Jæja, núna fer að nálgast að World of Warcraft, sem margir Blizzard fans bíða spenntir eftir. Núna nýlega var að koma nýtt gameplay video úr leiknum: http://www.blizzard.com/wow/movies/
En semsagt, þessi leikur er MMORPG sem spilast aðeins á netinu við aðra. Þessi leikur gerist 4 árum eftir WarCraft III: Reign of Chaos, eða eins og Blizzard skrifuðu:
“Four years have passed since the aftermath of Warcraft III: Reign of Chaos, and a great tension now smolders throughout the ravaged world of Azeroth. As the battle-worn races begin to rebuild their shattered kingdoms, new threats, both ancient and ominous, arise to plague the world once again.”
Sem hljómar mjög vel, þessi leikur verður mjög líklega sölumikill og vinsæll. En það sem angrar suma er mánaðargjaldið, sem fer til Blizzard. Sumir borga fúslega til að tryggja framtíð fleiri Blizzard leikja. Þessi leikur verður mjög frumlegur og frábrugðin hinum WarCraft leikjunum. 4 race er hægt að spila: Orc, Humans, Dwarfs og Taurens, en þeir hafa sagt að það verða fleiri race. Ég persónulega er mest spenntur að prufa Taurens hingað til.
Þessi leikur er víst mjög góður sýnist mér, og ég bíð spenntur eftir honum.