— Með fyrirvara um að þetta er ekki nákvæmlega allt það sama og gerist í Act II —
Þegar Austur var komið fór Warriv með mig á nokkurskonar höfn (Lut Gholein), eftir langt ferðalag þakka ég fyrir mig og held af stað lengra inní bæinn, þar sé ég blacksmith bæjarins og ákveð að kaupa mér brynju sem og vopn.
Fara, blacksmith tekur á móti mér brosandi og segist hafa heyrt af afrekum mínum í Rogue Encampment. Það auðvitað er ákveðið hrós og mér finnst strax að fólk sé farið að þekkja mig. Eftir skemmtilegar samræður við Fara rek ég augum á þessa flottu brynju, Sturdy chain mail of remedy.
Ég fjárfesti í henni sem og þessi líka glansandi Glaymore sverði. Eftir að hafað keypt þetta fer ég til Lysander, sá maður var fúll í skapi og spurði mig hvernig hann gæti treyst mér. Ekki truflaði þetta mig neitt, ég keypti samtsem áður nokkur lækningarmeðöl, eftir þetta sé ég stórt hlið sem leiður útúr bænum, er ég er að fara þangað kallar á mig maður (Greiz), hann segist geta selt mér hjálparmenn, þar sem mín bogakona var dáin slæ ég á létta strengi og fjárfesti í einum þannig, hann heitir Kaelan.
Þegar við Kaelan erum að fara útúr bænum segir Kaelan mér frá hollræsum undir borginni, ég fyllist forvitni og spyr hvað er þar undir. Hann segir mér að tala við Atma, konu sem hafði misst fjölskyldi sína útaf einhverju kvikindi þarna niðri, ég fer til Atma og byrja tal við hana, hún segist ætla að gefa mér gjöf, ef ég aðeins fer niður í ræsin og drepi þar illa veru að nafni Radament, ég þygg þetta og legg af stað niður. Eftir að vera kominn niður sé ég að þetta eru mjög svo drungaleg ræsi en, það hræðir mig ekki.
Við Kaelan ryðjum okkur leið niður, þar til að við erum komnir neðst niður heyrum við ógnvekjandi öskur, “Hvað var þetta?” spyr Kaelan, “Ég veit ekki, ég býst við að þetta sé þetta kvikindi sem Atma talaði um, lítum fyrir hornið” segi ég. Er við lítum fyrir hornið bregður okkur heldur betur, þarna sáum við heilan helling af litlum beinagrindum og fyrir aftan þær allar, stórt öskrandi kvikindi, þetta var án nokkura efa Radament!
Við byrjum bardagan og gengur það vel, en er við erum komnir langt nálægt Radament heyrum við skrítin hljóð fyrir aftan okkur, Radament var farinn að lífga upp þá sem við höfðum drepið, ekki leist mér á blikuna og öskra á Kaelan, “PASSAÐU BAKIÐ OKKAR, ÉG HELD ÁFRAM AÐ RYÐJA MÉR LEIÐ GEGNUM ÞESSAR BEINAGRINDUR OG DREP RADAMENT!” Kaelan snýr sér við til að passa bakið á mér, ég sé á svipnum á honum að hann er ekki að trúa því að við vinnum þennan bardaga. Ég hins vegar er á allt annari skoðun og finn adrenalín flæða um líkaman minn, þótt ég sé særður á hægri fæti held ég áfram, jafnvel sterkari en áðan! Ég drep og drep, og kemst alltaf nær og nær Radament! Ég stend nú ekki meira en 3metrum frá honum, ég heyri í Kaelan fyrir aftan mig berjast við að halda þessum uppvakningum dauðum. Ég ræðst á Radament með adrenalínið ennþá í æðum mér! Þegar ég er að berjast við Radament er hann of upptekinn að berjast við mig til að vera að lífga fleiri við, Kaelan byrjar nú að hjálpa mér, við erum á báðum hliðum hans, hann slær mig og ég dett niður, í þann mund sparkar hann í Kaelan, þá stekk ég upp, hendi Claymore sverðinu mínu í hálsinn á honum, og hann deyr.
Þegar ég lít um sé ég að hjá líkinu á Radament glyttir í eitthvað, ég fer nær og sé þetta líka alveg fáranlega flotta og létta sverð, ég skil Claymore sverðið mitt eftir í háls Radament og tek nýja sverðið mitt (Crystal Sword) og fer í bæinn.
Við Kaelan gerum okkur TP (Ætla mér bara að kalla townportal TP í þessari sögu), og förum í bæinn, þar sjáum við Atma áhyggjufulla á svip, þegar við segjum henni hvernig fór hoppar hún nánast af kæti, hún segir við mig “Nú loks getið sofið rótt, vitandi það að sá sem slátraði fjölskyldu minni, er dáinn!” og réttir hún mér pening, heilan helling af pening, nú fer ég aftur til Fara og kaupi spjót handa Kaelan , brynju og skó, ég sjálfur fæ mér skó, og hanska, til að létta mér höggin með sverðinu nýja, og að lokum fékk ég mér skjöld.
Nú leggjum við Kaelan af stað útúr bænum og þar blasir við okkur nokkurskonar eiðimörk (Rocky Waste).
Þar sjáum við allskonar óvini af öllu tagi, eftir að berja okkur leið í gegnum þessa, hlægilegu óvini miðað við Radament sjáum við helli (Halls of dead lvl 1 í Dry Hills), þar sjáum við kalla sem.. eru nánast nákvæmlega eins og Radament, nema smærri (Hollow one), Og viti menn, er við Kaelan byrjum að drepa kvikindi þarna inni byrja þessir kallar sem eru svona voðalega líkir Radament að lífga við, þannig við notum okkar plan, ég tek þessa stóru og hann Kaelan tekur bakið, eftir að hafa notað þetta plan í gegnum 3 hæðir endum við í stóru herbergi, þar sé ég hóp af einhverskonar kettum, og einn stóran og sérstaklega ógnvekjandi (Bloodwitch the wild), þar sem ég sé kistu, eftir að hafa hreinsað út alla óvina í þessu ákveðna herbergi (Halls of the dead lvl 3) þá opna ég hana, inní henni sé ég einhverskonar ‘kassa’.
Aðeins dettur mér einn í hug sem veit hvað þetta er, ég fer á tal við Deckard og hann segir mér að kassi þessi sé “The Horadric Cube”, mikill fjarsjóður sem er nánast ómetanlegur, og hann stal vera notaður til að setja saman staf og hálsmen, hvað sem það nú þýddi.
Ég held nú áfram göngu minni í leit af þessum staf og þessu hálsmeni. Ég held áfram göngu minni úr hellinum (Halls of the dead) og eftir langa göngu dettur Kaelan og hverfur, ég lít við og sé hann hvergi, þá heyri ég í honum, “Ég datt niður! Þetta er einhverskonar hola (Maggot lair lvl 1), ég stekk niður og sé þrönga ganga útum allt, sem og ekki fyrr heilan helling af mýflugum , stórum og litlum pöddum og meira til. Þegar við Kaelan höfum farið niður nokkrar holur sjáum við eitthvað ótrúlega stórt, þetta er risastór padda (Coldworm the Burrower), um hringd þeim pöddum sem við Kaelan tölum stórar áðan, og þær litlu sáust varla fyrir þessu flykki! Enn og aftur gerum við Kaelan okkur plan, ég tek út þessa stóru pöddu og hann ætlar að taka ‘meðal’ pöddurnar.
Þetta gengur heldur illa og ég var ekkert að ná að ráðast á stóru pödduna útaf því að það var allt morandi í pöddum þarna, við ákveðum þá að drepa þessa stóru saman, eftir að berjast við hana og allar hinar lengi sjáum við að hún er að gefast upp, við erum hvergi nálægt því að hætta því þetta er nú einusinni uppá líf og dauða! Eftir að loks hafa náð að drepa hann lítum við í hringum okkur, þar sjáum við kistu, var reyndar erfitt að sjá hana fyrir öllum grænu slettunum úr þessari stóru pöddu. En, við opnum þetta og sjáum þar staf, ekki kom neitt annað til greina hjá mér en að þetta væri stafurinn sem Deckard talaði um, nú þarf ég bara að finna þetta hálsmen…
Við Kaelan höldum áfram göngu okkar í leit af hálsmeninu og finnum okkur á drungalegum stað, þetta er einhverskonar dalur (Valley Of Snakes hjá Lost City).
Þarna sjáum við helli , með tvem höggmyndum sitthvorumegin við innganginn á hellinum (Claw Viper Temple lvl 1). Við Kaelan förum inn með von um að finna hálsmenið þarna inni. Er komið var inn sáum við heilan helling af slöngum, ekki venjulegum, heldur stóðu þær nánast, og höfðu vopn í fararbroddi. Þessar slöngur reyndust okkur ekkert of mikill bardagi en svo sáum við að það var stigi niður á aðra hæð (Claw Viper Temple lvl 2), við litum niður og sáum þar allt mooorandi í þessum slöngum, og eina stóra, sem við kusum að kalla nörðu (Fangskin), okkur Kaelan fannst mikill húmor í því =D. En nóg um það, naðran deyr ekki sjálf, við verðum að gera það. Þetta var mjög dramatískur bardagi því á þessum nákvæmlega stað fékk ég mitt fyrsta sár, ég var með stórt op á lærinu og þurfti að hoppa um á örðum fæti til að hjálpa Kaelan með nörðuna, Kaelan stingur hana aftan frá og hún snýr sér við, ég stekk á hana notandi aðeins annan fótinn og sker af henni hausinn og sest á hana, dauða. Eftir þetta fórum við Kaelan að svipast um, Kaelan heldur um hálsinn á mér og ég honum til að styðja mig, við rekum augað á stóra kistu, svona eins og líkkistu, við opnum hana og sjáum þar glansandi hálsmen, þetta er hálsmenið sem Deckard var að taka um, getur ekki annað verið! Við förum í bæinn og ég fer á tal við Drognan, hann segir mér að ef ég borga ákv. upphæð fæ ég meðal við áverkum mínum, ég borga þetta og drekk, sé strax að sárið lokast og fóturinn er sem nýr, þetta var töfralyf…
Eftir þetta fórum við aftur á tal við Deckard, bara gá hvort að hlutirnir væri fleiri , og fá að vita hvað við áttum að gera við þessa hluti.
Deckard segir okkur að við eigum að setja hálsmenið og stafinn inní Horadric Cube og bíða í sléttar 60sec, þá myndi eitthvað sem ég ætti aldrei að trúa gerast, ég og Kaelan létum hálsmenið og stafinn í Cube og lokuðum, þessar 60sec voru jafn lengi að líða og 60min. Við vorum að springa úr forvitni. Eftir u.þ.b. 60sec (Kannski aðeins meira, vorum auðvitað ekki með klukku og vildum ekki opna of snemma), þá opnuðum við kassann, inní honum var stafur, ekki fannst okkur þetta merkilegt, nema hvað, að þetta var ekki sami stafur, þetta var áberandi stærri stafur og hálsmenið var horfið, við Kaelan hlóum okkur máttlausa.
Eftir þetta spyrjum við Deckard hvort hann viti hvert við eigum að fara, hann segir við okkur;” Þið þurfið að nota þennan staf til að opna leynigöng til Duriels, Duriel er ári (Ári = demon fyrir þá fáfróðu), húb er ekkert lamb að leika sér við, en til að komast til Kurast verðuru að komast framhjá Duriel, sem er hægara gert en sagt, en til að komast að leyniklefanum sem leiðir til Duriel þarftu að fara í gegnum höllina hérna fyrir aftan mig, gegnum hana og inní Portal sem er þar neðst niðri, þar kemuru að ‘Arcane Sanctuary’ , þar finnuru kraftugan Galdramann (The Summoner) , þegar þú hittir hann skaltu drífa þig að drepa hann , ef það gegnur upp skaltu koma aftur á tal við mig, ég segi þér þá hvað þú átt að gera, ég bið til ykkar ungu menn, þið eruð hugrakkir og stolt mannkyns.“
Þetta voru svo nákvæmar upplýsingar að ég var farinn að velta fyrir mér hvort Deckard sjálfur hafi reynt þetta áður..
En við Kaelan lögðum af stað að höllinni og þar var vörður, hann sagði áhyggjufullur á svip;” Gangi ykkur vel *glúp*.“ ”Takk“ segi ég og við Kaelan horfum á hvorn annan, smeikir. Þegar niður er haldið lendum við meira og minna á móti sömu kvikindunum sem við höfum verið að berjast við í gegnum þessa ævintýraborg. Þegar við erum komnir nokkrar hæðir niður sjáum við eitt herbergi á miðri hæðinni, við löbbum hringinn og sjáum dyr, þegar við opnum þær sjáum við þetta portal, þetta var næstum alveg eins portal og í Rogue Encampment þegar við fórum til Tristam þar, en nóg um það, ég sting hausnum inn og sé tvo stiga liggja niður, ég labba inn og fer svo strax aftur með hausinn inn í portalið til að bregða Kaelan uppá djókið, hann var nú búinn að vera svo skelkaður allan tímann, ég bara varð :)
Kaelan tók þessu ekkert alltof vel en brosti samt , eftir nokkurra mín. förum við niður stigana hjá portalinu og tökum eftir því að við erum í geimun, það er ekkert nema eins meters breiðar leiðir, í fjórar áttir, Deckard minntist ekkert á hvaða leið við áttum að fara, þannig við gískum, ég tek spjótið hans Kaelans og sný því, þegar það stoppar bendir það NorðAustur, Kaelan tekur spjótið og við höldum NorðAustur. Þegar komið er aðeins upp nokkra metra, skiptist vegurinn aftur í tvent, hægri og vinstri. Við skiptum liði og ætlum að hittast á ‘endanum’ , ef einhver endi er. Ég fer til hægri og hann vinstri, eftir að hafa barið þó nokkuð auðveldlega og marga einhverskonar, hestamenn (Hell clans), kem ég ofarlega og sé að vegirnir hittast á ný, þetta var þá bara allt einn stór kassi, en hvergi bólar á honum Kaelan, ég fer áfram til vinstri og reyni að mæta honum, þar sé ég hann rétt svo hálfnaðan að berjast fyrir lífi sínum á móti þessum hestamönnum, ég hleyp til hans og stekk að þeim og tek þá alla, Kaelan er án efa ekki eins þjálfaður stríðsmaður og ég :).
Við förum upp saman núna vitandi að þetta var bara einhverskonar kassi, og þar liggur leið upp þar sem vegirnir hittast á ný, við förum upp og sjáum þar þrjár kistur og einn skjótandi turn, turninn hitti mig en, þetta var jafn sársaukafult og mýflugnabit, ég hegg hann niður og við skoðum kisturnar, þar er kort, sem stendur að ‘The summoner is on the NorthWest side’ , ég fæ Kaelan til að þýða þetta fyrir mig og hann segir að galdakallainn sé að finna í NorðVestri, við förum til baka, labbandi yfir öll líkin og komum aftur á staðinn þar sem fjórar leiðirnar voru. Þar sem við núna vitum hvar galdrakallinn er , og að við þurfum bara að fara aðra leiðina, förum við saman til hægri, við tveir gegn þessum ‘hestamönnum’ tókum þá rækilega í gegn, allt í einu fær Kaelan í sig einhverskonar frost skot í sig frá galdrakallinum og stoppar nánast alveg, en ég verð að fara eftir orðum Deckards og vera snöggur að honum, hann er ekkert góður í close combat greinilega. Ég hleyp af stað , Kaelan reynir að af þýða fótinn á sér og ég hleyp og hleyp, þar til ég er í u.þ.b. tveggja metra færi frá honum, þá tek ég littla exi sem ég fann fyrr á leiðinni og hendi í hann, beint á billi augnanna, hann dettur niður , þegar hann datt niður sá ég bók fyrir aftan hann, bókin var á svona standi og ég opnaði hana, ég kunni ekki þetta tungumál og fer að hjálpa Kaelan upp til að þýða fyrir mig, þegar við komum að bókinni segir Kaelan mér að þetta sé merki, merki fyrir rétta grafhýsið, við vorum báðir alveg jafn viltir , þegar við vorum að horfa á hvorn annan í undrun um hvað þetta merki væri , þá kom portal, bara uppúr þurru, þegar ég er að fara með hausinn inn að gá togar Kaelan í mig og segir;” Ég held nú ekki, ég fer á undan núna!" Ég hlæ og hleypi honum á undan, þarna sjáum við um 7 grafhýsi, við fórum til Deckards með TP og hann segir okkur að það merki sem við sáum í bókinni, eigum við að leggja á minnið, svo ættum við að fara, og skoða öll grafhýsin að utan og sjá merkin fyrir utan þau, til að sjá hvaða grafhýsi leynigöngin sem Duriel felur sig í eru. Þar átti ég að setja stóra stafinn í gatið sem ég finn. Ég átti semsagt að leita af gati fyrir staf.
Við Kealan förum í TP aftur og sjáum þessi sjö grafhýsi, við ákveðum að spara krafta okkar fyrir Duriel og hlaupum framhjá öllum óvinum, við bara sprettum frá grafhýsi að grafhýsi til að finna það rétta, þegar við komum að því þriðja sáum við alveg eins merki í bókinni og á steininum fyrir utan þetta sérstaka grafhýsi, þetta var nákvæmlega eins umhverfi og á staðnum þar sem við náðum í þennan Cube (Halls of the dead). Við sjáum þar nákvæmlega sömu óvini, ekki neitt sterkari eða stærri, við Kaelan erum orðnir það vanir að við snýtum okkur á þeim. Þegar við erum búnir að riðja okkur leið í gegnum einn ganginn, sjáum við herbergi, með nokkruskonar pall, þarna sé ég gatið, þetta er gullum vafið gat, ég skelli stafnum í og bakka, allt í einu kemur helling af sól inní herbergin og lýsir upp sjö merki, mér datt ekkert annað í hug en þetta væri þau merki sem væru utan á þessum sjö grafhýsum, en mér er nokkuð sama samt.. svo sé ég toppinn á stafnum lýsast upp og það kemur þessi svakalega elding útúr stafnum, beint í vegg sem var þarna vinstra megin, eftir um 5sec kemur stórt gat á vegginn og eldingin hættir, ég lít inn og sé það STÓRT dýr, þetta hlaut að vera Duriel, þar sem hún var bara ein þarna gátum við Kaelan loksins einbeitt okkur saman að svona stóru dýri, við löbbuðum inn með reisn og stóðum tíu metra frá Duriel, við hörfðumst í augu og ég setti upp ógnvekjandi svipinn minn, ég tók upp sverðið og snéri því í heilan hring, Kaelan reyndi það sama með spjótið en skaftið lenti á tánni á honum, hann er grænjaxl. Svo tek ég upp skjöldinn, held honum að mér og hleyp að henni með Kaelan, hún hendir mér burt, Kaelan nær að stinga hana djúpt í hægri hliðina, hún viðist ekki einusinni hafa meitt sig! Eftir að hafa gert þetta nokkrum sinnum áttum við okkur á því að ef við erum mjög nálægt henni sér hún okkur varla , ég fer hálfan hring og er fyrir aftan hana og Kaelan fyrir framan, hún slær Kaelan frá sér og slær mig með skottinu, ég vissi ekki af þessu skotti fyrr en það slammaðist í hausinn á mér, ég stend upp full vánkaður og dett strax aftur niður, Kaelan hleypur að henni og kastar spjótinu í hálsinn á henni, hún virðist ekki getað andað, jafnvel svona óargardýr á ekki skilið svona dauðdaga, ég hleyp að henni þar sem hún er varnar laus og sting sverðinu beint á milli augana, quick death. Þegar hún var dáin hrindi niður veggur, veggur sem hafði þá haldist aðeins á hennar líftóru. Við löbbum inn og sjáum þar brú, á brúnni er eitthvað, eða, einhver. Þegar nær er komið sjáum við þennan virkilega stóra gaur (Archangel Tyrael). Hann þakkar okkur fyrir en varar okkur við, hann segir okkur að bræður mephisto hafi leyst hann. Hann gengur lausum hala í Kurast. Hann segir okkur að labba í gegnum þetta portal og tala við mann hjá bryggjunni að nafni ‘Meshif’ , við förum og tölum við hann, hann bíður okkur far til Kurast á skipi, við Kaelan horfum á hvorn annan og ákveðum að fara til Kurast og sjá þennan Mephisto, þetta var farið að vera rosalegt ævintýri!
… To be continued …