Blizzard var valið besta leikjafyrirtækið af heimsækendum heimasíðunnar Voodoo Extreme. Blizzard toppaði eftirfarandi fyrirtæki:
Bungie
Looking Glass
Valve
Dynamix
id
Square
Epic Games
Sega
Nintendo
Tæplega 15.000 atkvæði bárust, en vegna stórfelldra kosningasvika varð að ógilda 4.000 þeirra. Flest hinna ógildu voru til Bungie og Dynamix, en Bungie gaf nýlega út skotleikinn Oni sem hefur valdið miklu fjaðrafoki í leikjaheiminum.
Hvað varðar atkvæðin, þá hlaut Blizzard hvorki meira né minna en 3082 atkvæði, eða 29%. Önnur atkvæði voru svona:
Bungie: 17% (1783 atkvæði)
Looking Glass: 12% (1298 atkvæði)
Valve: 8% (896 atkvæði)
Dynamix: 8% (892 atkvæði)
id: 7% (770 atkvæði)
Square: 6% (634 atkvæði)
Epic Games: 5% (579 atkvæði)
Sega: 4% (471 atkvæði)
Nintendo: 3% (349 atkvæði)
Þetta ætti að kenna þeim sem að hanga í Quake allan daginn að fyrirtæki komast ekki alltaf af á fps leikjum :Þ Greidd og gild atkvæði í kosningunni voru hvorki fleiri né færri en 10754.
Þessi titill ætti að vera góð afmælisgjöf til Blizzard :)
Helmur the almighty
Ps. Ég skrifaði á korkinn um daginn svipaðan póst, en þess má geta að þetta var fyrri umferð af tveimur. Þessar niðurstöður eru úr úrslitaumferðinni.