenna. “RAAAAH!” Þeir sóttu fram með miklum látum og
hamagangi, þannig að mér datt svoldið í hug. Ég summonaði
þrjá blade sentinela, sem að lenti á fótum þeirra, svo að þeir
duttu fram af…
“Eigum við að gá hvortað heyrist dynkur?” Sagði Tior glottandi
og slíðraði sverðið sitt góða.
Við komum að stóru, undarlegu, rauðu portali. “Hmmm…
Hvert ætli þetta liggi?” Spurði ég um leið ég steig inn. Um leið
og ég var kominn í gegn sá ég að ég hafði komið útúr portali
alveg eins og þetta sem að ég hafði verið að stíga í gegnum.
Með þeirr i undantekningu að ég var á öðrum stað. Tior gerði
það líka. En kom út á öðrum stað… “Tior!!” Öskraði ég, og
heyrði svo einhvers staðar úr fjarska: “Nindala!?!?”
Ég ákvað að stíga aftur í gegnum portalið, en endaði á allt
öðrum stað en ég hafði reiknað með. Svo virtist sem að hvert
portal myndi skipta um staðsetningar í hvert skipti og það
hefði verið notað. Ég og Tior fórum í mismunandi portal og
vorum í þessum skrípaleik svo klukkutímum skipti.
Að lokum gerði ég ákvörðun um að ég nennti ekki að bíða
hérna lengur og hoppaði af mínum stað og lenti beint við
hliðina á Tiori: “Af hverju gerðirðu þetta ekki bara strax?” sagði
Tior. “Æ… Ég veit það ekki, kannski vegna þess að mér finnst
gaman að horfa á glansandi riddara hlaupa örvæntafullur um
fullt af hliðum og veit ekki í hvora áttina hann á að fara…” Ég
glotti. Heh, mótsvör mín brugðust mér aldrei. Ég og Tior
stigum saman í gegnum nokkur portöl, en þegar því síðasta
var náð komum við að löngum vegi sem að leyddi að löngum
stiga. Við gengum áfram.
“HVERNIG DIRFISTI AÐ BRJÓTAST INNÍ HINN HEILAGA
GRIÐARSTAÐ HORAZON’S!?!?!?!?”
Við litum upp. Þetta var Vizerej gaurinn sem Drognan talaði
um. Standandi í sal langt fyrir ofan okkur. Hann hafði líklegast
fengið mikilmennskubrjálæði. Drepið Horazon, og eignað sér
“Arcein” griðarstað(heheh). Ég og Tior brugðum vopnum. En
ruglaði töframaðurinn galdraði 300 potta af brennheitri…
“SKVASS!!! HELL!!!” “SÚPA!?!? Er gaurinn að dumpa súpu á
okkur?!?!?!?” Ég sleikti útum “Já, svo virðist vera… Bara
afbragðs góð súpa finnst mér…” Svaraði ég. Galdrakallinn
áttaði sig á því að hella súpu á okkur væri líklegasta ekki mest
áhrifaríkasta leiðin til að drepa okkur. Svo að hann
summonaði íshnetti úr öllum köntum salsins síns og sendi
þá niður á okkur. Ég dogdaði þá alla, en Tior var ekki svo
heppinn. “AAAAAH!!!!” Tior fraus…. “TIOR!!!!!” Nú var ég reið. Ég
þrammaði upp 100 metra langann stigann og dodgaði
auðveldlega þær ískúlur sem að komu í átt til mín.
“Núna skaltu deyja fíflið þitt… ENGINN KÁSSAST Í NINDÖLU
OG VINUM HENNAR!!!” Úps, ég þarf að gæta mín að vera ekki
að blaðra nafninu mínu svona. Núna vita það 4 (Viola dó svo
hún veit það ekki lengur :-S), allavega hann átti ekki eftir að lifa
mikið lengur svo það skipti varla nokkru máli… Dauðskelkaður
galdramaðurinn summonaði öll þau vopn semað honum datt
í hug. Ég þrammaði rólega með sérkennilegri blöndu af
glotti,reiði og vígahug, á andlitinu. “SMACK!!!”
Galdramaðurinn datt niður, dauður. Nýleg Katarförin sáust
mjög greinilega á þrí-holuðu andlitinu. Núna fyrst tók ég eftir
því hvar ég var. Ég var í stórum sal með engu þaki né
veggjum. Bara gólf og súlur í óendanlegu tóminu. Á milli
súlnana vorum 6 merki. Og á gólfinu voru sjö merki skorin út í
myndlistaverk. Þarna var hásæti og bókastandur, með bók.
Hver einasti Assasin hafði dreymt um hásæti Horazons og
griðarstað hans þar sem að fikt hans við dökku hliðina á
göldrum var til þess að Viz-jaaq ta’r var stofnað. Ég gekk
hjóðlega um, þögul… Þetta var fallegur staður. Ég gekk að
bókini og opnaði hana:
“Ég Horazon hef byrjað á skrifum þessa bókar til þess að láta
hvern, þann, sem að hingað kemur eftir minn tíma. Vita um
tilgang staðsins… Ég hef nú komist að merkjum þeim sem að
skrifuð eru á hofin sjö. Og komist að staðsetningu þeirra.
Merkin sex á milli súlnana tákna hin sex fölsu merki, á meðan
það sem ekki sést á milli súlnana en í gólfinu er hið rétta.
Púkarnir mínir eru orðnir órólegir og því spái ég að ég muni
bráðum enda mína jarðlegu vist, en efað þið viljið komast á
staðinn er hofinn sjö eru, skulið þér lesa þetta upphátt og
opnast mun portal í: The Canyon of the magi….”
Ég las töfraþuluna sem að fylgdi upphátt, alltíeinu virtist sem
að allar stjörnurnar væru að senda einhverskonar geisla í
miðjann salinn. Það heyrðist hræðilegur hávaði og rautt-portal
opnaðist, ekki ósvipað portalinu sem að hafði leitt okkur að
Tristram.
Ég lokaði bókinni, ætlaði að stíga í gegn, en þá skaust
hugsun inní höfuðið á mér eins ör frá amazon… “Tior…” Ég tók
upp einhverskonar gult potion sem að ég hafði keypt frá
Lysander, fyrsta daginn í Lut Gholein, Lysander var
heyrnarskertur potion mixari, og mjög fær í sýnu fagi, orð hans
ómuðu í höfðinu á mér: “Þetta potion gæti látið öll Barbarian
hálöndin bráðna, svo farðu varlega með það…”
Ég tók bókina og labbaði niður langan stigan til Tiors, opnaði
flöskuna, og hellti minna en hálfan dropa á hann, hálfgerð
synd. Hann var barasta svoldið falleg stytta… Ég glotti, hann
var búinn að þiðna… “Tior minn, þú verður að fara varlegar í
frostpinnana…” Sagði ég og gaf honum vasaklút sem að
Natalya hafði gefið mér fyrir löngu.
“Fundið hann!?” sagði rödd sem að heyrðist bakvið okkur, ég
sneri mér við: “Nei, Ushuma… (og þið hin) hvernig komust þið
svona fljótt hingað?” Ushuma benti á Velku: “Hún teleportaði
okkur í áttina að eldingunum…” Ég sló mig í hausinn… “Ég
rétta merki grafhýsis Tal Rasha, og það sem meira er… Ég
fann staðsetningu hans….” “Gott!” sagði Ushuma og gaf
hinum merki um að halda áfram… “Ég mundi ekki flýta mér
svona mikið ef ég væri þú Ushuma, the Canyon of the magi er
þekktur sem hættulegasti staður í allri Aranoch
eyðimörkinni…” Ushuma kiptist við: “The Canyon of the
magi!?” Endurtók hún, eins og ég hefði verið að segja henni
að uppáhalds snyrtivöruverlsunin hennar hefði verið flutt í
helvíti. “Ég býst við því að ÞÚ lumar á einhverju snjallræði
Carver…” Húnsagði carver mjög hratt og reiðilega, eins og
hún vildi koma einhverju á framfæri sem að hún vildi ekki
segja.
“Nei, reyndar ekki… En ég legg til að við sækjum Krastúk og
Malak… Við gætum þurft auka hendur, einnig ættum við að
byrgja okkur upp af healing potioni frá Drognan…” Lagði ég til.
Við féllumst öll á, það… Við fórum upp í sal Horazons. Á
gólfinu var Waypoint sem við notuðum til að komast aftur í Lut
Gholein…
Ég vaknaði eldhress og tilbúinn í slaginn. Á rúminu mínu var
annar bakki af morgunmat sem að telpan í gær hafði líklega
fært mér… Ég svolgraði í mig hálft Aranoch brauð og
ísskaldan Scosglen bjórinn. Ég gekk niður í bar og sá þar
Geglash, staðarbyttuna að rífast við Tior. Hin (þ.e. Namó,
Krastúk, Malak, Velka og Khandú) sátu hálf kærulaus að
þamba bjór. Ég fékk mér sæti.
“Af hverju eru Geglash og Tior að rífast? Blindaði brynjan
Geglash svo hann missti drykkinn sinn?” “Eitthvað í þá
áttina…” Muldraði Khandú oní bjórinn sinn. (Undarlegt hvað við
vorum orðin náin, eftir þessu stuttu kynni) “Sko, Geglash var
að drekka sinn venjulega morgun drykk, þegar Tior rakst í
hann og hann flippaði og stal hjálminum hans Tiors…” Sagði
Malak. “Ókei….” Sagði ég og pantaði mér mjöð.
Ég kláraði mjöðinn í einum teyg. “Jæja ég ætla að fara að fylla
beltið af potion of healing áður en við förum til Canyon of the
magi.” “Bless glansi…” Sagði ég og klappaði nett á bakið á
honum á leið minni út. Öll þessi samvinna var líka farin að
fara svoldið í taugarnar á mér…
“Hvað sagðiru? Nei, ég sel ekki stealing portions, ég tek ekki
þátt í svoleiðis….” “NEI! EKKI STEALING PORTION HELDUR
HEALING POTION!!!!!” öskraði ég á Lysander.“Ó, þannig…”
sagði hann og opnaði kassa fullan af healing potionum…
“Hversu mikið…?” “Allt.” Sagði ég ákveðið og frekar hátt svo
að hann heyrði til mín. “Ha? Nei mér er ekkert kallt….” Ég var
ekki í stuði til þess að öskra á hann þannig að sýndi honum
3000 gullpeninga og tók kassan.
Tveim klukkutímum síðar vorum við öllum kominn inní
griðarstað Horazons. Ég vopnuð belti fullu af healing
potionum… Við fórum í gegnum portalið og komum niður í
Canyon of the magi. Betur þekktur sem forboðni dalurinn,
hann hafði einu sinni verið talin goðsögn… Þessi dalur var
fullur af fornminjum frá synda stríðunum, styttur og súlur risu
uppúr sandinum svo þúsundum skipti.
Sólin á staðnum var í slopp með grillsósu og meira en
reiðubúin að grilla okkur öll. Eftir að við höfðum gengið svolitla
stund komum við að fyrstu óvinunum. Risastóra eyðimerkur
Yeta, sem hlupu á okkur eins og við værum stórt lambalæri.
Hendur þeirra sem voru á stærð við Mt.Arreat löndu okkur
Velku á súlur sem að stóðu uppúr sandinum. Velka rotaðist,
og ég varð hálf vönkuð. Ég stóð upp: “Aaah!!” Ég hafði brotið
rifbein… Ég rétt náði að beygja mig frá Khandú og Malak sem
köstuðust á súluna eins og fulleldað spaghettí. Ég gat varla
gengið, hvað þá barist. Þá kom potionin frá Lysander að góðu,
ég svolgraði einum potion of healing í mig og hélt af stað til
þess að ráða niðurlögum þessa stóru loðbolta.
Tior hafði verið gerður að nýjustu viðbót á þúsundára gamallri
styttu, svo ég Krastúk og Ushuma stóðum ein eftir. Ushuma
stakk spjótinu sínu í hægri hliðina á einu skrímslinu, sem
varð til þess að það datt niður, en það reis upp nánast
jafnóðum en Krastúk fleygði exi sinni í hryggjasúluna á
skrímslinu svo það datt kylliflatt á magann. Hin skrímslin urðu
óð og hlupu á sitthvort okkar (það voru sex skrímsli eftir þ.e.
tvö á hvert okkar.) Þessi tvö sem að eftir voru virtust við
alvarlegt skapvandamál að stríða, þar sem að þau hlupu
froðufellandi í átt til mín og veifuðu höndunum eins og ég væri
strætó sem þeir voru að missa af svo þeir kæmust ekki á
mikilvægan fund.
“Jæja, ég legg til að…” Ég beygði mig frá stórum hnefa sem
að lenti næstum því í andlitinu á mér “…Að þið farið heim…”
Hnefi hins Yetans lenti á löppinni minni “KRAKK” ég féll niður,
fótbrotinn,ég rétt náði að rúlla mér frá tveggjatonna klessu
sem að átti að kallast löpp, “…Drekkið nóg af vökva…” Ég
hoppaði uppá aðra löppina og rak katarana í báða Yetana,
sem að vantaði núna báðum álitlegan bút felldsins…
En af einhverjum ástæðum þá virtis þessi tillklippti felldur
ekkert á þá fá heldur snéru þeir við og ráku hnefanna í
magann á mér svo að það spýttist blóð úr munnvikinu mínu…
“…Og,….síðast *Hóst*… en ekki… *hrækj*… síst….” Ég dró fram
báða hnífanna sem ég átt í eigu minni og undirbjó mig við það
að kasta…. “…Hvílið ykkur MIKIÐ!!!” Ég fleygði samtímis báðum
hnífunum í ennin á sitthvorum Yetunum… Þeir ráku upp
ógeðslegt vein. Ég velti mér frá líki eins Yetans en svo
óheppilega vildi til að hitt datt á hendina mína. (Já, og á sama
stað og síðast… Þetta var orðið frekar pirrandi.) Ég fékk mér
sopa af healing potioni og tók hnífana mína úr ennum
Yetana… Ég labbaði hægt og rólega í átt til Krastúks sem átti
fullt í fangi með að ráða niðurlögum tveggja Yeta, hann var
búinn með einn… Ushuma líka, en hún hafði verið smurð á
eina súluna af seinni Yetanum. Ég tók upp exina mína og
fleygði í hnakka eins Yetans sem dó samstundis.
Ég þurkaði blóðið frá munnvikinu mínu og fór að liðsinna
Krastúk… Þetta hafði verið erfiðasti bardagi minnn að frátöldri
Andarieli og þjálfun minni. En það sem ég vissi ekki, var að sá
næsti… Yrði en blóðugri.
Við lentum í nokkrum smá grúppum sem að voru ekkert það
hættulegar. Loksins komum við að stóru grafhýsi… Efst á
Dyrum þessa mikilfenglega líkhúss var grafið inn merki… “Er
þetta það?” Spurði Velka… “Nei.” Sagði ég stutt og
snabbarlega, ekki fleiri orð um það… Við héldum áfram.
4 klukkustundum síðar komum við að fjórða grafhýsinu.
“Gerðu það…. Segðu mér að þetta sér það…” Sagði Namó og
svolgraði í sig glúsopa af potion of healing (hann hafði
næstum misst hendina á móti nokkrum kattakonum.)
Ég tók upp bókina, fór með fingurinn yfir merki Tal Rasha… Ég
glotti. “…Hmmm… Svo virðist sem við höfum fundið hof Tal
Rasha….”
Við stigum inn í kalt og blautt grafhýsið. Það var orðið svo
gamalt að meira að segja kóngulóarvefirnir voru orðnir
steingerðir. Ég steig fyrst inn að vanda. (Sem að Ushuma
hafði mikið á móti þar sem hún var would-be leiðtogi okkar)
Mikil mistök. Ég steig á lausa hellu, þannig að urmull af
örvæntingafullum spjótum stungust uppúr jörðinni. “Vó! Jæja,
við þurfum að fara varlega efað viljum ekki breytast í kebab…”
Ég sveigði mér frá nokkrum spjótum og tók svo nokkur heljar
stökk… Ushuma og Velka gerðu nokkurnveginn það sama, en
Tior, Namó, Khandú, Malak og Krastúk. Áttu í töluverðum
erfileikum, og engu munaði að Khandú yrði nýjasta viðbótin á
hlaðborði Glaða Indverjans…
Eftir nokkurn tíma náðum við að sigrast á spjótunum, við
héldum áfram, og okkur til mikillar undrunar voru engin, eða
sárafá, skrímsli hérna niðri. Krastúk rak stóran Claymorin inn í
frekar óheppin saber kött og mælti: “Jæja, þetta á bara eftir að
vera auðvelt.!” Hann vissi ekki, að þetta gat ekki verið meira
vitlaust hjá honum….
Við komum loks niður í stórann sal…. Þar hann var skreyttur
með stórfenglegum veggja myndum, sem að sögðu frá
gervallri sögu, föngun Baal’s (Höfunda comment: bls. 76 í
Diablo II orginal manualinu, sem einnig er á disknum…) Í
miðjum salnum var stórt altari: “Hvað nú!?” Hreytti Malak frekar
vonsvikin út úr sér… “Já, Nindala, hvað nú?” Sagði Ushuma
háðskulega. “Ushuma, það er bóla á hægri kinnini þinni…”
Sagði ég og leit ekki einu sinni á þau. Það var myndletur á
altarinu: “Eyðilegging og dauði er handan við þennan sal, En
ef þangað vilt að komast, er þitt val. Notaðu þá hinn heilaga
staf en yðrastu þinna gerða, því grafhýsi Tal Rasha, mun að
gröf þini verða…
Ég hugsaði mig aðeins um og fór yfir ljóðið Stafurinn var
auðvitað lykilinn, en hvernig… “Það er ekki satt. Er það nokkuð
Tior? Er ég nokkuð með bólu?” Vældi Ushuma og sýndi Tior
kinnina “Nei, nei auðvitað ekki sagði Tior og las hugfanginn
myndletrið á veggnum.
“Yðrastu þinna gerða… Gerð á gamla málinu táknaði ístað.”
Ég leit á alltarið og sá að þar var lítið ístað. “Auðvitað!!!” Allir litu
á mig.. Ég tók upp stafinn, sveiflaði honum í síðasta skipti og
setti hann í ístaðið.
Ekki var ég fyrr búnað gera það en rosalegur geisli skaust
niður úr þakinu og í gimsteininn í toppi stafsins, alltíeinu kom
geislinn margfaldaður úr gimsteininum og brenndi vegginn á
móti, og stafinn með… Allt skalf í smástund og það var eins og
söngur engla heyrðist úr loftinu…
“Já… Þetta var… Eh, umh, áhrifamikið, sagði Velka og klóraði
sig í hausnum…
Við gengum niður löng slímugan gang. Eftir hálf tíma göngu
kominn við í stóra holu. 40m rúmmál. Ushuma (semað hafði
ruðst framfyrir mig) rétt náði að segja: “Vá… SKLAKK!!!!”
Risastór kló gróf Ushumu inn í nærliggjandi vegg með
tilheyrandi hávaða og látum… Þá varð okkur ljóst ein hræðileg
staðreynd… Þetta var ekki hlekkjaður Baal eins og við
bjuggumst við, þetta var Duriel, Lord of Pain! “Eruð þið að
leita að Baal?? HAH! HAH! HAH!” Sagði hann með ógeðslegri
djöfullegri röddu… Það var mjög greinilegt að hann hafði ekki
keypt sér smint í langan tíma, Við hlupum inn.
Khandú bjó til blóð gólem og Velka sendi eldhnetti á hann, en
hann virtist ekkert vera skaddaður, Malak hoppaði og sökk
exinni sinni í hægri hlið Duriels. Það virtist ekkert frekar á
hann fá en flís en hann brást samt frekar rosalega við og
lamdi Malak inn í vegginn við hliðina a Ushumu, þá lagði ég til
atlögu stakk hann á bólakaf í aðra klóna, hann var ekkert mjög
hress og fleygði mér… Hann fleygði MÉR!!!
Ég var orðinn mjög reið, enginn, og þá ENGINN! Feitur lirfukall
dirfist að lemja The Carver eins og brúðu inn í vegg. Ég reis á
fætur (sem og Malak og Ushuma), en þá gerðist það, Duriel
steikti goleminn hans Khandú, og eins og allir vita er líflína
golemsins tengd skaparanum, þetta var hræðileg sjón…
Húðin sprakk á Khandú, hann.. Stóð bara, bara kjurr… Ég
hljóp og dró upp healing potion, það var of seint.. Blóðið á
Khandú spýttist úr bráðnuðum æðum, og vöðvaber líkaminn
hafði of mikið af taugum svo að hann fann stöðugan
sársauka… Hann hneig niður… Dauður.
“NEEEEIIIIIIIIIIII!!!!!!!!!” Krastúk hljóp fram og stóð beint fyrir
framan Duriel “KRASTÚK EKKI!!!” Hrópaði Malak
örvæntingafullur. En of seint. Duriel stakk hann fastan niður
með klónni. Hræðilegt öskur heyrðist. Ég stóð lömuð… Duriel
stakk vinstri klónni í hann og lyfti þeirri hægri upp, Krastúk hélt
áfram að öskra, blóðið gusaðist úr sárinu. Duriel stakk hægri
klónni og lyfti þeirri vinstri. Hann var að spila á hann… Eins og
píanó, stingandi klónum til skiptist og rak upp ógeðslegt
vein… Krastúk öskraði og öskraði. “HJÁLP, MALAK! HJÁLP!!!!!”
Að lokum þagnaði hann… Hann var dáinn.
Ég stóð lömuð. Namó, hinn þögli og vitri Druidi kom auga á
veikan blett, alveg aftasti hlutinn á Duriel, þar sem að lirfu
börnin hans voru. Duriel uppgvötaði það, og lamdi Namó svo
fast að hann grófst 8 metra inní vegginn, enginn gat lifað
svona af… Núna var ég reið. Velka reyndi að senda á hann
eldhnött. “VELKA HÆTTU!!” sagði Ushuma en Duriel var
þegar búinn að bíta hana í tvennt. Núna litum við Tior á hvort
annað. Ég kinkaði kolli, hann líka. Ég hljóp hratt áfram og
hoppaði fyrir framan Duriel. “JÆJA FEITI STÓRI LIRFU KALL
*snökt*! !!” Ég trúði þessu ekki, þetta snökt, í fyrsta skipti í
langan tíma: Ég var að gráta. “VEISTU HVER ÉG ER?!?!? ÉG
ER THE CARVER *snökt* !!!!” Ég hljóð svoldið þvers og kruss
og dodgaði stóra kló hans. “OG ÞETTA FÓLK SEM ÞÚ VARST
AÐ DREPA, ÞAÐ VORU VINIR MÍNIR *snökt* !!!!” Duriel hló hjó
klónum aftur í átt til mín. “OG VEISTU HVAÐ GERIST ÞEGAR
ÞÚ DREPUR VINI MÍNA…?!?!?” Ég leit til Tior“ÞETTA!!!”
Heyrðist í röddu Tiors, Duriel leit bak við sig, Tior hafði hoggið
af honum lirfubarnapokan, Duriel fölnaði, ógeðsleg börn hans
byrjuðu að skríða úr pokanum og fóru að éta móður sína,
hann rak upp ógeðslegt öskur, þrem mínútum síðar, var hann
ekki meir.
Ég strauk af mér svitann, þegjandi. Sleppti allri kaldhæðni.
Þetta var eitt af þeim momentum sem ég sleppti allri
kaldhæðni. Ushuma, Malak og Tior þögðu líka. “Hann fer aftur
í helvíti, þar sem hann á heima…” við litum til hliðar, Namó!
Sprelllifandi og með kylfuna góðu en í hendi.
Við gengum þögul inn í næsta salinn. Þar em að Tal Rasha
átti að vera, þar stóð fallegasta vera sem ég hafði augum litið
á brú yfir glóandi hrauni þetta var Tyrael, verndarengillinn.
“Heilir og sælir dauðlegu menn…” Sagði Tyrael, með sinni
guðdómlegur röddu… “Baal hefur sloppið og eru núna Diablo
og Baal að leita að Mephisto í Kurast, austrænu borginni. Ef
að hinir 3 munu sameinast, mun það vera endir heimsins.
Þið þurfið því að flýta ykkur. Ég hef opnað þetta Town Portal til
þess að þið komist sem fljósast heim. Gangi ykkur vel, og
muni ljósið hjálpa ykkur öllum… Við stigum inní portalið. Við
vorum komin í Lut Gholein.
Þrem dögum síðar vorum ég og Tior tilbúin til brottfarar, hin
þrjú ætluðu að verða eftir og halda friðin. Nema Namó sem
hafði lagt að stað norður, til heimalands síns. “Þakka ykkur
fyrir að frelsa Lut Gholein, þótt þið hafið átt mikinn missi og
Baal hafi sloppið, er Lut Gholein óhullt á ný, ég þakka ykkur.
Verið þið ávallt velkominn til Lut Gholein.” Sagði Jehryn uns
við stigum um borð skip Meshifs. Stelpan á veitingahúsinu
veifaði ákaft, ég veifaði á móti í hálfum hug. Skipið fór úr
bryggju:
Ferðin til Lut Gholein hafði skilið eftir þrjár holur í hjarta mér.
Holur að nafni: Velka, Khandú og Malak…
—————To be continued————–
Jæja, núna er dramað í hámarki og hún lögð af stað til Kurast,
ég biðst afsökunar hvað hlutinn var lengi á leiðinni en ég þurfti
að sinni einkamálum. Ég vil þakka öllum þeim sem lesa
söguna mína fyrir fram.
Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur:
Takk fyrir mig. HackSlacka.
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi