Saga Nindölu Act I part III af III Diablo Act I part III

(Athugið með fyrirvara um að þetta er ekki eins og Actið sjálft)

Ég var á einkennilegum stað… Allt svart. Og þarna, þarna var
eitthvað… Höfuð? Nei hauskúpa… Alltí einu sökk ég oní
jörðina. Nei þetta var ekki jörð, þetta var blóð!!! Heilt haf af
blóði!!! Ég komst hvergi… Alltí einu var ég komin oní… Þar voru
sálir, þjakaðar…. Þar sá ég Tior, Natalyu, Violu…. Og Hvað var
þetta? Kristall? Og höfuð, hlæjandi… Rautt, stórt…..
Ég gleymdi því altíeinu að ég væri eiturkaldur Assasin og
öskraði:
“TIOR, VIOLA, DIABLO!!!!!!!”
 
 Ég vaknaði kófsveitt í mjúku rúmmi og sá allt í móðu. Alltíeinu
sagði vinaleg rödd: “Ég veit ekki hver Tior er og vil helst ekki
tala um diablo, en hún Viola er hér fyrir utan og Charsi líka. Og
hafa áhyggjur af þér…” Ég fékk sjónina aftur, þetta var Cain.
“Hvar er ég?” sagði ég svoldið ringluð eftir þennan smekklega
draum. “Þú ert í Bækistöðvum Rouganna, í vestur
konungsumdæminu Khanduras. 2. Febrúar….” “2. Febrúar….
en á það ekki að vera 29. Janúar í dag?”sagði ég og gerði
misheppnaða tilraun til að standa upp… “Nei… Ég er hræddur
um ekki.” Sagði Cain. “Bardaginn við minn fyrrverandi vin
Griswold hefði kostað þér löppina og lífið hefði Viola ekki
bjargað þér.” “Viola? En, en hún fór inní portalið!”sagði ég og
átti í erfileika um að staðsetja mig svo ég datt nærri því fram
úr. “Já, en hún opnaði annað áður en hún fór í gegn, og hún
fékk samviskubit fyrir að skilja þig eftir svo hún fór til baka og
sá þig í dái…”Ég var búnað átti mig á ný og varð aftur að The
Carver.
 
Ég reis upp og spurði bara: “Hver ertu?” “Ég er Deckard Cain.
Síðasti Horadrimin, regla galdramanna sem var sú öflugasta
hér á jörð.” Ég vissi allt um Horadrim, þeir voru mennirnir baki
Viz-jaaq’tar. Síðan spurði ég, um Diablo. “Diablo, Diablo…”
Svipur hans varð dimmur og hræðilegur. Eins og þjáður
gamall maður sem er nýbúnað missa börn sín. “Diablo birtist
í fyrsta sinn í langan tíma fyrir nokkrum árum. Hann tók sér
aðsetur í dómkirkjuni sem er í bænum, og hetjur sem sóttust
eftir frægð og frama komu í hundraðatali. Rouges, Vizereej og
Stríðsmenn…. Margar þessar hetjur reyndust vera ömurlegar
glorífæaðar skræfur. Hinar dóu…. Fyrir utan einn…… Hann var
Stríðsmaður úr Austtri, sem odgen þekkti einu sinni. Hann
komst niður í dýpstu viðjar helvítis og….. Drap Diablo……..”
“Af hverju leikur hann þá lausum hala?” “Ég veit það ekki
alveg, en svo virðist að sá sem drap Diablo, hafi verið
andsetinn af hetjunni sem drap hann……. Síðar, eftir að hann
hafði drepið Diablo héldum við mikla veislu, sem entist í
marga daga. En hetjan virtist verða þunglyndari og
þunglyndari… Einn daginn kom ég inn til hans þar sem hann
muldraði á löngu gleymdum tungumálum. Hann var klæddur í
skikkju og ég spurði hvernig honum liði. “Tímin er komin, ég
verð að sækja bræður mína.” Ég hélt að hann ætti enga
fjölskyldu, en ég vissi ekki þá hvað hann átti við. Um leið og
hann  fór spruttu upp púkar og drápu alla…. Og skildu mig eftir
til að deyja í þessu bölvaða búri.” “Hvað átti Diablo við?”spurði
ég. “Þrjú orð: Diablo, Mephisto, Baal.” Ég hrökk í kút gekk útúr
tjaldinu, og Cain á eftir. Þetta var nóg í bili……….
 
Þegar ég kom út voru Viola og Charsi fegnar að sjá mig. Ég
sagði að það væri í lagi með mig og fór að kistunni minni…
Þar setti ég oní hnífinn sem ég náði af Yetanum. Síðan kom
Charsi og talaði við mig. “Heyrðu, hérna…… Ég verð að bijða
þig um greiða…” Hún rétti mér kort og sagði. “Þetta hér er kort
af klaustrinu. Sérðu exið?” Ég kinkaði kolli. “Þetta er staðurinn
þar sem ég gleymdi Horadric hamrinum mínum… Hann er
smíða hamar sem er mjög sterkur og töfrum gæddur og getur
gert einföldustu vopn að morðvopnum sem enginn getur
staðist….” Ég glotti assasin glottinu mínu, gekk í burt að
næsta waypointi og sagði: “Consider it done.”
 
Þessi smá hömlun í Trisram var ekkert. Hér stóð ég við hlið
við hlið Violu, með katarana og alla demona heims fyrir
framan mig. Ó! það var gott að vera til! Ég var í góðu stuði og
rak corruptaðar rougur í gegn með einu slappi. Viola fjarlægði
hina ýmsu útlimi af þessum kúm meðan ég hoppaði og tók
hausana með í leiðinni. Ég varð sterkari. Ég fann það…. Þegar
við vorum í miðjunni á þessu öllu saman kom ég auga á
fyrrverandi turn…
Ég fann mikla illsku stafa af honum og dró ályktun strax.
“Gleymdi turn greyfinjunar…” muldraði ég og risti kviðinn á
fyrrverandi fallen.
 
Fyrir langa löngu var stór kastali á þessu svæði sem var í eigu
greyfinju. Hún tók ungar munaðarlausar meyjar að sér og gaf
þeim mat og tækifæri til að vinna við kastalann… En síðar er
stúlkurnar voru orðnar 100. Drap hún þær allar á þann hátt að
allt blóð þeirra rann úr þeim og gerði hún sundlaug og
baðker. Lifði hún á og í þessu blóði, þar til þorpsbúar drápu
hana og eyðulögðu kastalan…. Sagt er að hún hefði saknað
að sér miklum auði. Auði sem yrði ágætis viðbót við þetta
ævintýri.
 
Ég tók eina ör af Violu og stakk henni gegnum barkakýlið á
einni Corrupted Rouge…. Ég labbaði niður í turninn….
 
Þetta var frekar létt… Eiginlega göngutúr niður á við… Ég braut
horni af einum geita-manni sem kom æðandi í áttina til mín.
“Búmm” ég lamdi hellu sem var laus í hausinn á honum og
hirti hornin af höfðinu á honum… Svo fór ég niður…
 
Þar niðri urðum við Viola himinlifandi. Þar voru svoleiðis
hrúgur af gulli og vopnum, að við gátum naumlega borið allt…
Alltí einu fann Viola að hún varð þyrst. Ég líka… Ég vissi hvað
þetta var, en Viola ekki, þorsti greifynjunar…
 
Hún gekk að keri… “VIOLA EKKI!!!!!!!!!” Of seint… Hún hneig
niður með blóðugan munninn. Hún hafði drukkið blóðið úr
meyjunum 100. Ég hljóp til hennar og reyndi að aflétta
bölvununni… Ég lamdi fast á bringuna hennar svo að blóðið
lak út. Ég hafði aflétt bölvunni…. En hún á samt eftir að fylgja
henni vægt, öll hennar næstu jarðar ár…
 
Ég kom inn í stórann sal. Þar stóð grænglansandi kona(það
var svosem auðvitað) og 100 aðrar yngri og blóðugri þau
virtust vera að taka þátt í einhverri athöfn. Þetta var greyfinjan
og meyjarnar. “Góðan dag, þetta er nú ansi drungalegt hérna.
Þú ættir að ráða mann og innrétta þetta.” Sagði ég. “Arrr. Þitt
blóð bætist bráðum í ker mitt!!” Sagði hún. Þetta var nú frekar
ósönn fullyrðingin og óttaleg mistök. Ég brýndi Katarana. Þær
hlupu allar í mig. Ég stiklaði á köldum og líflausum bekkjum
uns ég ætlaði mér að ná greyfinjunni og drepa hana, þá
myndi meyjarnar deyja. Ég hrasaði…
 
“Örlítil misreiknun” muldraði ég uns meyjarnar drógu mig á
lappir… Ég dodgaði eina exi sem var staðráðin í því að
fjarlægja eitthvað líffæri… “Tjokk!!” Ein meyin datt rosalega
dauð niður… Ég hoppaði upp í ljósakrónu sem var í miðju 5
metra háu loftinu.
Ég kom auga á Greyfinjuna…. Ég hoppaði á höfuðið á henni
með nettu kikki svo höfuðið flaug af (eða það hélt ég. Ég stóð
upp og ætlaði að labba að kistu sem lá þar rétt hjá. Og VEI!
Öxi greyfinjunar gróf sig á bólakaf niður í öxlina mína…
 
“AAAAAAA!!!!!” Ég leit við… Og þarna stóð hún! En í fullu fjöri, og
ég í engu ástandi til átaka. Ég tók upp einn gullpening og
ætlaði að kasta í hana áður en hún endaði líf mitt. Ég kastaði.
Hann flaug. Og TJOKK!
 
Hún datt dauð niður? Þá kom ég auga á Violu, Hún stóð í
hinum enda salarins að hlaða aðra ör á bogann stunandi og
með blóðugan munninn. Hún brosti til mín og ég til hennar.
Ég náði svo í áðurnefnda kistu. Þá kom ég að meyjunum.
Öllum sprell lifandi. (Kannski ekki alveg rétta orðið) Ég veit
ekki hvað valdi þessum miskilningi um það að þau héldu að
þau áttu að vera lifandi. En ég opnaði dró upp scroll of town
portal og las það. Þá opnaðist portal og Viola braust í gegn og
komst í gegn. Ég gerði Dragon Talon á vegginn. Turnin
hrundi, og ég var kominn í town…
 
Þegar við komum í town hitti ég Gheed í fyrsta skiptið.
“Góðan daginn vinan… Þú lítur ríkulega út í dag.” Svona
hræætu þekkir maður strax. Charsi hafði eitthvað talað um að
hann væri skemmtilegur og fínn náungi.  Hinar sögðu að
hann væri fífl, best geymdur á gálganum. Og ég sá af hverju…
“Má bjóða þér þessa yndislegu hringi?” Sagði hann og benti á
einn sérstakan. “Hvað gera þeir?” Spurði ég tortryggin. “Það
færðu ekki að vita nema að þú kaupir….” Mér leist ekki
allskostar á þetta, en þetta gætu verið miklir töfragripir. Ég lét
hann hafa allt sem ég hafði fundið. “Jæja gjörðu svo vel!” um
leið og ég setti hringin á mig, gerðist ekkert “Svikaramörður!!!”
Öskraði ég svo að það lá við að Kashya dytti niður.
 
“Svona svona.” “Ég sagði ekki hvað hann gerði…” Ég varð
ævareið og öskraði á hann: “Ef ég sé þig aftur mörðurinn þinn,
er þér hollast að vera dauður, því annars skatu fá að kynnast
kötörunum mínum á verulega óþægilegann hátt!!!!!” Hann
labbaði til baka, dauðskelkaður…
Ég setti hringinn inná mig, og labbaði að næsta Waypointi.
 
Við vorum komnar næstum því að klaustrinu. Við drápum
nokkrar Rougur og síðan löbbuðum við að hliðinu.
Þetta var stórt hlið, a.m.k. 3 metra hátt. Við gengum inn….
 
Þar inni var allt krökkt af skrímslum. Við tókum þau með
nokkrum erfileikum, en styrktumst við hvert dráp. Viola og ég
löbbuðum inní Barracksið…………
Þar inni voru okkur til mikillar furðu, næstum enginn skrímsli.
Samt nokkur, en ekkert alvarlegt. Þegar við vorum komin inni í
mitt barracksið heyrðum við smíðahljóð, við opnuðum einar
dyr: Og þar var hamarinn.
 
Hjá hamrinum var demoni á stærð við hús. Mjög líkur hinum
margfræga “slátrara” undir Tristram. Hann óð í okkur. Ásamt
öllum skrímslunum sem þar voru. Viola lenti í skrímslunum,
ég í smiðnum.
Ég stakk hann einu basic katar höggi. Það gerði ekkert.
Heldur þveröfugt, hann hljóp afrám (og ég dró mig með.) Og
ég var farinn að halda að þessi demon væri bara heilalaust
tröll með fótasveppi… Ég rétt náði að koma í veg fyrir það
ætlunar verk hans að fjarlægja minn neðri búk. Ég hoppaði af
honum og tók hornin sem ég hafði tekið úr geitamanninum í
turninum. Tjakk!!! Tjokk!!! Ég hafði hæft hann í magann og
hægra augað, Þá gafst mér færi til að hugsa. Ég byrjaði að
spretta og notaði galdrakraftinn minn til að fullhlaða þann
katarana mína með rafmagni. Ég hoppaði upp um leið og ég
mætti honum.
 
Um leið og ég lenti sneri ég mér við. Katara sá ég núna í
augum smiðsins. Viðeigandi rauður vökvi sprautaðist í allar
áttir. Rafmagnið þeyttist út í allar áttir. Hann datt niður,
dauður…
Ég sótti Katarana í flýti til að hjálpa Violu greyinu. Þar sem hún
var að reyna að halda púkum með útlimi hennar á matseðli, í
skefjum.
Ég gerði nokkra blade sentinela og aðskildi þá frá hinum
ýmsu útlimum sýnum. Ég gaf Violu sopa af healin drykk og tók
svo eftit því að smiðurinn hafði mist boga. Mjög flottan og
góðan. Ég gaf Violu hann og sóttu hamarinn. Gerði town
portal….
 
“Það var ekkert” sagði ég út um annað munnvikið og hálf
skammaðist mín fyrir Charsi. Hoppandi um með hamarinn
eins og ég hefði fundið foreldra hennar(Charsi er Barbarian
fyrir þá sem ekki vita) “Ó, Takk!!!” sagði hún í áttunda skiptið á
einni mínútu. “Núna skal ég betrumbæta….” Ég rétti henni
blóðuga katarana mína. “Hmpf!” heyrðist mér Charsi segja….
Ég keypti hanska skó og örvar handa Violu. Handa mér sjálfri
keypti ég skó og brynju. Katararnir mínir voru orðnir öflugir og
gátu núna fryst hina ýmsu óvini sem ég átti eftir að mæta…
Ég fór aftur inn í Barracks….
 
Ekki leið á löngu að við fundum inngang að fangelsi, eða öllu
heldur martröð……
 
Þar niðri var fólk sundur slitið afhausað og fullt af hinum
mögulegu og ómögulegu pyntingartækjum, Þetta var langur
göngutúr. En við komum upp fljótlega. Og komum að
Dómkirkju…
Þar inni voru um 399 skrímsli. Og líka einn (grænglóandi að
sjálfsögðu >-Þ) fyrrverandi prestur sem hélt á kasthnífum.
Sem hann fleygði í höndina mína…. Á sama stað á
síðast!!!!!!!!!!!!!!!!!!
 
Nú var nóg komið…. Ég setti upp Assasin svipinn minn og
öskraði: Svo að Andariel sjálf hefði orðið hrædd.
Ég hljóp í gegnum hópinn… Og drap allt sem var í vegi fyrir
mér. Viola sá um restina, en ég hoppaði að beinagrindinni og
smallaði einum dragon taloni í hausinn á honum…
Brotin dreyfðust út um allt, og gengu frá því litla sem eftir var af
skrímslunum… Ég opnaði aftur Town Portal. Ég kom í town og
ætlaði til Aköru þegar ég var stöðvuð af Cain. “Carver….” sagði
hann “Núna er kominn tími til að þú drepir Andariel. Svo þú
getir haldið áfram för þinni…. En mundu það að hún er sterk
og fljót. Hún er hrædd við eld. Og getur það kannski komið þér
að gagni, en… Mundu að ef hún nær að særa þig svo mjög að
enginn er von um björgun… Ekki láta hana drepa þig alveg,
annars verðuru corrupted eins og Rougurnar…” “Hafðu ekki
áhyggjur” sagði ég og labbaði til Aköru…. “Það myndi aldrei
gerast”
 
 
 
 
Við vorum komnar aftur í klaustrið…
Ég sneiddi hausinn af einum fallena. Hvað var ég búnað
koma mér útí…
Ég var kominn á neðstu hæð Catacombs… Að stigaganginum
niður til Andarialar…. Ég hristi af mér heilan kjötmarkað af
inniyflum. Ég brýndi Kataranna. Og steig niður…
 
Niðri voru nokkuð um Demona… Við hökkuðum þau og alltí
einu sá ég heljarinnar sundlaug, úr blóði!  Þar voru fljótandi lík
og allur fjandinn. Ég brosti… Andariel átti eftir að vera ágætis
challange…
 
Hálfdauður Barbarian flaug í gegnum stóra viðarhurð… Hann
lenti í sundlauginni og drukknaði… Viola hlóð bogann sinn…
Andariel kom inn!
 
Hún var stór og djöfulega falleg… Með stóra fálmara á bakinu
með oddum á endanum ásamt hófum og öllum pakkanum.
Hún brosti. “Dirfist þið dauðlegu verur að vanhelga mig?!?!?!”
Ég yppti öxlum og sagði: “Já.” Hún varð á svipinn eins og hefði
tilkynnt henni að uppáhalds verslunarmiðstöðinni hennar
hefði verið lokað.
Hún sparaði ekki kraftinn, og hoppaði í okkur…
 
Viola skaut einn fálmarann af henni og ég stakk hana í
magann… Hún hirti ekki um það heldur sneri sér að Violu…
Og ein fálmarinn gróf sig eins og rotta inn í höfuð hennar… Ég
hljóp til hennar.
“Ca-Ca-Carver…” sagði hún. “Nindala” sagði ég. Núna vissu
það fjórir :-( “A-A-Andariel ge-geymir *hóst* *hóst*” blóðið
dreyfðist um brynjuna mína. “Stein se-sem miðlar til
he-hennar galdraorku….. *hóst* E-E-Ef þú skemmir ha-hann…
Vei-Veikist hún….” Hún benti á stall á veggnum. Þarna var
steinn… Ég tók upp healing potion… “Ne-Nei… Þetta er búið.
L-L-lifi ég af verð ég Co-Corrupted…” “Ég skil…” sagði ég… Ég
dró upp Katarinn minn og stakk hana í hausinn, annars yrði
hún corrupted.
 
Núna stóð ég upp og Karmaið mitt var kolsvart. Ég gekk
yfirveguð að steini Andyar… Og smallaði honum í gólfið. Hún
öskraði: “DAUÐLEGA VERA! BÚÐU ÞIG UNDIR AÐ VERÐA
ÞJÓNN MINN!!!” Ég sagði ekkert. Bara hélt svipi mínum og
labbaði að henni… Hún Andariel var furðulostinn og barði til
mín. Aftur og aftur og aftur og aftur….
“Þú… Corruptaðir Rougurnar…” Sagði ég róleg uns ég
dodgaði hendi Andarielar. “….Þú þjónaðir hugsunarlaust
Diablo….” Dodgaði aftur. “….Og lést mig drepa vinkonu mína…”
Nú fleygði ég Köturunum frá mér… “…. OG fyrir ÞAÐ færðu
BORGAÐ!!!!!!!!!” Ég hoppaði og sparkaði í Andy. Hún datt niður.
Ég hljóp að henni og greip öxi af Fallena og miðaði á hana…..
“DEYÐU!!!!!!” Ég kastaði öxinnin og DUNK!!!
 
Þetta endaði skjótt en örrugglega… Andariel var dauð….
 
 
Ég fór aftur upp í town. Tók kistuna mína. Kvaddi og fór með
Warriv og Cain til Lut Gholein……….
 
———–To be Continued———–
 
Úff! dramað marr :-)  Jæja vona að einhver ykkar hafi skemmt
sig við þetta…
Næsti hluti verður betri og skemmtilegri I think….
 
Ykkar ástkæri ruslsöguhöfundur: HackSlacka.
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi