Act I: Rogue Encampment Þetta byrjaði allt á því að ég heyrði sögur af illum verum á kreiki hjá Rouge Encampment, þar voru sögur í loftinu um að margir hefði haldið þaðan út til að forvitnast um hvaða illa vera þetta var. Ég sjálfur stóðst ekki freistinguna og fór þangað, þar hitti ég Warriv, hann segir mér aðra sögu sem flýgur hratt um að Diablo sé snúinn aftur, en hann er ekki tilbúinn að trúa því.

Hann hinsvegar sagði mér frá því að hann hefði séð svart klæddan mann halda útúr Rouge Encampment fyrir nokkrum vikum og eftir það hefði Monastery-ið ekki verið faranlegt vegna skuggalegra kvikinda sem hefðu verið þar á sveimi og komið í veg fyrir allar ferðir Austur, í átt að Lut Gholein.

Ég var ekki tilbúinn að trúa þessu, og lagði af stað útúr Rouge Encampment, þar sá ég allskonar dýr á sveimi sem ég barðist við, en þar sem ég er þaulreyndur bargdagamaður fór ég létt með þessi dýr, er lengra er komið sé ég helli, skuggalegan, ég fer inn, þar sé ég handfylli af dýrum, og uppvakninga, ég berst við þá og vinn að kraftar mínir eflast, þessi stutta reynsla er strax farinn að sýna árangur og ég tel mig betri stríðsmann, þegar lengra inní hellinn er komið sé ég þennan stóra, virtist sterka uppvakning, umkringdur öðrum “venjulegur” uppvakningum.
Ég ræðst á þá með fullum krafti og næ þeim öllum niður og drep þá endanlega eftir langan bardaga.

Eftir þetta fer ég áfram og kem í annan stað er sýnist (Cold plains) og þar sé ég allskonar örðvísi dýr sem eru stærri og ég þori mér ekki í þau, ég fer til baka í bæinn og kaupi mér skjöld og brynju. Eftir þetta fer ég aftur á þennan nýja stað (Cold p.) og legg í hann, berst við allskonar kvikindi af öllum stærðum og gerðum.

Eftir langa og þreytta bardaga sé ég sterklega konu með boga, umkringda stíðsmönnum sínum (Blood Raven), eigi óttast ég og legg í hann, en og aftur eru þetta langir bardagar, en ég fer með sigur af hólmi.
Fer í bæinn og þar kallar Kashya á mig, þar þakkar hún mér fyrir að hafa drepið Blood Raven og segir mig hafa áunnið traust sitt, og býður mér hjálparhönd, Flavie , sem er þjálfuð bogakona.
Ég þygg alla aðstoð með bros á vör og kaupi handa henni betri boga, og legg í hann. Þar sé ég enn nýjan stað (Stony Field), eigi óttast ég þar sem við erum nú tvö talsins og leggjum í hann.

Þar sé ég enn og aftur ný dýr og stærri, eftir að hafa meira og minna drepið þau öll rek ég augun mín á áhugarverða steina, raðaða upp, 5 talsins, ekki veit ég hvað þetta er, en er ég var að fara í bæinn sé ég helli, forvitnin ræður ferðum og ég fer inn með Flavie.
Við sjáum þar voða lítið enda dimmur hellir, en eftir að hafa labbað um og barist mikið sjáum við bjart ljós, ekki sami staður og við komum niður á, förum við upp (Dark wood) og blasir við okkur stórt tré.

Virðist vera varið af einhverri ástæðu af stórum .. björnum, ekki vorum við viss hvaða dýr þetta voru en lögðum í hann til að sjá hvað væri svona sérstakt við þetta tré.

Lendum við í bardaga við þessa stóru “birni” , þegar tveir þetta eru dánir, sé ég Flavie vera drepna af stæsta birninum, þeim sem ég óttaðist mest, í reiði ræðst ég á hann og hann hendir mér bara frá og í þann mund sem hann er að fara að leggja lokahögg á mig til að koma mér af þessum heimi sé ég hann skrítin á svipinn, hann virðist ætla að detta.. ég færi mig í flýti og hann dettur, ég sé að hann er með ör í hausnum, Flavie dó ekki, hún bjargaði mér.

Eftir að hafa búið um sár Flavie skoðum við þetta tré, þar sjáum við sem lítur út sem kort, á því er mynd af einhverjum 5 hlutum.
Ég fer í bæinn og spyr Akira um þetta kort, hún segir mér að þetta sé kort af steinum 5 sem eru í Stony Field, ég þakka henni og legg af stað þangað.
Þar legg ég hendi mína á stein eftir stein og þeir blikka, þetta eru töfra steinar, eftir að hafa lagt hendi mína á alla í réttri röð koma eldingar útum allt, fyrir framan okkur birtist rautt hlið.
Við leggjum afstað inn og sjáum þar allskonar brunnin hús, þetta hlýtur að vera Tristram sem Warriv talaði um fyrr um daginn.

Við skoðum okkur um og sjáum þar gamlan mann fastan í búri, er við ætlum að skera bandið ræðst á okkur stór, óhuggnalegur maður (Griswold), er ég ræðst á hann skítur Flavie ör á bandið sem heldur gamla manninum í býrinu og sleppur hann, ég klára að drepa þennan óhuggnarlega mann og flý strax!

Þegar ég kem í bæinn sé ég gamla manninn, hann kynnir sig og segist heita Deckard Cain, vitringur Rogue Encampment.
Hann segist vera það þakklátur fyrir björgunina að hann ætlar að Identa allt sem ég finn , ókeypis.
Nú legg ég áfram að stað í óvissuna til að fá að vita hvað leynist í þessum Monastery, á leiðinni sé ég turn , nokkurskonar hruninn kastala (Forgotten tower í Black Marsh).

Förum við Flavie niður og endum 5 hæðum neðar, þar sem við sjáum ógnvekjandi dýr og eitt stórt (The Countess), öll þessi dýr virtust vera kvennkyns, sem þar sem þau voru að ráðast á mig hvarlaði ekki að mér að drepa þær ekki því þær væri kvenkyns.

Eftir að hafa barist og barist sé ég Flavie vera króaða af útí horni, ég hleyp af stað til að hjálpa henni, en á þessari sömu sec. sé ég Flavie fá spjót í hjartað, ég vildi ekki trúa þessu, ég missti gersamlega stjórn á mér, gékk berserksgang og drap allt og alla þarna inní í þessum helvítis turn!
Þegar ég kem í bæinn sé ég að ég get keypt aðrar hjálparhellur, en geri það ekki í virðingarskyni til Flavie. Eftir að hafa safnað kröftum og keypt mér betra vopn sem og brynju á ég langt samtal við Charsi , sem er blacksmith Rogue Encampment.

Hún segir mér að hún mun gera einhvert vopn , brynju, hjálm eða nánast hvað sem er sem ég nota mun betra ef ég bara næ aftur hennar eigin sleggju. Hún segir sleggjuna vera í Monastery-inu , ég tek boðinu brosandi því takmark mitt er að komast í Monastery-ið.

Eftir þessa stuttu djöl í bænum legg ég af stað og dríf mig útúr þessum skítastað (Black marsh) til að reyna að finna þetta Monastery. Eftir aðeins um 20Metra göngu sé ég áberandi göngustíg, ég var kominn á enn nýja staðinn (Tamoe Highland) , þessir endalegu staðir voru farnir að pirra mig! Ég elti þennan áberandi stíg og sé þar stórt hlið, er þetta musterið?

Ég fer inn og já, þetta er musterið! ég legg af stað lengra inn einn mín liðs og berst við eitthvað sem sýnist vera betri “gerð” af þeim dýrum sem ég barðist við þegar ég kom útúr bænum, en , þar sem reynsla mín hér (Í act I) hefur gert mér svo gott að ég er farinn að berjast eins og alvöru stíðsmanni sæmir.

Ég fer lengra inní musterið (Outer Cloister) og eftir að hafa farið í gegnum hurðirnar margar , sé ég stóran “smið” , og honum við hlið var þessi sleggja sem Charsi átti , sýndist mér.

Ég ræðst á smiðinn og tek hann auðveldlega niður þar sem ég er nú einusinni reyndur stíðsmaður, tek sleggjuna og fer í bæinn til að skila henni, ég fæ Charsi til að gera brynju mína betri, hún lemur hana í um 2-3 mín og skilar henni, ég læt hana á mig og finn strax hvað hún er léttari, hvernig má vera að þessi brynja sé betri ef hún er léttari spyr ég? Charsi svarar “Þetta er ekki aðeins léttari brynja, þetta er töfra brynja, öll vopn sem þú núna notar eru köld, óvinir þínir frosna!”

Ég þakka henni fyrir og legg af stað útí musterið til að komast til botns á þessu öllu. Eftir að hafa farið niður frá þessum smið, sé ég eitthvað sem líkist, fangelsi?. Þetta er fangelsi á þrem hæðum. Stór fangelsi með aðeins líkum í. Ég fer í gegnum þetta og sé stiga upp (Inner Cloister), ég fer upp stigann og sé þar stóra hurð, ég opna hana og þar sé ég eitthvað sem líkjist kirkju, þetta ER kirkja (Catherdal). Eftir að hafa svipast um og barist auðvelda bardaga sé ég stiga sem liggur niður (Catacombs lvl 1) , ég fer niður hann og sé meira og minna veggi útum allt.

Eftir að hafa farið útum allt er ég kominn á stað sem virðist vera lítill (Catabombs lvl 3), ég svipast um og fer um hurð þar, drep nokkur kvikindi og sé aðra hurð, stóra hurð. Ég opna hana og sé STÓRT kvikindi þarna! (Andariel). Ég fer í bæinn í hræðslu og gef eftir , ég fæ mér aðra reynda bogakonu til að hjálpa mér.
Ég legg af stað aftur niður og lendi í endalausum bardaga, bogakonan var dáin á ekki svo dramatískan hátt því ég þekkti hana varla. En ég gat ekki meir, ég fór í bæinn, eyddi öllum mínum pening í nýtt sverð, níðaþungt og legg aftur af stað, eftir eitt kraftmikið högg í bak hennar dettur hún niður, þvílík læti sem fylgja með þessum kvikindi þegar hún deyr!
Ekki vorkenni ég henni samt! Ég sá það að það var hún sem kom í veg fyrir allar leiðir Austur, þegar ég kem í bæinn þakkar Akira mér fyrir að hafa drepið þá kellingu sem sleit samband hennar við systur sínar í sundur. Ég tala við Warriv og hann þakkar mér og ætlar Austur, hann bíður mér far.
Eftir stutta umhugsun þygg ég boðið og legg af stað Austur , spenntur að sjá hvað bíður mín þar í Lut Gholein , er hann sagði staðinn heita sem við förum á.

… To be continued …