Saga Nindölu Act II Partur II: The Horadric Scroll Saga Nindölu Act II Partur II: The Horadric Scroll
 
(Ath. Afsakið hvað þessi hluti var lengi í smíðum, ég þurfti að
læra fyrir nokkur próf, hugsa söguþráð og laga uppsetninguna
(fyrirgefið mér ef það tekst ekki.))
 
 
Ég rak mig í einn Necromancer uns ég steig út úr portalinu.
“Jæja, Þetta voru bara ekkert erfiðar beinagrindur!” Fullyrti
hann, um leið og hann fjarlægði hönd af brynjunni með
ítrekuðum viðbjóði. “Mhmm, en þú hefðir nú alveg mátt sleppa
þessum hetjustælum Tior minn…” “Hvaða…”
Hann náði ekki að klára, ég hafði hrifsað sverðið úr hendi
hans og beindi því út í loftið og fullyrti með bringuna út í loftið
“Ofurmennið Tior! Riddaramennskan uppmáluð! Hafðu þetta
illi fjandi helvítis!!!!”
Ég glotti og rétti honum aftur sverðið, hann var að reyna að
hugsa eitthvað sniðugt mótsvar. Hann opnaði munninn, of
seint. Ég var farinn til Drognans…
 
 
“Hmmm… Svo Radament hefur verið að flá skinnið af fólki til
þess að gera nýjann líkama handa sér? Eins og ég og Fara
héldum….”Sagði Drognan og togaði í skeggið sitt “Ha!?
Hvernig þá” sagði ég með hálft Aranoch brauð í munninum
mínum (það eru risastór brauð sem að eru þau bestu í heimi
(ég var sko mjög svöng)) “Já, Radament er eins oof ég hef
sagt áður fyrrverandi Horadrim múmía, við Fara komust að því
að Horadrimar gjarnan tóku upprunaleg líffæri úr múmíum
sínum og settu dýrahluta í staðinn. Þetta var talið auka
velgengni þeirra í eftirlífinu… Líklega hefur hann verið þreyttur
á þeim, og vildi smíða sér þægilegan mannslíkama í
staðinn… En hvar er hann vinur þinn… Tior?” “Hann fór að tala
við Ötmu…” Sagði ég kæruleysislega. Í því skyni kom Tior
hlaupandi til mín. “Ég er búnað tala við Ötmu… Hún var mjög
glöð. En hún sagði að við ættum að tala við Jehryn, hann
ætlaði að segja okkur eitthvað sem tengdist öllu þessu illa
sem hefur vaknað í eyðimörkini….”
 
Jehryn var prins Lut Gholein. Faðir hans hafði dáið fyrir svo
litlu síðan. Jehryn var ágætis náungi. Metnaðarfullur en hann
ann líka Lut Gholein meira en öllum gimsteinum
Eyðimerkurinnar.
 
Við komum að honum við borgarhliðið þar sem hann var að
ræða við Kaelan, einn af vörðum sínum. “Góðann daginn.”
Sagði hann ákafur um leið og við gengum til hans. “Þið hljótið
að vera Carver og Tior.” Sagði hann, og setti alla sína prúðsku
og áralanga þjálfun í konunglegum siðum á bak við þessi orð:
“Góðan daginn” sagði Tior, ekki síður formlegri. “Fyrir það að
drepa Radament ætla ég að segja ykkur svolítið, sem að má
ekki fara lengra. Er ykkur treystandi?” “Það fer nú eftir því
hversu… Á!” Tior hafði gefið mér olnbogaskot, hann varð mjög
skömmustlegur á svipinn “Auðvitað!” Sagði hann með sýnum
glansandi tönnum…
“Eins og þið hafið kannski heyrt þá er Baal, Lord of
Destruction. Talinn vera fangi hér úti í eyðimörkinni. Sagan
hermir að Tal Rasha, einn af hinum fornu Horadrimum, hafi,
þegar sálarstein, ætlaður Baal, brotnaði (meira um sálarstein
kemur síðar…) ákveðið að fá Demoninn inn í sig, til að halda
honum í skefjum. Í tilefni þess voru gerð 7 grafhýsi. Og Tal
Rasha var settur inn í eytt þeirra. Dæmdur til að glíma við
púkann um allar aldir….” “Jehryn minn, þessa sögu hefur
hálfur heimurinn heyrt! Hvað svona leynilegt við hana?” Sagði
ég mjög háðskulega.
“Leyfðu mér að klára!” Sagði hann, augljóslega mjög
móðgaður yfir þessarri yfirlýsingu minni…. “Fyrir nokkru fór hér
í geng skikkjuklæddur maður…” Ég kyngdi. “Ó…” Sagði ég og
skammaðist mín næstum því yfir því að hafa sagt þetta…
“Stuttu eftir því að hann fór, byrjaði illskan að spretta upp, og
tal er um dauðar múmíur á ferli um nóttina. Ég og Drognan
höfum komist að því að þessi “maður” var Diablo, Sem leitar
nú bróður síns….”  Mig langaði helst til að segja “no shit
sherlock!” en sleppti því…
“Allavega.” Jehryn hélt áfram “Ég er að biðja ykkur um að finna
Baal og “eyða” honum áður en Diablo nær til hans….
”“Auðvitað yðar hátign!” Sagði Tior, alltaf í þessum hetjuleik
sínum…
 
Tior ætlaði að tala við Föru og ég ætlaði að fara að tala við
Cain; um scrollið sem ég fann á Radament. “Humm? Hvað er
þetta?” sagði Cain, viskan uppmáluð. “Carver, þú hættir aldrei
að koma mér á óvart!” “Nú?” Spurði ég. “Þetta hér er týnda
Horadrim pergamentið, í því segir hvernig maður á að komast
inn í hina týndu gröf Tal Rasha…” Stórt djöfullegt glott færðist
yfir varir mínar… “Og… Af hverju var hann Raddi með það?”
“Líklega vegna þess að hann var einn af þeim Horadrimum,
sem voru með í leiðangrinum sem að Baal var fangaður…”
Svaraði Cain “Hmmm… Hann vinur okkar með hettuna er að
hefna sín á öllu, hann ætti að sjá geðlækni við tækifæri…. En
nóg um það, hvað stendur þarna?”
 
“Hmmm…. Þegar Tal Rasha hafði stigið fram sem hýsill
Baals, var byggð sérstakt grafhýsi fyrir hann. Síðar voru byggð
7 önnur slík grafhýsi. Hver með sínu merki… Þegar grafhýsin
voru fullbyggð, voru byggðir nokkrir stafir til þess að geta
opnað hliðið að Tal Rasha. Eftir misheppnaða tilraun
þjófóttrar galdrakonu til að stela stafnum, skiptu
Horadrimarnir þeim öllum í tvent: Staf og höfuð stykki. Maður
þarf hinsvegar ákveðinn kubb til þess að setja þessa tvo hluti
saman, Horadric cube…”
“Ég skil…” sagði ég og gaf lítilli eðlu sem hafði klifrað uppá
mig, selbit… “Hvar finn ég þetta?” Spurði ég um leið ég heyrði
dynkinn í eðlunni sem lenti í fanginu á Föru. “Það er nefnilega
vandamálið… Ég veit ekki hvar þeir eru faldir…” “Hvað!” Hreytti
ég út út mér. “Hvernig á ég þá að finna þetta allt?!?!?!?”
“Leitaðu…” Sagði Cain brosandi og fékk sér Aranoch brauð.
“Ég veit að þú getur það, ertu ekki the Carver?” Ég brosti: “Jú,
það er ég…” Ég gékk inná Krána hennar Ötmu,
morgundagurinn átti eftir að verða stermbinn.
 
Þetta kvöld var nokkurs konar kvöldvaka allra þeirra sem
reyndu með einhverjum hætti að frelsa borgina. Allir sátu niðri
í sal Ötmu:
 
“Já! Það var nú barasta Yeti! 5 metra hár!” Rumdi einn
Barbarianinn og fékk sér sopa af mjeði sem hann hafði fengið
sér: “En, þinn, Assasin? Hvað er stærðsta drápið þitt?”
Spurningunni beindi Amazonan sem hafði byrjað samtalið að
mér; Ég setti upp minn háðskulega svip “Heh! Þetta eru nú allt
smávægileg dráp miðað við mitt!” Tior settist niður (Hann
hafði verið að kaupa sér Kehjistan öl) “HAH! Ég efa það!”
Sagði Barbarian (ekki sá sami og síðast) “Jú, ég held það
svei mér þá… Ég er konan sem drap Lesser Evilinn
Andariel…” Öllum svelgdist á, mjög fyndið, ég glotti. “Hvað!?”
Mælti einn Necromancer, frekar ókurteislega. “Það er satt.”
Sagði einn sem hafði setið út í horni á barnum. Næstum allan
tíman; þetta var Drúídi. “Ég var að koma í dag, og ég heyrði af
Assasin sem hafði losað Vesturlöndin við plágu Andarielar…”
“Heh! Jæja þá leggl ég til að við skjálum öggl fyrrrir henniii…”
Sagði Geglash, sterkur hermaður og margrómaður
Áfengisgeymslukútur staðarins…
“SKÁL!” Allir skáluðu. Geglash datt niður eftir að hafa klárað í
glasinu sínu…. “Heh!” flissaði Greiz, maðurinn sem stjórnaði
mercenariunum sem voru á svæðinu. “En… Hafiði heyrt eitt?”
spurði Greiz allan hópinn. “Það voru einu sinni fullt af
“gleðikonum” hér í bænum… Jehryn, það ágæta ungmenni,
hleypti þeim öllum inn í höllina fyrir skömmu. Til að veita þeim
“skjól” fyrir ónæðinu. Núna eru allir verðirnir í höllinni svo að
ÉG og MÍNIR menn halda bænum hreinum…. Þess vegna eru
enginn vandræði hér í bænum (fyrir utan Radament)….”
Ég stóð upp, nennti ekki að hlusta á þetta lengur, svo var ég
þreytt, fór á efri hæðina til að sofa, stafaleitin var á morgun…
 
Næsta dag fékk ég mér snöggan morgunverð og ræddi
svoldið við Sorceress að nafni Manya um hin ýmsu skrímsli…
 
Ég keypti mér smá útbúnað af Föru og ákvað að fara að vekja
Tior. Það er eitt sem að hinn mikli Paladin þolir ekki, og það
eru kóngulær… Ég veiddi eina könguló ofaní krukku. “Tior
minn?” Hann hrökk upp… “AAAAAAAAA!!!!!!!” var það eina sem
hann hafði til málana að leggja eftir að kóngulóin hafði boðið
honum góðann dag með öllum átta örmum.
 
Ég glotti: “Þú veist að ég á eftir að hefna mín Nindi mín…”
sagði hann og kramdi kóngulóna. “Já, já… Karlmenni…” Sagði
ég háðskulega. “Klæddu þig nú í þessa sardínudós þína og
leggjum svo af stað.”
 
Eyðimörkin… Grafareitur náttúrunnar…. Á mörgum stöðum
stóðu upp styttur og súlur, en annars… Þessi staður var
óvenju þögull. Mátti heyra eytt hrægammagarg einhvers
staðar við sjóndeildarhringinn. Og fótatökin okkar gerðu ekki
mikið til að skarka þessarri óhugnarlegu eyðimerkur þögn.
Sólin gnæfði yfir allt, eins og hún væri staðráðin  í það að hafa
okkur djúpsteikt með súrsætri Scosglen sósu…
 
Við komumst langt án neinnar truflunar. Svona 26 Kílómetra,
Sáum eina vin. Við endurfylltum vatnstanka okkar þar, svo
komum við að gengi hellishoppara (Cave Leapers) auðveld
bráð,  þ.e.a.s. efað þeir myndu nokkurn tíma standa kyrrir á
jörðunni… Ég tók einn sem var í loftinu með því að rétt lyfti
Katarnum(Ath. Katar Nindölu lítur út eins og Assasin claw
sem er algeng í Acti III) og dýrið skarst í sneiðar á milli
blaðanna. Tior plantaði einu skjaldar smassi í feisið á einum
sem kom hoppandi að honum. Hann gerði það sama og
hoppaði oná hann…
Inní miðjum hópnum var einn, grænglóandi… Ég stundi. “Ó,
vei. En gaman!” Sagði ég eins og að ég meinti þetta ekki…
Stökkull (köllum hann bara það ;) ) hoppaði að mér. Ég
hrifsaði lík af dauðum manni, sveiflaði fyrir framan mig eins
og skildi, hann festist inní því. Gaf mér tíma til að lemja úr
honum megnið af viljanum til að lifa…
Tior var enn basla við þessa “venjulegu” Ég tók ekki eftir því
að Stökkull hafði losað sig og hoppaði í magann á mér! (Sem
betur fer ekki hendina. Ég var orðin þreytt á því…) Ég var svona
hálfa sekúndu að rása fram úr því… Ég slashaði hann eins
fast og ég gat í búkin á honum. Það vildi svo skemmtilega til
að hann datt í tvennt. Og einn helmingurinn var fastur í mér!
Ég tosaði hann út, fleygði honum í stein, og fékk mér potion of
healing sem Akara hafði gefið mér fyrir nokkrum vikum…
 
Þegar við drápum síðasta skrímslið kom í ljós Grafhýsi, ég og
Tior slíðruðum vopnin. “Ætli eitthvað af stafnum sé þarna?”
 
————To be continued———-
 
Jæja börnin góð. Því miður var nú ekki mikið um hasar í
þessum hluta. Það verður í næsta… Afsakið ef þetta sæmir
ekki smekk ykkar á einhvern hátt…
 
Ykkar mikilsmetna Steik: HackSlacka
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi