Þessi umræða um “Nýtt Nexus Lan” er komin út í vitleysu, rifrildi um hverjir ættu og ættu ekki að mæta, og það er ekkert að þessum Warhammer og Roleplaying vitleysingum.
Ég hef bara ákveðið að gera smá lista yfir staði sem hægt er að halda LAN.
Hér kemur hann þá:
1.Heima hjá þér, ef foreldrar ef pláss leyfir.
2.Nexus, það er takmarkað pláss og Svo eru líka Warhammer og RPG liðið á staðnum allar helgar.
3.finna einhvern sal út í bæ, Kannski einhvað tengt einhverjum félagasamtökum, eða íþrótta sal eða slíkt.
4.Sumar Bústaður, getur verið dálítið erfitt fyrir alla að komast á staðinn, hvað þá að fá leyfi í sumum tilfellum.
5.ef einhverjir tveir sem ætla að halda lanið saman, og búa kannski í sömugötu, semsagt hlið við hlið eða beint á móti er hægt að reyna að samnýta húsnæðin og redda sér löngum tp kapli sem er hægt að bæta smá einangrun á og nota sem uplink á milli huba.
Þetta er það sem mér dettur í hug, með sali, ef þið sem dæmi munið eftir einhverjum sal sem þið fóruð í veislu eða fermingu, eða hélduð sjálfir eða jafnvel fóruð á LAN þá er það snilldar hugmynd að athuga leigu kostnað og hvort eigendur salsins taka þetta til greina. einnig ef einhver er með stóran bílskúr sem má nota.
Allir þeir sem hafa fleirri hugmyndir eða jafnvel ákveðana staði þar sem þeir hafa farið á lan á endilega setja þá í svar, en reynið að halda þessu frá því að snúast yfir í einhverja vitleysu.