— Þetta er í rauninni ekkert alltof líkt sjálfu actinu —
Eftir margra tíma á sjónum sá ég nokkurskonar þoku liggja yfir einhvers konar bæ þarna , þetta var eins og þorp , í rauninni draugaþorp.
Meshif lét mig fá reipi og sagði mér að hoppa yfir á briggjuna og binda skipið , það var varla að ég þorði því.
Ég labbaði um þetta þorp og þetta var svo gamaldags allt saman eitthvað, aumingjalegar brýr, svo var einn maðurinn þarna sem var eins og frumbyggi. Og hann hét Ormus, sem fékk okkur Kaelan virkilega til að hlæja hressilega, sem létti vel af okkur.
Eftir að hafa labbað um að keypt betri skyldi og brynjur handa okkur, og talað við flesta bæjarbúa, förum við á tal við Deckard rétt áður en við höldum út úr bænum, hann Deckard kom með okkur á skipinu og hann labbaði um þorpið líka meðan við gerðum það.
Hann sagðist kannast við þennan stað , þetta var einu sinni mjög virtur viðkomustaður fyrir ferðalangana marga. En eftir að þessi ‘Mephisto’ kom , hefur þessi bær verið alveg steindauður. Deckard segir okkur frá presti að nafni Khalim, hann segir okkur að eina leiðinn inn til Mephisto's er að safna saman útlimum frá þessum prest.
Auðvitað fannst okkur Kaelan ekkert sérstaklega spennandi að labba um einhvern dimman skó aðeins tveir á ferð og leita af… líkamsleifum. Enn við komum hingað til að gera þetta, og þetta skulum vér gera!
Sem sagt, það sem við þurftum að gera var: að finna augað hans, hjarta, heila og vopn hans, láta þetta allt saman í Cube og bíða, útúr þessu átti að koma svakalegt vopn, þetta vopn áttum við að nota til að brjóta eitthvað sem hét ‘Compelling Orb’ , við komumst brátt að því hvað það er. Við Kaelan ákveðum að leggja af stað og byrja leit á auganu.
Við leggjum af stað út í dimman skóginn, þarna eru lítlir shamans, alveg ótrúlega snöggur, en fremur auðveldir að drepa, þegar við komum lengra inní skóginn komum við auga á gat inní skóginum, þar liggur ‘vegur’ inní helli, neðanjarðar helli ( Spider Cavern ). Þar inni eru þessar risastóru kóngulær, okkur til mikillar furðu, algerir aumingjar! Eftir að hafa labbað útum allann hellinn ( að við héldum ) og ekki fattað hvað var svona merkilegt við hann, komum við auga á rauða kónguló.
Við ætluðum að láta hana vera, en sjáum bakvið hana kistu, ekki lítið áberandi, glansar alveg hreint, ef við vissum ekki betur héldum við að þessar kóngulær væru með einhverskonar hreinlætisáráttu, en þetta voru kóngulær, ekkert sérlega gáfaðar. Við höldum í þá von að þarna inni í kistunni sé augað, heilinn, hjartað eða vopnið. Við hlaupum áfram saman og tókum ‘vini’ hans út auðveldlega, enn annað var með þessa rauðu, hún var mjög snögg og högg hennar ekkert sérlega þægileg.
Hún barði mig og stakk einum fæti sínum í vegnum hendina á mér, með hinni hendinni tekst mér að skera þann fót af, ‘bara’ 7 fætur eftir! Kaelan sýnir mikla dirfsku og hendir spjótinu, því hann var ekki með fleirri enn þetta, allt virtist verða hægt þegar við hofum á spjótið fara í áttina að kóngulónni, beint á milli augnana! “SÁSTU ÞETTA!?” öskrar Kaelan! “Hún er dauð!”. Við opnum kistuna og sjáum augað. Við ákveðum að fara í “Steinn, blað, skæri” uppá hvor þarf að halda á auganu. Ég vinn!
Kaelan begir sig ekki glaður á svip eftir auganu. Hann tekur það og lætur í vasann, horfir á mig með mikillu undrun og spyr, “Af hverju er hendin á þér græn?” Hver þremillinn! Hendin mín var græn! Greinilega eitur eftir kóngulóna, hvernig gat ég ekki fundið fyrir þessu! Við ákveðum að fara til baka og fá okkur nokkrar dollur af “Antidote” og geyma augað í kistunni okkar í bænum.
Eftir að hafa gert þetta leggjum við aftur af stað út í skóg.
Löbbum framhjá þessu gati sem við fórum í áðan og sjáum aftur einhverskonar útskot, förum þangað og sjáum ræsi, tregir til að fara niður, en gerum það. Þar inni eru helling af kvikindum, ekkert þeirra erfiður andstæðingur, við vorum farnir að vera frekar ánægðir með okkur:). Þegar lengra inní ræsið er komið sjáum við aðra kistu, sannfærðir um að þessi kista innihaldi hjarta, heila eða vopnið drepum við alla óvini í kring og opnum kistuna, viti menn, hjartað var þarna á ferð, Kaelan heimtar að ég taki það upp, eins sangjarnt og það hljómaði, var ég ekkert alltof glaður.
Til baka fórum við til að skila hjartanu, eða geyma það í kistunni. Og ég keypti mér nýtt skó par í leiðinni, alveg eins og Kaelans , hans var svo flott. Nú áttum við bara eftir að finna vopnið og… heilann hans.
Af stað leggjum við á ný, að labba í þessum skóg var bara gaman á þessu nýju skóm, alveg hreint annað líf nánast!
EFtir að hafa labbað framhjá hinum tvem stöðunum, sjáum við breytingu á umhverfinu, tréin breyttust um lit og þarna sáum við hóp af .. einhverjum dýrum, sem hlupu til okkar á ógnarhraða ( Council Member ), við Kaelan setjum okkur í bargdaga stöður og bíðum átekta!
Einn þeirra stoppar en sendir hina fjóra áfram á okkur, ég náði þrem og Kaelan tók þann fjórða út, eftir stóð þessi stæðsti af þeim og sá , án efa , mest ógnvekjandi. Hann öskrar eitthvað í áttina að okkur og hleypur til okkar, líklega illur yfir láti vina sinna. Kaelan kastar spjótinu í hann, þetta særði hann pottþétt, en útur honum komu þessir eldingarboltar, hittu okkur, þetta voru nett óþæginlegir straumar! Kaelan spjótlaus og ég að verja okkur báði, óvinurinn með spjótið inní sér.
Hann kemur til mín særður og ég stekk til hans, sker af honum fótinn, Kaelan rífur spjótið úr hinum hinum megin , í gegnum hann sem sagt , og við það dettur hann , ég dreif mig í því og skar hann af háls, þá komu ennþá fleirri eldingarboltar, þvílíkt óþæginlegt, en við sáum þegar hann var dauður, einhverja styttu hjá líkinu. Við tökum hana upp, og þetta er stytta af fugli, gullstytta. Ákveðum við að geyma hana og halda áfram að leita af heilanum eða vopninu.
Í einu horninu af þessum ‘nýja’ skóg sáum við kistu, óvarða, við vorum mjög líklega búnir að drepa verðina, sannfærðir um að heilinn eða vopnið væri þarna inní opnum við hana, þarna var heilinn, Kaelan grettir sig og hirðir hann upp. Á leiðinni til baka í bæinn dettur Kaelan allt í einu, ég stend gáttaður yfir honum og spyr hvað hann var að gera? Hann segist ekki hafa að vera að horfa fram fyrir sig og dottið um eitthvað, hann var með frekar stórt sár á fætinum, við gáum hvað hann datt um og sjáum vopn, vonandi er þetta vopnið sem við áttum að leita af! “Förum í bæinn og spyrjum Cain hvort þetta sé rétt vopn” segi ég.
Þegar í bæinn er komið staðfestir Cain að þetta sé allt það sem þarf til að bróta orbið sem hann talaði um við okkur fyrr. Við áttum sem sagt nú að setja þetta allt saman í Cube-inn og bíða. Við gerðum það, og fengum okkur betri búnað í leiðinni, ég gaf Kaelan nýjan skjöld og muuun betra spjót, þetta spjót var með fimm oddum, ekki bara einum, totally deadly thing, eins og Kaelan orðaði þetta.
Við förum að kíkja í Cube-inn og sjáum vopn, bara vopn, þetta var samt ekki sama vopnið, þetta var stærra og með fleirri gaddar. Cain upplýsir okkur sem svo, að þetta sé vopnið sem nota þarf til að brjóta “orbið”. “Orbið er að finna lengst inní skóginum, labbið þar til þið komist ekki lengra”, segir Cain.
Við Kaelan leggjum af sjálfsögðu af stað og komum á endann á skógunum, þar eru stórir gaurar, úr tréi, sem eru að passa einhvern ingang, ingang að borg sýndist okkur. Þeir stóðu ekki bara og voru að passa inganginn, það var bargdagi í gangi nú þegar! Þar sáum við Necromancer með margar beinagrindur í kringum sig, að berjast við þessa stóru tré gaura!
Við skerumst í leikinn og drepum þessa tré náunga, eftir það spjöllum við , við þennan Necromancer, hann hét víst Feanor, hann var mjög langt kominn Nercromancer , hann kunni alveg nánast ótal marga galdra, hann væri frábær meðlimur í “liðið” okkar. Hann sagðist vera að leita af Mephisto nokkrum, hann drap besta vin sinn, hefnd var efst í huga Feanors. Við ákveðum að slá saman og taka þennan Mephisto út, ég með vopnið til að brjóta “orbið” og komast inn til hans, hann með sína galdra og mörgu beinagrindur, sem á án efa eftir að vera þæginleg viðbót!
Við löbbum inní þessa borg, ég, Kaelan og Feanor. Þar sjáum við á hinum endanum á borginni, nokkurskonar höll, þar var margur andskotinn, heill hellingur af óvinum sem biðu eftir að fá að drepa, en þarna bakvið glittaði í eitthvað, þetta var stór hlutir, þetta var alveg pottþétt orbið sem við vorum að leita að.
Feanor býr til sex beinagrindur úr þessum sex dauðu tré gaurnum, sendir þá til þessara óvina til að gá hvort styrkur þeirra væri of mikill , beinagrindurnar ná að drepa einn þeirra, þetta átti eftir að verða erfiðar bargdagi.
Feanor býr til þrjár beinagrindur með sverð, og þrjár með sem skutu eld og eldingum. Kaelan tekur spjótið upp og ég hélt sverðinu hátt uppi, beinagrindurnar sem voru með eldinn, skutu, þetta var byrjar, heljarinar bargdagi, eftir að hafa aðeins drepið um helming óvinana, voru allar beinagrindurnar voru dauðar, Kaelan særður á hægri fæti haltrandi um, ég og Feanor einu eftir sem vorum í heilu lagi, og hann alls ekki mikill close-combat maður. Feanor bjó til heila helling af beinagrindum úr öllum óvinunum sem voru dauðir, close-combat beinagrindur sem og þær sem ‘skutu’ eld, útum allt voru þær, þær meiddu óvinina augljóslega ekkert mikið, en það hélt þeim við efnið, og þá gat ég auðveldlega labbað aftan að þeim og skorið þá af háls, einn og einn í einu.
Eftir smá stund voru allir óvinirnir dauðir, ég gaf Kaelan poiton og sárið á fætinum hvarf eftir 5mín eða svo. Við löbbuðum nær þessum hlut sem var þarna uppi, sem glansaði, þetta var orbið, án efa, ég fann það á mér. Ég tók upp vopnið sem ég bjó til með Cube og barði orbið, aftur, og aftur þar til það kom rosalegur geisli útúr honum, við vórum allir blindir í smá stund við þennan geisla. Þegar við höfðum jafnað okkur sáum við stiga sem lá niður á við, við horfum á hvorn annað með undurssvip og löbbuðum niður, löbbum um og sjáum annan stiga, sem liggur líka niður, þegar við komum niður sjáum við stórt.. “haf”, eldrautt af blóði með líkum í, þar er rautt portal, á miðju hafinu. Hinum megin við þetta “haf” sjáum við stóra hvíta veru, til verunnar voru tvær áttir, við ákveðum að skipta ekki liði og fara saman allir til hægri, þar bíður okkur hópur af samskonar óvinum og var fyrir utan þessa neðanjarðar hella.
Við drepum þá auðveldlega og Feanor býr til heilan helling af allskyns beinagrindum, við sendum þær á undan til þessara veru, þetta var jafn pottþétt Mephisto og ég sé í skóm, sem ég var í! Beinagrindurnar voru á fullu að berjast við Meph og við skerum inn í leikinn, ég stek til Meph's og sker hann í fótinn, samstundis kastar Kaelan spjótinu í hann og tekur það strax aftur úr, Feanor stendur í hæfilegri fjarlægð og gerir einhverja galdra á hann, Meph virtist hreyfa sig hægar, mun hægar reyndar. En samt alveg helvíti erfiður að deala við. Eftir að hafa skorið hann útum allt og Kaelan stundið hann marg oft byrjar hann að hreyfa sig á venjulegum hraða, hann gerir einhvern galdur sem feykjir Kaelan ofan í hafið! Hann sökk ofan í blóðuga hafið sem var nú þegar fullt af ótal líkum! Ég stekk á Mephisto í brjálæðiskasti, klifra upp hann, og þegar ég er að fara að skera af honum hausinn, nær hann taki af mér og hendir mér í áttina að þessu hafi, allt virtist gerast hægt, allt líf mitt fauk framhjá mér í huganum og ég vissi ekki hvað ég gat gert, þegar ég var innan við meter við að lenda í hafinu skýst ég upp, hendist á jörðina! Ég hafði ekki hugmynd um hvað gerðist, ég horfi á Feanor af mikilli undrun, hann bjargaði mér með einhverjum galdri, hann öskrar til mín, “Viltu drullast á fætur og hjálpa mér að drepa þetta kvikindi!” , ég fullur af lífi stekk til Meph's, Feanor skýtur á hann einhverju bláum geilsa og við það datt hann, hann lá, hann var örugglega dauður! En við vildum ekki taka neina áhættur og ég labbaði að honum og skar af honum hausinn, sparkaði honum frá líkamanum og ofan í hafið. Þarna hjá okkur lá frekar stór búkur , hauslaus. Við lítum í kringum okkur og sáum ekkert, allt í einu byrjaði allt að hristast, þetta var jarðskjálfti, þegar jafðskjálftinn hætti skoðuðum við í kringum okkur, sáum brú liggja yfir til rauða portalsins, áður en við fórum þangað í forvitni, horfðum við niður í hafið, og biðjum til Kaelans, hann var mér dyggur félagi hingað til, sem betur fer höfðum við kynnst Feanor fyrr á leiðinni því að ég hafði aldrei þorað að fara einn áfram í gegnum þetta portal, við förum að portalinu, ég dreg inn andann og labba í gegn, hinum megin við portaðið sá ég hreint órtúlega sjón, ÉG SÁ…..
… To be continued …