Saga Nindölu Diablo II Act I Part II af III Saga Nindölu Diablo II Act I Part II
 
(Ath, Þessi grein er ekki fyrir þá sem hafa ekki tíma til að lesa
hana)
 
Ég labbaði glottandi út úr bækistöðum Rouganna. “Hvað
sagði Akara að þú ættir að gera?” spurði Viola. “Ég á að
bjarga Cain frá Tristram.” Hún fékk shock. Enda enginn furða.
Flestar af systrum hennar sem höfðu farið þangað til að drepa
Diablo höfðu orðið þær fyrstu til að snúast gegn systrum
sínum.
 
Cain. Maðurinn sem ég átti að bjarga var gamall svertingi og
síðasti Horadriminn. Tristram, að mér skildist hafði líka orðið
fyrsta þorpið til að falla undir þessa nýu ógn…
 
Ég drap einn púka með nettu bitchslappi í hausinn áður en ég
labbaði inn í stony field. Ég var með Assasin glottið mitt á og
fór að leita að göngum. Sem Akara hafði bent mér, á. Þau áttu
leiða mig að tré, sem innihélt leyndarmálið að því hvernig ég
kæmist til Tristram án þess að þurfa að fara þangað.
 
Ég kom auga á fimm steina, rétt raðaða. Ég labbaði hægt og
rólega að þeim og skoðaði þá. Það voru rúnir á þeim,
eldgamlar, síðan úr Synda stríðunum miklu….
 
Ég var rétt búnað skoða þá þegar ég kom auga á göngin…
 
Göngin voru frekar auðfarin. Nokkrir fallenar og hundar þar, en
ekkert til að hafa áhyggjur af. Frekar einfalt reyndar. Viola
skýtur í þá ör og ég vaða í þá og gef þeim einn Dragon Tail á
barkakýlið.
 
Við kom upp úr göngunum sem enduðu inni í skógi. Þetta var
hinn frægi myrki skógur. Ég hafði einu sinni heyrt eitthvað um
einhverja vætti….. Skipti ekki máli, ég kom auga á stórt tré,
eldri en hin. Ég og Viola gengum að því og ég ranghvolfdi
augunum. Gat þetta verið svona auðvelt?
 
Greinilega ekki. Um því um leið og ég var búnað hugsa þetta
gróf sig risastór hnefi inní feisið á mér. “Góðann dag…”
muldraði ég um leið og ég reis á fætur.
 
 “Yetar” Yetar voru stórir bangsar með höfuðið á bringunni.
Venjulega mjög friðsamir, Diablo hlýtur að hafa ruglað þessa í
rýminu. Svo voru þeir líka varðmenn skógarins.
 
Ég hoppaði frá einum risastórum hnefa áður en hann skall á
bringunni minni. Ég hrifsaði til mín stóra og beitta spýtu og sá
að Viola átti í svolitlum vandræðum, reyndar var hún rotuð uppi
í tré.
 
Ég ranghvolfdi augunum aftur og stundi. Þetta átti eftir að taka
sinn tíma.
 
Einn Yetanna hljóp alveg snarbrjálaður í mig. Ég hoppaði yfir
hann og snéri hann úr hálsliðnum með lappa snúning. Þarna
voru líka tveir aðrir. Ég fleygði prikinu í lungun á einum og dró
upp Katarana mína tvo fyrir hinn.
“Má bjóða þér smá Katar?” Smack! Beint í magann á honum.
 
Síðann var einn eftir. Ég ákvað að vera svoldið frumleg svo ég
sparkaði í tré sem féll oná hann.
 
Ég glotti og ætlaði að segja eitthvað sniðugt, þegar stór hnefi
nelgdi mig við næsta tré. Ég var svoldið lengi að standa upp.
Ég leit við og sá annan Yeta. Óeðlilega stórann og
grænglóandi.
 
“Hvað er málið með þessa grænglóandi gaura?” Umlaði ég
um leið og ég rétt beygði mig fyrir öðru hamars höggi sem
felldi tréð. Það lenti oná hausnum hans svo ég fékk svona
eina og hálfa sekúndu til að hugsa.
 
Hann var ekki lengi að ranka við sér og kom auga á mig 3
sekúndum eftir að tréð lenti á honum. Nú var hann reiður og
hljóp froðufellandi í átt til mín. Ég stökk upp í tré og hann hljóp
framhjá. Hann áttaði sig á þessu og hljóp til baka. Um leið og
hann kom framhjá trénu sem ég var í hoppaði ég niður og
skellti Kataranna í hausinn á honum.
 
Heilinn á honum vall út og ég fór að tékka á Violu.
 
“Hvað gerðist?” spurði hún. Hálfvönkuð útaf högginu sem
hafði plantað sig inní hægra gagnauga. “Þú labbaðir á tré”
sagði ég glottandi og hjálpaði henni niður.
 
Um leið og við gengum framhjá Græna Yetanum, sá ég
svoldið sem ég sá ekki áðan. Glóandi hníf. Líklega
göldróttann. Ég hirti hann og fór að trénu.
 
Þetta var undarlegt tré. Það var hátt og það kom einhver ára frá
því. Á berki þess voru letraðar rúnir. Að minsta kosti þúsund
ára. Ég tók upp nýfenginn hníf og skar börkinn af því. Ég
labbaði að næsta waypointi og fór til baka.
 
Akara var glöð að sjá okkur báðar, lifandi. Hún tók við
berkinum og sagði okkur að koma aftur. Eins gott, ég var
þreytt.
 
Daginn eftir (ja, ekki dag, það var aldrei sól) labbaði ég í
tjaldið hennar Violu og vakti hana. Svo fórum við beinustu leið
til Aköru, sem hafði, af andlitinu að dæma, vakið alla nótt.
 
“Ég er búinn að þíða þetta.” Sagði hún. “Samkvæmt þessu
áttu að fara til stony field og  snerta steinanna fimm, sem þar
eru, í þeirri röð sem ég hef skrifað.” Ég við tók við blaðinu og
sagði: “Það er nú bara ekki nokkur leið að skilja þetta!” Viola
benti mér á að þetta sneri vitlaust. Ég sneri því við og hugsaði
aðeins.
 
“Kortið er miðað við norður átt. Snertu hvern stein fimm
sinnum létt með tveim fingrum, og þú kemst til Tristram.” Hún
fór inní tjaldið sitt og sótti tvæt litlar flöskur af Healing Potion.
“Þið þurfið kannski á þessu að halda. Ég þakkaði henni fyrir,
og fór til Charsi að láta gera við brynjuna mína. Bara til
öryggis.
 
Ég tók Waypointið til Stony Field. Þar kom ég auga á steinana
nær samtímis og labbaði rólega til þeirra.
 
Ég ætlaði að fara snerta þá um leið og Viola öskraði:
“Passaðu þig”
 
Hún skaut fallen á lofti og hafði komið með því, í veg fyrir
áhættusamt ætlunarverk hans að skera mig á háls.
 
“Humm, þessu reiknaði ég nú bara ekki með” sagði ég um
leið og 30 litlir fallenar ásamt einum grænglóandi (Hvað er
málið?) Löbbuðu hægt í átt til mín. Sá græni, sem hinir
kölluðu Raikashu hélt stoltur á blóðugum Barbarian haus.
 
 Það tók okkur svona klukkutíma að búta þetta lið niður. Ég lét
Violu hafa sverð af falleninum sem hún drap fyrst.
 
Þegar það voru svona sex eftir. Kastaði Raikashu litla bjúg
sverðinu sínu í handlegginn á mér. (Á NÁKVÆMLEGA SAMA
FOKKING STAÐ OG SÍÐAST!!!!)
 
Ég var nú ekkert rosalega hress með það svo ég reif sverðið
úr og fleygði því svo fast í Raikashy. Að hann festist við einn
steininn sem á stóð “I”
 
Mér til mikillar undrunar fór hann að glóa.
 
Við drápum fljótlega þá fimm sem voru eftir og ég fór og snerti
alla steinanna fimm sinnum (með tveim fingrum)
 
Allir steinarnir glóðu um stund og svo…. BÚMM!!!!!!
 
Við stigum inn í portal, sem leiddi okkur inn í Tristram.
 
Þegar við komum inn í Tristram brá okkur svoldið mikið. Öll
húsin voru að brenna, og lík fyrrverandi bæabúa voru úti um
allt.
Ég kom auga á lík drengs, “Wirt” stóð áletrað á bol hans.
Barnið hafði staurfót, sem líklega voru merki þess að hann
hefði eitthvað kynnst Diablo á sínum tíma.
 
Allt í einu kom beinagrind hlaupandi til mín, svo ég hafði
engan tíma til að draga upp Kataranna né Viola bogann.
 
Ég hrifsaði eins hratt og ég gat staurfót Wirts.
 
“YAH!” og beinagrindin molnaði í milljón bita. “Humm…
Greinilega gott Undead vopn” sagði ég og fjarlægði höfuð
fallena frá viðeigandi búk með einu sparki.
 
Við hlupum inní þorðið sjálft. Þar réðust á okkur um sextíu
púkar. Þar á meða 20 Geitamenn. Í miðri kös kom ég auga á
búr með svörtum gömlum manni inní “Cain!” fullyrti ég
 
”Skjóttu á lásinn!!!!” skipaði ég Violu. Hún spennti bogann
eins og ekkert væri og “TVANG!!!!” Búrið  opnaðist og um leið
kom Town Portal. Ég benti Violu að fara með Cain til Aköru
gegnum þetta portal.
 
Hún gerði það og ég fann að ég væri orðinn nógu sterk til
þess að nota gamalt Assasin bragð: Blade Sentinel.
 
Ég stakk staurfæti Wirts í flýti inná mig og framkallaði
allmarga Sentinela. Flestallir Púkarnir voru aðskildir fótum
sínum á þessari stundu.
 
Ég tók scroll of townportal af einum þeirra og ætlaði að fara að
lesa þegar. “Smakk!” Högg á gagnaugað var lamið ástúðlega
á mig þegar fyrrum besti járnsmiður Westmarch. Griswold.
Stóð þarna, vantandi ýmsa líkamshluta.
 
“Heh, komdu bara” sagði ég og glotti. Ég var orðinn svoldið
vöknuð eftir bardagann og blóðið rann úr sárunum, og ég gat
ekki fengið mér sopa af drykknum hennar Aköru.
 
Ég gaf Griswoldi eitt stykki Dragon Talon í bringuna. Ég ætlaði
að láta löppina sýga en. “What the Fokk?” Löppin hafði fests á
milli því álitlega litla sem eftir var af rifbeinum hans.
 
“AAAAAAAH!!!” Griswold braut löppina og ég var í engu
ástandi. Til að gera neitt…
 
Ég slammaði löppinni (með Griswold á henni) inn í vegginn
svo hann umsvifalaust hætti að vera til.
Ég hafði ekki mikinn kraft lengur… Ég hneig niður……
 
———–To be Continued————
 
Jumm…. Því miður verður það að enda hér. Ég vona að þetta
hafi verið skemmtileg lesning.
 
Kv. HackSlacka
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi