Ég hef orðið undrandi á hversu lítið sumir vita um söguþráðinn í Diablo II. Í þessari grein ætla ég að fjalla um þann character sem mér finnst fæstir vita eitthvað um. Það er Duriel. Flestir bruna í gegnum leikinn án þess að pæla í því sem kemur í leiknum. En allaveganna, hér ætla ég að skrifa allt sem ég veit um Duriel, þennan lítt þekkta character.
Duriel er kvenkyns, já, kvenkyns termítaófreskja sem er einnig ein af “the Lesser Evils”. The “Lesser Evils” eru ekki þessir Fallen eða aðrir venjulegir djöflar heldur svona stórir, öflugir gaurar á borð við Andariel, Duriel og skrímslið sem Izual var settur í. Þeir kallast “Lesser Evils” af því að þótt þeir séu öflugir komast þeir ekki í hálfkvisti við Mephisto, Diablo, eða Baal. En nóg um það. Á tímabilinu þegar the Prime Evils réðu öllu í helvíti, voru the Lesser Evils komnir með nóg af þeim og stofnuðu til uppreisnar.
Aðaldjöflarnir í uppreisnini voru Andariel, Duriel og einhver annar djöfull. Duriel safnaði saman herliði til að berjast við the Prime Evils, og lokkaði þá einnig í gildruna þar sem miljónir djöfla biðu eftir því að fá að ráðast á þá stóru. Duriel var herforingi þeirra smáu, sem sigruðu Diablo, Mephisto og Baal með naumindum og hröktu þá upp í “the Mortal Realm”. Þar fönguðu Horadrim þá í Soulstone-ana og Tal Rasha setti Soulstone Baals í sig til að kljást að eilífu við the Lord of Destruction. Löngu, löngu seinna, kom Diablo í gröf Tal Rasha, frelsaði Baal og læsti Tyrael inni, en Baal ákallaði Duriel til að vakta gröfina fyrir óboðnum gestum sem vildu frelsa Tyrael úr prísundinni. Flestir vita nú hvað gerist síðan.
Eins og flestir vita er Duriel með Holy Freeze Auru undir sér þegar að maður keppir við hann, en sem betur fer notar hann bara physical attack sem gerir cold damage. Þegar að maður hefur drepið Duriel, springur drslið aftan á honum og oggin í eggjastokknum sjást. Þaðan dró ég þá ályktun að Duriel sé kvk. Ég ætla ekki að koma með nein strategy fyrir Duriel, ég læt þetta bara gott heita.