Ég var að spila áðan orc vs nightelf og átti von á hörkuleik þar sem ég hef aldrei spilað wc3 mikið á battle.net og er hálfgerður noob í því. Hef tapað oftar en ég vinn en hef verið að fylgjast með betri aðilum spila og rent að læra af því þegar ég tapa og það hefur skilað sér.
Ég keypti mér TFT í dag loksins og byrjaði aðeins í single player til að kynna mér þær breytingar sem hafa verið gerðar en fór svo beint í one vs one á battle.net til að sjá hvernig hann væri.
Reyndi að techa hratt og var fljótlega kominn með tvær hetjur,
Far seer og blademaster sem mér fynnst vera skuggalega góðir saman séu þeir rétt notaðir.
Sá sem ég spilaði á móti notaði aðeins eina hetju Keeper of the grove og sem ég hef reyndar aldrei notað eina og sér, kann ekki nógu vel á night elfs ennþá. En þetta var rólegt fyrst, creepaði og expandaði án þess að rekast á hann. Svo réðst hann allt í einu með miklu liði á expandið og tók það út og réðst svo á beisið mitt og var stanslaust barist um hana í nokkrar mínutur þar til hann náði yfrhöndinni og tók það út á endanum. En á meðan laumaði ég nokkrum peons í burtu og gerði nýtt expand og varði hana með burrows og towers og byrjaði að lífga hetjurnar mínar við
og jós út grunts.
Hann fann nýja beisið eftir smá tíma og réðst á það með keeper of the grove level 10 og blöndu af liði og eyðilagði hluta. En ég náði á smá tíma að fá hetjurnar aftur og átti svona 3 grunts eftir þegar ég eyddi liðinu hans og elti hetjuna hans aftur í basið hans en hún átti 60 eftir í life. Þegar ég kom í basið var hann með 2-3 unit til varnar og var hún þvílíkt illa upsett. Á nokkrum mínutum fór ég úr því að vera að tapa feitt yfir í að rústa honum gersamlega þar sem hann hafði ekki hugað að því að setja basið sitt almennilega upp. Ég þurfti bara að halda áfram að senda grunts í basið hans og þá hrundi allt hjá honum.
Ég sá að hann var bara ný búinn að expanda og þegar ég kom að því þá var þar einn ancient protector sem hafði litið í level 7 blade master með nokkra grunts með sér og að lokum sagði hann gg og fór.
En þegar hann var að rústa beisinu mínu hló hann að mér og vildi að ég gæfist upp.
Þannig að ég komst að því að maður á aldrie að gefast upp fyrr en maður er algjörlega búinn að vera. Rétt taktít á réttum tíma getur gjörsigrað andstæðinginn þó hann sé búinn að fara illa með mann og sé með keeper of the grove level 10 þá hefur hann ekkert í far seer og blade master á level 6.
Jæja þakka þeim sem nenna að lesa þessa runu og vona að þið hafið haft gaman af en nú er ég farinn að sofa.
Megi Warcraft lifa að eilífu.