Sælir. Ég byrjaði aftur að spila Starcraft eftir umræðuna hérna fyrir neðan og ég get ekki sagt að ég sjái eftir því. Leikurinn sparkar ennþá í afturenda svo ekki sé meira sagt. Hérna er report úr einum helvíti skemmtilegum leik sem ég lenti í í gær.
Ég ætlaði bara að taka einn leik í viðbót áður en ég færi að sofa þannig að ég joinaði 3v3 Zero Clutter map (það er svona uberfast map, með EINN mineral chunk ALVEG uppvið CC/Nexus/Hatchery sem að því virðist óendanlega margir workers mega mina í einu, já og svona 10 gas geysers eða eitthvað =)). Allavega við ákváðum liðin, byrjuðum leikinn.
En þá komu ákveðin leiðindi sem fylgja oft online teamplay: Einn af mínum allies (köllum hann bara C) ally-aði ekki við mig og B. Reyndar svaraði hann ekki. Eftir að halda frantically áfram að þróa okkur og reyna að fá hann til að hlusta (með caps =P) þá spurði ég hverjar reglurnar hefðu aftur verið… hostinn svaraði: NO RULES… (DAMM DAMM DAMMMMMMM)
Oh shit. Þetta þýddi í rauninni að óvinir mín og B (sem voru 3) gátur rushað okkur allir í einu ef þeim sýndist. Ok ég whisperaði til B að við ættum bara að gleyma C, reyna heldur að lama allavega einn af óvinum okkar, en þurrka C út ef hann gerði árás á okkur. Ally-inn minn sagði við mig: “Yeah í guess it´s just you and me, Brown” Þar hitti hann naglann á höfuðið því stuttu síðar hætti C. Þegar svona var í pottinn búið vorum það ég (protoss) og B (Zerg) á móti einum terran og tveim protoss…
Allavega, grunur minn um rush frá þeim (einn þeirra hét “Rushing-Maniac” var brátt staðfestur þegar hópur af Dark Templars komu bankandi á baseið mitt. Sem betur fer náðu photon cannons rétt svo að covera svæðið sem hann kom á og hann neyddist til að hörfa undan Dragoon herjunum mínum sem gátu skotið á þá að vild meðan þeir voru nálægt Photons. Þegar þetta gerðist var ég kominn með Robotics Facility og observervatory á leiðinni. Ég skoðaði ytri hluta stöðvarinnar minnar og sá að það var hola beint inn að Mineral hlunknum og Nexusinu mínu. Málið með þessi möpp er að ef þú missir Nexusinn þinn sem er ALVEG upp að mineral hlunknum, þá geturðu ALDREI fengið hann aftur á sama stað, þannig að þú ert að eilífu fatlaður miðað við hina. Þess vegna flýtti ég mér að “stoppa” í gatið eins fljótt og ég gat, byggði slatta af Photons þarna og sendi observers (ég byggði svona 10) í perimeter utan um base-ið. Síðan reinforcaði ég “Kjarnann”, þ.e Nexusinn, mineralinn og gasið með shields af photons, svo hann myndi nú ekki sneaka mig, en ég umkringdi ekki allt base-ið.
Á meðan þetta allt var að gerast hafði ég verið að byggja Dragoons, smá zealots og Templars. Þeir voru upgradaðir lvl2 weapons, armor, shields og voru að fá lvl3 bráðum. Nú sendi ég þá í miðjuna og sá að einn protossinn var byrjaður á að gera photon vegg þarna. Ég sendi goons í málið og ally-inn minn (sem var sem betur fer góður) sendi líka reinforcements af hydras og mutas. Við tókum út photon vegginn, og slatti af gateways með rally points inn að miðju mappsins tryggði reinforcements fyrir þá sem drápust. Þeir sendu Dark Templars og cloakaða wraiths á okkur. Ég kom með observers til mín og ally-ins og við slátruðum þeim (hann var með Devourers, ég með goons >)) Aftur á móti tóku mínir DTs hans DTs í nösina því ég var með Observers en hann ekki. Við drifum okkur að terran base-inu en hann var með einhvern Uberfleet af Battlecruisers bíðandi eftir okkur. Þessir goons, skemmdir og fáir eftir fyrri encounter voru drepnir. Ég bindaði lið 1, 2 og 3 af nýju goons, Templars í 4, DTs í 5. Rest af goons sem voru warpandi inn átti ég sem reinforcements. Allavega nú kom ég á hann og setti CONSTANT psyonic storm yfir BC flotanum hans, meðan hann barðist við goonin mín og devourerana hjá B. Eftir að 4 templars tæmdu energy-ið í þá sprungu battlecruiser formationin hjá honum. Ég sá á Starportunum hans að hann var að byggja fleiri en ég vissi að þeir eru LENGI að byggjast og fór beint að Command Centerinu hans. Goons og Dark Templars voru ekki lengi að rústa því, en þegar ég var byrjaður á að taka út starportin sá ég að báðir protossarnir voru að ráðast á mig (í staðinn fyrir að hjálpa ally-inum sínum).
Þeir voru búnir að taka út þær fáu photons sem ég hafði þarna yst og voru byrjaðir að taka út Gatewayin mín. Annar protossinn var með Carrier flota, hinn var með DTs. Ég hafði sent allann herinn minn til baka og beðið allyinn um hjálp um leið og ég tók eftir þessu. Dragoons voru komnir hálfa leið til baka þegar ég tók eftir að DTs voru farnir að rusha að Nexusinu. Allyinn minn kom á undan mér með swarms af Devourers sem byrjuðu að pounda Carrier flotann. Þegar dragoons voru næstum komnir á staðinn var Nexus undir árás af DTs. Ég sendi observerana yfir svæðið og reyndi í panikki að koma goonunum í gegnum þetta clutter af byggingum. Þegar goons byrjuðu að meiða DTs var Nexus logandi. Þegar síðasti DTinn var dauður var nexus í rauðu og Goonarnir sneru sér að Carrierunum (sem gerðu boostað damage á cars út af slurpinu frá Devourers).
Þegar þetta var afstaðið byggði ég betri photon vegg í kringum Nexusinn og sendi goon hoardin mín (sem ég átti enn) strax til þeirra því ég vissi að þeir væru veikir fyrir núna. Ally-inn kom með og swarmin okkar streymdu yfir minimappið. Nú átti að ráðast á Carrier gaurinn. Hann varði sig með flota af carriers en við vorum skrefi á undan honum og tókum hann út með scourge (carrier killers), psi storm, og goon-unum (sem fylltu fyrir löngu upp í supply-ið). Ég var byrjaður að þróa arbiters með stasis field til þess að frysta unitin hans/þeirra svo þeir “misstu” unitin en gætu ekki byggt önnur í staðinn, þ.e taka upp supply-ið hans (mikilvægasta resourceið í svona möppum) en þess gerðist ekki þörf. Hann var með Nexusið berskjaldað og við tókum það út, síðan Stargatein. Þá fór terran gaurinn sem við vorum búnir að lama og halda niðri fyrir löngu síðan. Protoss gaurinn sem við tókum út fyrst fór ekki fyrr en hann var eliminated. Þá komum við að síðasta protoss gæjanum. Hann var búinn að umkringja sig með LÖGUM af photons en það skipti engu máli því allyinn minn var kominn með guardians og photons geta hvort sem er ekkert nema detecta og tefja. Þá sagði síðasti andstæðingurinn “GG” og ég svaraði “yeah vgg we won 2vs3”. Allyinn minn tók undir það og þá gafst greyjið upp =P.
P.S leikurinn u.þ.b hálftíma.