Tíu ár af Blizzard Í tilefni af 10 ára afmæli hef ég ákveðið að skrifa smá grein um hvað þeir hafa verið að bralla frá upphafi.

<b>1991</b>: Sylocon & Synapse stofnað og byrjar framleiðslu á leiknum RPM Racing.
<ul>
<li> Silicon & Synapse, Inc. er stofnað með Allen Adham sem forstjóra, Mike Morhaime sem varaforseta og Frank Pearce sem forritara., vice president Mike Morhaime, and programmer Frank Pearce.</li>
<li> Silicon & Synapse byrjar framleiðslu á leikjunum Rock ‘n Roll Racing og Lost Vikings.</li>
<li> Silicon & Synapse klárar framleiðslu á RPM Racing, fyrsta Bandaríska tölvuleiknum fyrir Super Nintendo.</li>
</ul>

<b>1992</b>: Silicon & Synapse breytir nokkrum leikjum yfir á mismunandi stýrikerfi.
<uo>
<li> Silicon & Synapse framleiðir Lord of the Rings, Battlechess II, Castles og Microleague Baseball fyrir Amiga, Battlechess fyrir Windows og Lexicross og Dvorak on Typing fyrir Macintosh.</li>
</ul>

<b>1993</b>: Silicon & Synapse klárar Rock n’ Roll Racing og Lost Vikings, vinnur verðlaun og breytir um nafn.
<ul>
<li> Silicon & Synapse klárar framleiðslu á Lost Vikings fyrir Super Nintendo, Genesis og PC. Interplay gefur hann út.</li>
<li> Nintendo gefur út Super Nintendo útgáfuna í Evrópu</li>
<li> Silicon & Synapse klárar framleiðslu á Rock ’n Rolling Racing fyrir Super Nintendo og Genesis. Interplay gefur hann út.</li>
<li> Silicon & Synapse framleiðir Shanghai II: Dragons Eye fyrir Activision.</li>
<li> Videogames Magazine velur Silicon & Synapse Besta Hugbúnaðarframleiðandann.</li>
<li> Rock 'n Rolling Racing er valinn Besti Kappaksturleikurinn af Die Hard Game Fan.</li>
<li> Silicon & Synapse breytir nafni sínu í Chaos Studios.</li>
</ul>

<b>1994</b>: Chaos Studios keypt og nafninu breytt í Blizzard. Warcraft kemur út.
<ul>
<li> Davidson & Associates, Inc. yfirtekur Chaos Studios. Chaos Studios er með 15 forritara, hönnuði, listamenn og einn tónlistarhöfund á þessu tímaskeiði.</li>
<li> Chaos Studios breytir nafninu sínu opinberlega yfir í Blizzard Entertainment.</li>
<li> Blizzard framleiðir Death and Return of Superman fyrir Super Nintendo og Genesis. Sunsoft gefur leikinn út.</li>
<li> Blizzard framleiðir einnig Blackthorne fyrir Super Nintendo og PC, en hann er gefinn út af Interplay.</li>
<li> Blizzard gefur út Warcraft: Orcs & Humans, fyrsta leik fyrirtækisins sem fyrirtækið upprunalega og aðeins fyrir PC. Hann er einnig fyrsti leikurinn til að vera gefinn út undir nafni Blizzard.</li>
</ul>

<b>1995</b>: Warcraft II gefinn út.
<ul>
<li> Blizzard skrifar undir um að gefa út tölvuleikinn Diablo.</li>
<li> Warcraft II: Tides of Darkness sendur í verslanir. Á aðeins 4 mánuðum eru 500.000 eintök af leiknum seld.</li>
</ul>

<b>1996</b>: Blizzard vinnur verðlaun, Diablo og Warcraft II: Beyond the Dark Portal koma í verslanir.
<ul>
<li> Warcraft II er kosinn Leikur Ársins og Fjölspilunarleikur Ársins af PC Gamer Magazine. Warcraft II er kosinn Besti Netspilurnarleikurinn af C|Net.</li>
<li> Blizzard eignast Condor, Inc., staðsett í Redwood City, Kaliforníu. Condor breytir nafni sínu yfir í Blizzard North.</li>
<li> Aukapakki fyrir Warcraft II, Warcraft II: Beyond the Dark Portal, er gefinn út.</li>
<li> Warcraft II verður mest seldi leikur í heimi árið 1996.</li>
<li> Diablo kemur í búðir.</li>
</ul>

<b>1997</b>: Diablo og battle.net slá í gegn, framleiðsla Diablo 2 gerð kunngjörð.
<ul>
<li> Diablo gefinn út og endar í fyrsta sæti samkvæmt PC Data. Nýrri netspilunarþjónustu Blizzards, Battle.net, er hrint af stað ásamt Diablo.</li>
<li> Diablo er valinn Leikur Ársins af Computer Gaming World. Hann nær einnig að seljast í meira en 750.000 eintökum um allan heim.</li>
<li> Notendur Battle.net fara yfir 700.000 notenda markið og yfir 13 milljón leikir hafa verið spilaðir yfir netið. Diablo er valinn Leikur Ársins af Computer Game Entertainment.</li>
</ul>

<b>1998</b>: StarCraft og Brood War koma í búðir, Battle.net dafnar.
<ul>
<li> StarCraft gefinn út og Blizzard gefur hann út í meira en einni milljón eintaka, sem er það mesta sem Blizzard hefur ráðist í.</li>
<li> Allen Adham tekur að sér stöðu stjórnarformanns, og Michael Morhaime tekur við stöðu forstjóra.</li>
<li> StarCraft er valinn Tölvuafþreying Ársins og Besti Rauntíma Herkænskuleikur ársina af Akademíu Gagnvirkra Lista og Vísinda.</li>
<li> StarCraft er seldur í einni milljón eintaka á aðeins 3 mánuðum.</li>
<li> Warcraft II er seldur í meira en 2,5 milljónum eintaka síðan í Desember árið 1995.</li>
<li> Battle.net hefur meira en 4 milljón notendur, og 1.3 milljón þeirra nota þjónustuna með innan við 90 daga millibili.</li>
<li> StarCraft: Brood War, opinber aukapakki fyri StarCraft, kemur í búðir. StarCraft fer yfir 1.5 milljón eintaka markið í sölu og er mest seldi tölvuleikur ársins 1998 samkvæmt PC Data.
</ul>

<b>1999</b>: StarCraft æði í Kóreu, Warcraft III er tilkynntur og Blizzard flytur.
<ul>
<li> Blizzard setur í gang fyrstu stóru Battle.net mótið með yfir $20.000 í verðlaun. Notendur Battle.net brjóta met, en yfir 2,1 milljón notenda eru “virkir” á miðlinum. Fjöldi starfsmanna Blizzard er nú yfir 130.</li>
<li> Battle.net fer yfir 4,5 milljón “virkra” notenda markið.</li>
<li> Blizzard Entertainment selur meira en eina milljón eintaka af StarCraft og aukapakkanum í Kóreu, og gerir hann að mest selda leik Kóreu frá upphafi. Kórea verður Blizzards stærsti alþjóðamarkaður fyrir StarCraft.</li>
</ul>

<b>1999</b>: Diablo 2 kemur í verslanir.
<ul>
<li> Starfsmenn Blizzard verða yfir 150.</li>
<li> Blizzard gefur Diablo II út í stærstu útgáfu PC leiks frá upphafi, en yfir tvær milljónir eintaka seldust í smásölu á fyrsta degi.</li>
<li> Nýr Battle.net server tekinn í notkun þegar Diablo II kemur út. StarCraft64 fyrir Nintendo 64 kemur í búðir og kætast þá margir eigendur leikjatölvunnar.</li>
<li> Blizzard Entertainment selur meira en eina milljón eintaka af Diablo II á fyrstu 18 dögunum í búðum. Diablo II verður Hraðast seldi PC leikur allra tíma.</li>
<li> “Virkir” notendur Battle.net verða yfir 7,5 milljónir. Mest spila 120.000 notendur á Battle.net á dag, en meðaltal notenda er yfir 70.000 notenda á dag.</li>
<li> Diablo II er seldur í meira en 2,5 milljónum eintaka út um allan heim. “Virkir” notendur Battle.net fara yfir 8,75 milljóna markið. Starfsmenn Blizzard eru nú orðnir 180.</li>
<li> Móðurfyrirtæki Blizzard, Vivendi, kaupir Universal, og Blizzard verður hluti af Vivendi Universal Interactive samsteypunni.

Þeir sem að vilja fá textann á ensku formi geta nálgast hann <a href="http://www.blizzard.com/blizz-anniversary/timeline.shtml“>hér</a>. Auk þess getið þið skoðað meiri upplýsingar um Blizzard <a href=”http://www.blizzard.com/blizz-anniversary">hér</a>.

Lifið heil,
Helmur the almighty