Til að byrja með finnst mér að Blizzard hafi dregið of mikið úr mætti sorceress. Ég á sorceress sem er í öllu Tal Rasha settinu ásamt öðrum góðum hlutum og mér finnst hún ekki vera að gera sig, allavega ekki eins og áður. Er með góð resistance og gott block, en allt kemur fyrir ekki. Maður virðist þurfa að vera með ansi mikið faster hit recovery til að festast hreinlega ekki á sama stað, sé maður undir árás.
Amazon'in var líka downgrade'uð slatta. Pierce virkar ekki lengur með guided arrow, sem er svosem skiljanlegt. Mér finnst alveg skiljanlegt að Blizzard hafi lækkað getu Amazon, enda hefur mér lengi fundist hún aðeins of öflug, þó finnst mér Blizzard hafa skotið yfir markið.
Ég var hafði alltaf mjög gaman af því að spila barbann minn, enda var hann öflugur með eindæmum. Nú hinsvegar þarf ég að breyta itemuppsetningunni til að lifa af, þarf að bæta töluvert við mana- og lifeleech. Það ætti þó ekki að vera mikið vandamál. Ég mun því skoða barbann betur áður en ég felli dóm á hvort mér líki breytingarnar eða ekki.
Ánægðastur er ég með Paladin. Pally'inn minn var öflugur fyrir, nú er hann orðin hálfgert ofurmenni sem ekkert getur stoppað. Mér fannst skjóta hálf skökku við í gærkvöldi þegar ég var að spila með einni amazon og tveim börbum að ég var að drepa lang mest og þoldi einnig lang mest. Búið er að bæta cold damage í holy freeze, bæði á vopn og svo global, sem mér finnst frábært. Svo öflugur virðist pally'inn orðin að ég er að heyra fólk segja að blessed hammer pally's eru að virka feiknarvel, á þó eftir að prófa það.
Necro'inn minn virðist við fyrstu spilun alveg eins og áður, á þó eftir að skoða það betur.
Druid hef ég ekki prófað, enda hefur hann aldrei höfðað beint til mín.
Assasin á ég í fullu Natalya setti (fíla að hún verði hálf gegnsæ). Ég hugsa að ég þurfi að byggja nýja og einblína á traps, mér finnst hún ekki vera gera sig sem skildi eins og hún er nú.
Hvða finnst ykkur? Hvað eru þið að að fíla og hvað er ekki að leggjast vel í ykkur? Hvað er betra og hvað er verra? Gaman væri að sjá skemmtilega umræðu um þetta hér.
Góðar stundir.
Góðar stundir.