Danny Liberty was a good reporter…. too good. When his investigations struck too close to the heart of the corrupt terran confederacy, he faced a simple choice…countinue his current series of exposés or take a hazardous new assignment vovering the marines on the front lines of the koprulu sector. It didn't take him long to decide….
Já þá er ég byrjaður að skrifa um enn aðra Starcraft bókina og ekki er þessi bók síðri heldur en hin bókin sem að ég skrifaði um hérna ekki fyrir svo löngu. Þetta er fyrsta bókin í Starcraft seríunni og í vægu máli sagt er hægt að segja að hún fjalli bara um Starcraft tölfuleikinn, þetta er allveg nákvæmlega eins söguþráður og SC leikurinn nema eini munurinn þá núna er sá að maður sér allt bara frá einu sjónarhorni. Bókin byrjar á því að Danny Liberty er inni hjá yfirmanninum sínum, hann hafði verið að skrifa of mikið um spillingu “Confederacy” og yfirmaðu hans var hræddur um líf hans og sendi hann burt til að skrifa um stríðið sem að uppreisnarmennirnir voru að halda. Hann er sendur til Genaral Duke og er að skrifa þar um atburði sem að eru að gerast og í því þá kemst hann af fullt af óþæginlegum spurningum fyrir Duke þannig að hann ættlar að láta drepa hann. En hann kemst undan og hittir þar eina stóra persónu í SC heiminum sem að er Jim Raynor….. Seinna í bókinni hittir hann Uppreisnar leiðtogann Arcturus Mensk, sem að seinna í bókinni missir vitið (eins og í leiknum), Shara Kerrigan er nátturuleg í bókinni líka og maður fær allt annað sjónarhorn á hana heldur en maður hafði. Því að í bókinni fær maður að sjá tilfiningulega hliðina á henni og vita um æsku hennar….
Síðan er þetta bara mest allt eins og leikurinn en ég myndi nú samt lesa þessa bók því að það er gaman að sjá þetta frá öðru sjónarhorni heldur en bara frá leinkum…