(ATH. Með fyrirvara um að þetta er ekki það sama og gerist í
sjálfu actinu)
 
Þetta var bara eins og hver önnur venjuleg ferð. Átti að
afgreiða einhvern galdrakall yfir í Westmarch. Ég kláraði verkið
fljótt, og fékk 8000 gp fyrir. Skítakaup… En dugði fyrir mat og
ferðalögum til Viz-Jaq’tar. Þeir kölluðu mig The Carver, vegna
þess að ég átti það til að “carva” mig í gegnum hlutina. Fáir
notuðu mitt rétta nafn, fáir vissu mitt rétta nafn, ég var, og er,
Nindala the Assasin. Aðeins fjórir þekktu þetta nafn: Tior,
Natalya, höfuð reglu minnar og ég. Ég var hálfnuð á leið minni
á Caravaninum hans Belanosar, þegar við stoppuðum… Þetta
var bækistöð, bækistöð Sistra sjónlausa augans (Sisters of
Sightless Eye a.k.a Rouges) ég sá Belanos stíga út og opna
klefann minn… “Af hverju stoppum við hér!?!?” Sagði ég. “Við
förum ekki lengra en þetta.” Sagði Belanos, ekki með sína
venjulegu yfirvegun í röddinni. Reyndar var hann bara náfölur!
“Ég hætti ekki á að fara lengra.” Sagði hann “Það er búið að
loka klaustrinu.” “HVAÐ!?” öskraði ég. “Hvenær, a-a-afhverju?”
Hann svaraði engu. Ég steig út úr Caravaninum og hann
ætlaði aftur að fara og snúa við. Og sagði: “Rétt eftir að þú
komst…” fór svo og fór með sinn ástkæra Caravan úr þessum
bölvuðu búðum. Ég hef ekki séð hann síðan. Ég hafði aðeins
verið í Westmarch í 4 mánuði…
 Ég  labbaði að því sem virtist eins og opin eldur. Settist niður
og  fékk mér mjöð. “Hmmm… Fullsterkur drykkur fyrir svona
unga konu” sagði vinaleg rödd að baki mér. Assasin eðlið
hafði varað mig við honum löngu áður en hann kom. “Ég er 24
vetra” muldraði ég oní drykkjarhornið. Hann settist niður við
hliðina á mér og sagði. “Humm… Ertu á leið Austur?” ég horfði
til hliðar og kinkaði kolli til þessa nýkomna félagsskaps. Svo
spurði ég: “Klukkan er 5 á síðdegi afhverju er þá enginn sól?”
“Humm…. Þú ert ný…. Síðustu tvo mánuði hafa komið ekkert
nema nýar wannabe hetjur til að útrýma hinu illa hér.” Svaraði
hann, ekkert rosalega glaðlega. “Illa?” spurði ég. “Jamm…
Fyrir um fjórum mánuðum síðan varð þorpið Tristram
gereyðilagt af Djöflum og Árum (Demons). Margir segja að
einhvað illt sé á ferð. Og sumir ganga svo langt að segja að
Diablo sé kominn aftur…””þú meinar að…” greip ég fram í. “Ég
er nú ekki svo viss um hvort ég trúi því en….” Hann horfði upp,
hugsandi og hélt svo áfram: “Hettuklæddur flökkumaður gekk
hér um og yrti ekki á neinn. Stuttu eftir að hann fór í gegnum
klaustrið. Komu upp ógeðlegir púkar og árar, og yfir helmingur
Rouganna (skulum bara kalla þær það :-Þ) snérust gegn
hinum réttlátu  systrum sínum og gengu til liðs við Andariel.
Meira veit ég ekki, þú ættir að tala við hana Aköru ef þú vilt
komast að einhverju fleiru”
 Ég kvaddi Warriv snögglega um leið og hann var búnað
benda mér á staðsetningu Aköru. “Ó, frábært” hugsaði ég. “Ég
sem ætlaði bara að klára eitt starf, nú þarf ég örrugglega að
redda þessum bévítans Rougum”. Ég setti upp minn ískalda
svip og labbaði hægt og rólega að Aköru. Þá labbaði í veg fyrir
mig Rauðhærð kona. Varla meira en 22 vetra, og sagði: “Hver
ert þú?” “Ég er konan sem ætlar að labba fram hjá þér og
bjarga klaustrinu þínu” sagði ég með rósemi í röddini “Fah!”
Sagði hún og spýtti rétt á milli leður stígvélanna minna. “En
ein hetjan ha? Humm…. Ég hugsa að þú náir nú ekki langt”
“Og hver ert þú?” hratti ég út úr mér. Hún grandskoðaði mig
sagði svo: “Ég er Kashya! Leiðtogi rouganna á
bardagavellinum. Og það þarf meira en að drepa nokkur dýr í
skóginum til að hrífa mig!” Humm… Sterk kona, að mínu
skapi, ég glotti mínu fræga Assasin glotti og sagði: “Humm…
ég get nú gert meira en það”svo gekk ég fram hjá henni og að
litlu tjaldi. Þar sat inni gömul kona sem var að brugga
töfradrykk, potion of healing, minnstu flösku af jurtunum að
dæma. Ég ræskti mig til að láta vita af mér. “Ó?” sagði hún og
leit upp.”Ó, afsakaðu væna mín. Ég var önnum kafinn.”
“Jamm…” sagði ég og horfði á hettuklætt andlitið. Á augunum
mátti sjá að hún væri mjög lífsreynd. “Ég er Akara. Andlegur
leiðtogi systra sjónlausa augans. Eins og þú hefur kannski
heyrt. Erum við undir alveg hræðilegri bölvun. Hin illa Andariel,
sem kemur úr dýpstu viðjum helvítis, hefur fengið til sín rúman
helming reglu okkar. Kashya, sem er buguð af þessu. Hefur
nú breyst úr harði konu í lokaða skel. Og ég verð að biðja þig
um greiða, sem engum af hinum hetjunum hefur tekist, eða
sinnt: Það er hellir hér rétt hjá, (Den of Evil) sem einu sinni var
notaður sem birgðargeymsla. Sem núna hefur verið hertekinn
af hinu illa. Mín ágiskun er sú, að púkarnir þar séu að safna
liði, til að gera árás á okkur, enginn sem hefur stigið fót inn,
hefur komið út aftur bið ég þig að fara varlega, ef þú ákveður
að gera þetta.” Ég kinkaði kolli og kvaddi Aköru. Ég var ekkert
hrædd við nokkra púka.
 
Ég vaknaði klukkan tvö um nótt, og labbaði yfir brú sem lá út úr
bækistöðinni, um leið og ég var kominn yfir brúna, sá ég að
minnsta kosti átta uppvakninga og fimm spike rats. Ég
hugsaði að svona ætti þetta að vera: Ég, allir heimsins
Demonar og Katarnir mínir tveir. Ég gekk í þetta og þurfti ekki
nema nokkur kitl af katar og uppvakningarnir og spike
rotturnar steinláu. Um leið og ég var búinn að þurrka blóðið af
Köturunum sá ég helli. Humm… þarna var Den of Evil líklega
komið. Ég labbaði rólega í átt að honum og inní hann. Það
fyrsta sem tók á móti mér þegar ég kom inn var ör. “Ah!”
öskraði ég um leið og ég náði þeirri ör úr hendinni minni. Ég
leit til hliðar og sá dauðann Barbarian sem hafði fengið alveg
eins ör á milli augnanna. (hann var hálf nelgdur við vegginn)
Ég muldraði “Þú þarft þetta víst ekki lengur góurinn” um leið
og ég hrifsaði hand öxina úr hendinni hans og fleygði henni í
hálsinn á því sem skaut örinni að mér. Ég hélt áfram eftir að
ég var búnað afgreiða fleiri zombia og nokkra boga kalla. Þá
sá ég lítinn fallenn, ekki þótti mér það nú mikil ógn og
sparkaði hausinn af honum. Allt í einu lifnaði hann við! Ég
drap hann aftur og aftur og aftur. Þangað til ég sá stórann
fallen  með vúdú staf sem virtist vera að endurlífga hann. Ég
sparkaði hausnum af einu sinni en…. En í þetta skiptið lenti
hann á barkakýlinu á kvikindinu og það steinlá. Ég hélt áfram
ferð minni um þennan viðurstyggilega fráhrindandi stað, og
við og við fann ég þó nokkur lík af Rouge, Barbarian, Amazon,
Paladin og einn Necromancer. Það voru enginn verðmæti á
þeim og ef svo hefði verið hefði ég ekki tekið þau (í
virðingarskini við hina látnu). Ég kom niður í svona 3 stór
herbergi þar sem voru að minnsta kosti 30 fallen í hverju. Og
við hvert herbergi elfdist ég. Ég fann það. Og núna ákvað ég
að einbeita mér að því að læra gamalt Assasin bragð kallað
Dragon Talon. Að lokum var ég búin með næstum öll
skrímslin í hellinum nema í einum afkimanum. Þar inni voru
a.m.k tíu uppvakningar og einn grænglansandi. Ég gerði mér
lítið fyrir og gerði Airspark á einn uppvakninginn svo hann
kastaðist á vegginn, og mölbrotnaði. Þá komu allir
uppvakningarnir í átt til mín muldrandi “eat brain”(Þeir segja
þetta stundum í leiknum). Ég sá að þeim var svoldið alvara,
þar sem það var hálftugginn heilinn á dauðri sorceress sem
ég kom auga á. Ég sagði: “Jæja Strákar, ég ætla nú ekkert að
staldra neitt lengi við.” Um leið og ég sparkaði af öllum krafti í
vegginn. Svo að minnsta kosti 5 þeirra urðu undir grjóti. Þá
sem voru eftir tók ég með nokkuð undarlegu sparki. Ég hafði
lært Dragon Talon… Altíeinu fann ég kaldar tennur þrístast oní
sárið eftir örina. Græni uppvakningurinn!!! Ég hafði gleymt
honum! Ég barði hann í feisið með katarinn á hnefanum, en
hann var ekkert alveg að sætta sig við dauðann og æddi
höfuðlaus í mig. Ég veit ekki hvað olli þessum hræðilega
misskilningi um það að hann hélt að hann væri enþá lifandi,
en ég eiddi ekki miklum tíma í að hugsa um það, heldur
sparkaði ég í bringuna á honum og hoppaði á honum til að
vera viss um, að hann væri viss um, að hann væri dauður.
 
Ég steig svoldið blóðug út úr hellinum. Leðurbrynjan mín var
öll út ötuð í fallen blóði, svo ég dreif mig aftur í Rouge
bækistöðvarnar.
 
Þegar ég kom til Aköru varð hún alveg skelfingu lostin, þegar
ég leit á hendina mína sá ég afhverju. Bitfarðið eftir
uppvakninginn var farið að bólgna og hendinn mín var öll náföl
og blóðlaus. Ég fann ekki fyrir henni lengur! Akara gaf mér
fljótt drykkin sem hún hafði verið að brugga áðan og ég drakk
hann í skyndi. Þrem mínútum síðar var hann höndinn orðinn
eðlileg… “Mér hefur aldrei fundist töfradrykkjarbragð gott…”
sagði ég um leið og ég fékk mér sopa af miðnum góða (bara
svona til að bægja frá eftirbragðinu svona. Hún Akara sagðist
vera mjög þakklát og bauð mér að þjálfa hjá sér uppí nýja
tækni. Ég þakkaði henni og þjálfaði uppí tiger strike…. það tók
svona 1 tíma. Ég ætlaði út aftur að leita að þessarri Andariel,
þegar Kashya stoppaði mig. “Humm… Þú ert sterkari en ég
hélt…. Jæja! Rouge eftirlits konur mínar segja að það hafi
orðið truflun í kirkjugarði klaustursins. Fyrrum besta vinkona
mín, Blood Raven sem barðist í Tristram. Varð ein af þeim
fyrstu sem Andariel náði á sitt band. Núna gengur hún um í
kirkju garðinum í cold plains og rís upp hina dauðu! Við þolum
ekki slíka vanhelgun. Sértu hetjan sem þú segist vera…
Drepurðu hana!” Ég glotti og sagði… “Ekkert mál”
 
Ég var nýkomin inn í cold plains þegar ég drap mína fyrstu
Corroupted Rouge. Beljan öskraði og hoppaði með exi í áttina
til mín. Ég stakk hana í hnén meðan hún var en á lofti, svo hún
datt í hnypri niður. Ég braut hauskúðu hennar um leið og ég
hugsaði: Bitch… Ég drap mjög auðveldlega þæt mörgu
Rouges sem á eftir komu. En um leið og ég sá innganginn að
kirkjugarðinum, komu tvær ljóslifandi beinagrindur.
Staðráðnar í því að núa sálina úr líkama mínum, slengdu þær
stórum gaddakylfum sínum í átt að mér. Ég tók þær með einu
sparki, og hélt inn í kirkjugarðinn. Þar inni sá ég hana. Blood
Raven. Hún stóð þar og var að lífga upp dauða. Ég tók eina
stál súluna úr brotnu grindverinu um leið og ég hugsaði “oh,
shit.” A.m.k. 100 uppvakningar löbbuðu í átt að mér. Ég gerði
mér lítið fyrir og sveiflaði stálprikinu í allar áttir, svo
uppvakningarnir flugu, og lentu ýmist á beittum súlum
grindverkjanna, eða í sínar eigin grafir. Í  miðri þessari kös,
spennti Blood Raven bogann sinn og TVANG!! Í
HANDLEGGINN!!! Á NÁKVÆMLEG SAMA STAÐ OG ÁÐAN!!!!!
Það sem verra var að það var eldur á örinni svo ég gat ekki
náð taki á henni og rifið hana út. Í stað þess harkaði ég mér
hitaði Katarana á eldinum og hoppaði á Blood Raven. Þar rak
ég sjóðheita Katarna í augun á henni. Þar endaði hún bölvun
sína, ég skar höfuðið af henni til sönnunar um þetta afrek.
Eldinn slökkti ég í blóði Rouganna sem hengu á tré sem var
nálægt. Ég náði örinni út, og tók Waypoint til baka í
bækistöðvarnar.
 
Þegar til baka var komið, fór ég til járnsmiðsins í búðunum.
Hún hét Charsi. Hana hafði ég einu sinni hitt áður, og vorum
við nokkuð góðar vinkonur. Hún var Barbarian og ótrúlega
góður járnsmiður. Uppá gömul kynni fékk ég afslátt, hún gerði
við hálfbrædda Katarna og ég keypti mér hringabrynju.
 
Eftir að ég var búnað tala við Charsi kom Kashya til mín og
spurði hvað væri að frétta. Ég sagði að ég hefði drepið Blood
Raven og afhenti blóðugt höfuðið því til sönnunar. Kashya
brosti. “Humm… Þú ert hugrökk og sterk….” “Carver” bætti ég
inní “…Carver” Hélt hún áfram. “Fyrir þetta afrek ertu búnað
sanna þig fyrir mér. Og munu the Rouges fylgja þér núna ef
þú vilt, í hvaða bardaga sem er: þetta er Viola, ein af sterkustu
bogamönnum mínum, hún mun fylgja þér hvert sem þú vilt”
Ég þakkaði hólið og heilsaði Violu. Ég vissi ekki að síðar ætti
ég henni margt að þakka…..
 
—-To be Continued—-
 
Jæja krakkar. Þannig endar fyrsti hluti Acts I, sem er í tveim
hlutum.
Ég vona að þetta hafi verið skemmtileg lesning, sem er
næstum jafn góð og saga Raid3r.
Annar hluti kemur Bráðum og verður hann styttri (svo þið
þreytist eigi við lesturinn ;-) ).
 
HackSlacka
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi