Eftir langa bið kemur grein. Persónulega er mér sama hvort þetta áhugamál á að fara á “Blizzard leikir” eða ekki. En hér kemur svolítið skemmtilegt. Hvaða Diablo fan hefur ekki velt fyrir sér hvernig diablo3 á eftir að vera? Ég las þessa grein á netinu um líklegan möguleika á söguþræði (stiklað á stórum):

Worldstone hefur verið splundrað í milljón agnir, sem allar settust niður á jörðina, og þar sem hann hélt heimi manna annars vegar og púka hins vegar aðskildum, hefur verið auðvelt að ferðast á milli þessara tveggja heima. Fjöldi hliða milli þeirra hafa birst, sem gerir djöflum og púkum (demons) kleift að herja á heim mannanna. Mannfólkinu hefur ekki tekist að jafna sig eftir fall “hinna þriggja” og púkarnir hafa neytt fólkið til að flýja innan borgarveggja.

Fallið á the Worldstone hefur gert djöflana dauðlega - en áður fyrr fengu þeir annað líf annars staðar - og því hafa þeir ekki verið eins árásargjarnir vegna þeirrar hættu á að tapa lífi sínu. Þar af leiðandi skiptist mannheimur upp í svæði sem stjórnast annars vegar af mönnum og hins vegar djöflum, sem berjast um yfirráð á svæðum sem brot úr Worldstone hafa fallið á.

Helsta ógn mannanna stafar af avatar Baals og Diablos (<b>avatar</b> = merkir einhvers konar guð sem stígur niður til jarðar og holdgast). Lítið er vitað um þessar dökku verur nema að þær stjórna stórum her djöfla á þeim svæðum þar sem stærri brot úr Worldstone er að finna. Þessi brot senda orku frá sér til nærliggjandi lífvera.

Enn og aftur mun flokkur ævintýramanna og hetja berjast til að yfirbuga illu völdin, bjarga mannkyninu og finna virkilega öfluga galdrahluti.

Söguhetjurnar munu byrja í gotneskri (gothic) borg á miðöldum, sem gefur tóninn að <b>ACT I</b>. Höfundur vill meina að diablo 3 komi til með að byggja á “acts” sbr. diablo 2. <b>Act II</b> mun fjalla um að spilarar eigi að bjarga fólkinu á graslendinu frá Baal's Avatar, og um leið eignast svæði með stærri brotum úr the Worldstone. <b>Act III</b> byrjar í musteri sem tilheyrir hinum endurbætta Horadrim, með Cain í fararbroddi. Þetta act mun innihalda sérstakt og litríkt landslag vegna krafta nærliggjandi Worldstone-brota. <b>Act IV</b> fjallar um þegar spilari fer aftur í helvíti sem líka hefur breyst vegna brota úr Worldstone. Helvíti er nú mun líkara jörðinni (A more Earthlike Hell) er samt sem áður enn heimkynni hinna bannfærðu.

Í síðasta questinu munu spilarar berjast við skepnuna sem stjórnar Avatars og er hún djöfullegur, vængjaður ógnvaldur. Það er enginn annar en Tyrael sem hefur verið spillt af illum öflum Baal's þegar hann eyðilagði Worldstone. Líkt og Izual, Tyrael er frelsaður úr spilltu skel sinni og mun þakka fyrir sig með því að segja: “I thank you, mortal, for my freedom…”

Hver segir svo að ekki sé hægt að hafa húmor í Diablo leik?



Þessi grein fannst á <a href="http://www.diabloii.net/columnists/ninth-circle0 6.shtml">www.diabloii.net/…</a> og ég þýddi hana gróflega. Birt með fyrirvara um stafsetningarvillur.

Kveðja,
Jericho