Eins og margir eru búnir að taka eftir, þá eru komnir á Huga einn nýr trailer. Þessi trailer er úr aukapakkanum fyrir Diablo II sem kemur í verslanir á næstu mánuðum. Ég hef því ákveðið að gera lítið “Review” af þessum illilega flotta trailer.
Trailerinn lítir alltof vel út fyrir tölvuleik. Í byrjun hverfur “Blizzard Entertainment Presents” merkið inn í snjóhvít fjöll norðursins í Sanctuary. Þetta er heimili Barbaranna, eins og þeir sem að hafa lesið einhvað í bæklingnum sem fylgdi Diablo II. Þvínæst hverfur þetta fallega myndskeið á bak við myndskeið af Worldstone, sem er hluturinn sem að kemur í veg fyrir það að allur andskotinn sleppi laus í Sanctuary. Í trailernum fáum við að sjá mynd af Baal, en hann lítur út fyrir að hafa breyst í könguló. Það er þó ekki víst að hann muni líta svona út í lokaútgáfunni.
Í einu myndskeiðinu fáum við að sjá tugi skrýmsla hlaupa af stað út í bláinn, en Blizzard útilokar það ekki að við fáum að sjá þúsundir þeirra hlaupa um á skjánum hjá okkur, svo langt ganga þeir.
Þegar þú sérð þennan trailer sannfærist þú um að ef þú telur grafíkina í Diablo 2 ekki neitt voðalega góða, þá bæti öll myndbönd í leiknum það upp. Það er hægt að nálgast trailerinn í bæði low-res útgáfu og high-res útgáfu hér á Huga. Ef að þú ert nógu hugaður/huguð, þá ættir þú að ná í high-res útgáfuna, en ef þú ert raggeit, þá nægir low-res útgáfan þér.
<a href="http://www.hugi.is/files/games/demos/movies/D2Ex_Trailer_Low.zip“>Low-Res útgáfan</a> - 11 mb
<a href=”http://www.hugi.is/files/games/demos/movies/D2Ex_Trailer_High.zip">High-Res útgáfan</a> - 29 mb
Lifið heil,
Helmur the almighty