Ég sagði nú 15 þarna fyrir nokkrum póstum þannig að ég hef ekki verið það fjarri frá raunveruleikanum. En þeir sem hafa studiað 3d þá er miklu meira lagt í FF myndina en D2 dæmið en það er auðvitað sjálfsagt þar sem FF er kvikmynd en D2 er nú tölvuleikur.
Svo má einnig geta að Blizzard notast við 3d studio max frekar mikið en eru víst að fara að færa sig í Alias|Wavefront Maya samkvæmt heimildum frá Alias. Aftur á móti eru kvikmyndir eins og FF og Toy Story gert með property tools sem fyrirtækið býr sjálft til. Mesti gallinn við 3d studio max er að til þess að gera dæmi eins og er í D2 þá þarf maður gommu af Plug-ins. svoleiðis er ekki með Maya(endar kostar Maya Unlimited 1.3 milljón)
Don't take me wrong, ég er ekki að dissa Blizzard, það sem þeir hafa gert fyrir bandarískan Game cinematic markað er brilliant. Mér finnst bara FF dæmið miklu flottara, líka guttar sem eru miklu reyndari í þessu. Til dæmis nýju renderin úr FF X eru geðveik. getið tjékkað á þeim á gamewallpapers.com
Svo gæti ég vel trúað því að velmenntaðir Animators í Japan fari meira í tölvuleikjabransann en í Bandaríkjunum. Þeas menntaðir kanar í Animation fara frekar í kvikmyndaiðnaðinn. Sérstaklega þar sem tölvuleikir er einn stærsti markaðurinn í Japan en kvikmyndir eru í Bandaríkjunum. Eflaust betur borgaður kvikmyndaiðnaðurinn.
Japan eru bara að mörgu leyti á undan öðrum þjóðum varðandi suma hluti. Tölvuleikir og teiknimyndir. Hinn vestrænni heimur leit á þetta sem barnagaman meðan Japanar litu á þetta sem skemmtun fyrir alla.
[------------------------------------]